11.2.07

Pustulio

Á sunnudaginn fyrir viku tók ég eftir því að það var að myndast einhverskonar bóla eða kýli á hökunni á mér. Ég sótthreinsaði kvikyndið áður en ég fór að sofa og stressaði mig ekki mikið á þessu. Daginn eftir var þetta orðið svo stórt og bólgið að helmingurinn á hökunni á mér var eins og hakan á Marv (Sin City). Endalausar tilraunir til þess að drepa kvikyndið með efnavopnum báru engan árangur og þetta stækkaði bara. Það var vont að pota í kýlið og það var vont að pota nálægt því á hökuna.

Á endanum ákvað ég að skýra það "Pustulio" og láta reyna á dáleiðslukrafta þess. Ég teiknaði lítið andlit á Pustulio og reddaði fínum samfestingi á hann. Svo labbaði ég inn í næstu Fötex búð og prufaði.

"Pustulio demands your attention!" Kallaði ég, og allir viðskiptavinirnir störðu dáleiddir á mig. "Come my filthy stink people. You shall reveal your secrets to Pustulio in the privacy of the Fötex". Þetta gekk fram úr öllum vonum. Fyrst Fötex - næst heimurinn!

Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að ráða ninja apa eða sjóræningja í fyrstu minion sveitina mína þegar ég leit í spegilinn í morgun. Pustulio er farinn! :oO Hvernig öðlast ég heimsyfirráð núna?

Engin ummæli: