10.3.07

Domestic goddess


Hr. Mon þurfti að fara upp í skóla til þess að vinna í ákveðinni umsókn. Á sama tíma þurfti ég að taka heilan helling til hérna heima, þar sem við eigum von á gestum í kvöld. Ég var alveg ekki að nenna því. Svo fattaði ég að þetta var bara spurning um að finna rétta hlutverkið. Ég skellti mér í kjól og hælaskó, málaði mig óþarflega mikið og setti klút í hárið. Svo bjó ég til útvarpsstöð á pandora sem var uppfull af retró tónlistamönnum eins og Sinatra. Ég hækkaði í botn og hófst handa í fullu "domestic goddess mode". Núna er ég búin að þrífa eldhúsið og eldavélina hátt og lágt, taka úr og setja í uppþvottavél (já, retro húsmæðurnar þurftu ábyggilega að gera svoleiðis líka..), þrífa klósettið, taka til allstaðar, þurrka af, brjóta saman þvott og búa um, allt í hælum.

Þetta svínvirkar! Ég mæli með þessu.

Spurning um að baka köku.

Engin ummæli: