13.2.07

Tíminn

Tíminn líður svo hratt, að stundum finnst mér að ég sé að horfa á "montage". Í dag fékk ég næst síðustu einkunnina sem ég á eftir að fá í mastersnáminu mínu, ef einkunn skyldi kalla. Fékk "staðist" (eða BE). Þó það sé vissulega betra en "fallið", þá hefði ég alveg verið til í að fá tölustaf í staðinn. Lítur betur út þið skiljið ;o)

90 ECTS einingar að baki. Bara mastersverkefnið eftir. Verkefnakennarinn minn gaukaði því að mér að ég myndi rétt sleppa með að fá einkunn á "gamla kerfinu". Danir eru nefnilega svo miklar krúsidúllur að þeir voru tilbúnir til þess að taka það til greina að 13-kerfið væri ekki að dansa. Já, að bjóða upp á einkunnir úr menginu {00, 03, 5, 6, 7, 8 ,9, 10, 11, 13} er alveg út úr kú. Reyndar hef ég tekið þetta mál upp við nokkra danska samnemendur mína og þeir hafa oft horft á mig eins og ég sé með hor út á kinn þegar ég tala um þetta. Þeir voru ekki alveg að sjá rökin við mína hugmynd að taka t.d. upp prósentukerfi, þar sem að þú fengir einkunn á bilinu 0 - 100 eða 0 - 10. "Hvað virkar þá eins og 13?", spurðu þeir.

Allavegana. Bjúrókratarnir tóku sig til og bjuggu til nýtt kerfi. Bara eitt sem þeir gleymdu að taka til greina! Þeir gleymdu að fá einhvern heilan á geði til þess að velja nýja kerfið. Nýja mengið er svona: {-03, 00, 02, 4, 7, 10, 12}. Auðvitað. Sjáið þið ekki rökin á bak við þetta? Nei.. ég verð að viðurkenna að ég geri það ekki heldur. Ég held þau séu að fela sig á bak við -03.

Engin ummæli: