5.2.07

Hvert fóru allar hetjurnar?

"Mikið sakna ég hetjanna frá því á níunda og tíunda áratugnum", hugsaði ég með sjálfri mér rétt í þessu. Hvað varð eiginlega að Bruce Willis, Arnold Swarchenegger og Silvester Stallone? Andskotinn. Ég myndi sætta mig við nýja, sveitta Van Damme mynd þar sem hann færi oftar í splitt en eðlilegt getur talist, bara ef hann gæti bjargað heiminum on the side. Allt sem ég bið um er sveittur, ósofinn gaur í drullugum hlírabol með örlög heimsins/borgarinnar á öxlunum.

Á meðan ég hugsaði þetta með mér vildi svo skemmtilega til að ég var að "channel surfa" á sjónvarpinu á sama tíma. Í eina ögurstund... einn dropa í tímans ólgusjó, varð ég ótrúlega ánægð. "Arnold Swarchenegger" nafnið flashaði á skjánum og ég sá the Governator of California labba inn í atriðið. Svo var fótunum kippt undan mér aftur.

Hvaða FÁVITA datt í hug að sýna "Junior" í kvöld? Þetta er bara illa gert.

Engin ummæli: