21.2.07

Bylur í Danmörku

Bylur? Nei. Pff snjór og smá kuldi. Já!. Það er búið að snjóa í alla nótt og í allan morgun. Ég sé samt ennþá í grasið þegar ég horfi út um gluggann. Íkornarnir kíkja öðru hvoru út og drífa sig svo aftur inn í holuna á trénu sínu. Ég efast hinsvegar ekki um að almenningssamgöngur liggi á hliðinni, enda hef ég orðið vitni af strætó spólandi í c.a. 2ja cm djúpum snjó áður hér á landi.

Engin ummæli: