1.2.07

Live, frá skrifstofunni minni!

Ég er ekki komin með virðulega skrifstofu tölvu, svo ég er bara að vesenast með lappann minn, hana Petru núna. Ég er búin að vera að reyna að sitja fyrir kerfisstjóranum í þessari byggingu til þess að grátbiðja hann um tölvu og notendanafn/lykilorð og að virkja aðgangskortið mitt, en hann er 2 hæðum fyrir ofan mína hæð svo það hefur reynst erfitt.

Síðan ég kom höfum við Ola hinsvegar tekið okkur til og fundið fínna lyklaborð handa mér og virðulegar skrifstofu-skúffur sem við færðum að skrifborðinu mínu. Það var tómur sígarettupakki í einni skúffunni, svo ég er pottþétt að einhver hefur verið að reykja í laumi ofan í skúffuna með handviftu, munnsprey og lyktarúða til þess að fela ummerkin. Aumingja skúffurnar. Vonandi eru þær ekki of illa farnar af óbeinum reykingum.

Ég er búin að vera að íhuga hvernig ég get gert vinnusvæðið mitt aðeins skemmtilegra. Styttur/blóm/sniðugir hlutir/Útprentaðar myndir til að festa á blaðafestitöfluna mína. Einhverjar hugmyndir? Skyndilega langar mig mikið til að panta Cubes..

Engin ummæli: