22.2.07

Táfýla

Oooojjjbara. Ég kaupi alltaf sömu týpuna af ostinum hérna í Danmörku. Í gær var hann ekki til, svo ég ákvað að fjárfesta í einhverjum ostasneiðum sem ættu að endast þangað til að ég fer næst út í búð. Þegar ég opnaði ostasneiðapakkann núna í hádeginu gaus upp svo megn táfýla að ég nánast kúgaðist. Ég ákvað samt að skella einni sneiðinni á brauð og eftir einn bita var brauðið, osturinn, hálftuggna draslið í munninum á mér og ostasneiðapakkinn komin ofan í ruslið. Djöfulsins viðbjóður.

Finnst einhverjum í alvörunni gott að borða táfýlumat?

Engin ummæli: