10.2.07

Starfsdagur kennara

Þegar ég var í grunnskóla fannst mér "starfsdagar kennara" vera aldeilis ágætir. Betri en foreldradagar! Ég fékk frí í skólanum og aumingja mamma eða pabbi þurftu ekki að taka frí í vinnunni til þess að sitja uppi í skóla í 2 klst út af seinkunum (ég er aftarlega í stafrófinu. Fullt af óþægum krökkum sem kölluðu á ágætt "yfirhausamótatal" á foreldrunum á áður en það kom að Ó-i). Svo þegar þau voru loksins kölluð upp sagði kennarinn minn eiginlega bara ég væri æðisleg, samviskusöm og klár og þau mættu fara.

Alveg er ég viss um að þau hafi stundum verið hálf svekkt yfir því að bíða svona lengi bara til þess að fá eilítið klapp á kollinn og vera send út aftur. Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera eitthvað af mér af og til rétt fyrir foreldradaga, bara til þess að þetta væri ekki hálfgerð fýluferð hjá þeim.

Aaaallavegana. Starfsdagur kennara! Þegar ég var ennþá grunnskólanemandi datt mér ekki til hugar að efast um tilgang þessara daga. Núna hinsvegar, tæpum eleventeen árum seinna (tæpum 10 árum reyndar, en eleventeen var of flott orð til að sleppa því) þá langar mér virkilega til að vita hvað sé gert á starfsdögum kennara.

Er þetta kannski eins og frímúrarafundir eða Nylon tónleikar? Fær enginn að vita hvað gerist nema viðkomandi sé í reglunni/hljómsveitinni (híhí)?

Alveg er ég pottþétt á því að þeir fá sér irish coffee í staðinn fyrir venjulegt á kennarastofunni um morguninn og eyða svo deginum í að terroræsera gangaverðina og bera inn snjó.

Engin ummæli: