27.2.07

Tölvugyðja?

phD. Ósk Ólafsdóttir, tölvugyðja? Tölvugyðja er ekkert lögverndað er það? Mjeh. Einn skammtur af identity krísu, hristur upp með klaka og banana. Við erum stödd í svolitlu limbói þessa dagana, og þá meina ég ekki svona Hawaii (í alvörunni. Ríkisstjórnin hefði átt að taka upp hugmyndina mína á að hafa Hawaii föstudaga. Þá hefði sko verið gaman að horfa á útsendingar frá alþingi!) "fetta bakið í óeðlilega stöðu til þess að komast undir kústskaft" dæmi.. Ég meina Boy George, kollulausan að týna rusl í samfélagsþjónustugalla! Eða.. eitthvað svoleiðis.

Það er nefnilega kominn tími til að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Vandamálið er að samkvæmt ýmsum skilgreiningum verð ég stór í september.

22.2.07

Táfýla

Oooojjjbara. Ég kaupi alltaf sömu týpuna af ostinum hérna í Danmörku. Í gær var hann ekki til, svo ég ákvað að fjárfesta í einhverjum ostasneiðum sem ættu að endast þangað til að ég fer næst út í búð. Þegar ég opnaði ostasneiðapakkann núna í hádeginu gaus upp svo megn táfýla að ég nánast kúgaðist. Ég ákvað samt að skella einni sneiðinni á brauð og eftir einn bita var brauðið, osturinn, hálftuggna draslið í munninum á mér og ostasneiðapakkinn komin ofan í ruslið. Djöfulsins viðbjóður.

Finnst einhverjum í alvörunni gott að borða táfýlumat?

Hata!

Ég hata bananalínur

21.2.07

Íkorninn og "snjóbylurinn"

Fyrrverandi verðandi rithöfundur

Eftir fyrstu ritgerðaskil bekksins míns í menntaskóla var íslensku kennarinn ekki sáttur. Reyndar þrumaði hún yfir mánudagssyfjuðum nemendum að þeir skildu sko aldrei nota orðið "maður" í samhengi eins og t.d. "manni finnst" eða "maður verður svo glaður", í ritsmíðum sínum. Þessu er ég alveg sammála. Kona ætti aldrei að grípa til þess.

Allt fram að menntaskólagöngu minni var ég verðandi rithöfundur. Hver einasti kennari sem hafði lesið yfir ritverk eftir mig, sagði allavega að ég gæti alveg stefnt á það. Eftir að sögur og ritgerðir sem ég samdi voru lesnar upp í milljónasta skiptið fyrir hina í bekknum, fór ég að trúa þessu.

Aftur að mánudeginum þar sem "maður" var bannaður;

Við höfðum fengið það verkefni að skrifa ritgerð um "Ást". Þar sem að þetta var sérstaklega klént viðfangsefni poppaði ég það aðeins upp. Ég talaði um hvað ástin og dauðinn ættu sameiginlegt og hvernig þau tengdust. Ég kvótaði meira að segja í Romeo og Júlíu á dulinn hátt.

Þegar ég fékk ritgerðina aftur í hendurnar sá ég að krotuð var á hana með stórum, rauðum stöfum talan 5,5. Umfjöllunin sem ég fékk var eitthvað á þessa leið: "Mjög góð og vel útfærð hugmynd, en stafsetningu ábótavant". Já, í menntaskóla tók nefnilega við heljarstjórn stafsetningarinnar og orðaforðasnobbsins! Allir sem hafa eitthvað kynnst Óskímon vita að stafsetning er fyrir henni svolítið eins og gróðurhúsaáhrifin eru fyrir ísbirni - ekki kúl! Ofan á það, þá er kona (já, hafðu þetta íslenskukennari frá því í 3. bekk í Verzló!) í menntaskóla ekki verðlaunuð fyrir hugmyndir og útfærslu. Hún er verðlaunuð fyrir eitthvað steingelt eins og "hvívetna", "hvaðanæfa" og "herbergiskitra".

Þegar ég komst svo á þriðja árið af ofbeldi íslenskukennara og rauðra penna gafst ég upp. Sögunni minni þar sem ég vísaði fram og til baka í Gollum úr Hringdadrottnissögu og Hobbitanum var hent á borðið, svo rauðri að það hefði verið hægt að nota hana í "rautt, rautt, rautt" erindið í litalaginu (ef það væri ekki búið að kippa því út úr laginu vegna þess að "fyrir vin minn innfædda Ameríkubúann" passar ekki í laglínuna). Kennarinn spurði mig út í eitthvað í ritgerðinni og þegar ég svaraði honum sagði hann: "Ó, ég hef aldrei lesið þær bækur".

Til hamingju! Ykkur tókst það!

Næsta ritgerð sem ég skrifaði var um "Gæludýr". Ég gafst upp á því að reyna að vera frumleg og skrifaði þess í stað ömurlegan texta með orðaforða sem hefði ekki skilið eftir þurrt sæti hefði hann verið lesinn upp á íslenskukennara ráðstefnu. Til þess að kóróna þetta allt saman, skellti ég litlum "clipart" myndum af samsvarandi gæludýri við hliðina á textanum þar það átti við. Gæludýraritgerðina fékk ég til baka með "9,5" skrifaða við hliðina á ógeðslega wordart titlinum á forsíðunni og "Einstaklega skemmtileg og lífleg ritgerð" í bónus. Eftir þetta reyndi ég ekki einu sinni lengur.

Ætli þetta sé partur af dulinni námskrá menntaskóla? Að drepa niður sjálfstæða og skapandi hugsun einstaklinga áður en þeir eru sendir út í þjóðfélagið?

Bylur í Danmörku

Bylur? Nei. Pff snjór og smá kuldi. Já!. Það er búið að snjóa í alla nótt og í allan morgun. Ég sé samt ennþá í grasið þegar ég horfi út um gluggann. Íkornarnir kíkja öðru hvoru út og drífa sig svo aftur inn í holuna á trénu sínu. Ég efast hinsvegar ekki um að almenningssamgöngur liggi á hliðinni, enda hef ég orðið vitni af strætó spólandi í c.a. 2ja cm djúpum snjó áður hér á landi.

17.2.07

Louloulou, I've got an apple

Louloulou, you've got one too! Mikið er ég glöð. Ég sá að frá og með 1. júní verður bannað að reykja út um allar trissur á Íslandi, eins og t.d. á skemmtistöðum, kaffihúsum og á fleirri stöðum sem ég hef oft ekki nennt að kíkja við á út af megnum sígarettureyk.

Þessum finnst það ekki góð hugmynd. Mér hinsvegar finnst þetta awesome hugmynd.

Verst að Danirnir eru ekki eins duglegir í þessu. Þeir eru ekki einu sinni með reyklaus svæði á flestum veitingastöðum for crying..

16.2.07

Lykt

Kaffilykt minnir mig oft rosalega á túnfiskslykt. Samt elskar Einar kaffi og hatar túnfisk. This puzzles me.

15.2.07

Svik og prettir!

Ég kíki aldrei á mitt eigið pósk, svo ég vissi ekki af þessu fyrr en rétt í þessu. Siðustu daga hef ég sent glæsilegar myndir af íkorna, nýja síma blinginu mínu, ógeðslega skemmdu epli og nýju kafaraplöntunum sem ég keypti fyrir skrifstofuna mína. Ég hef fengið delivery report og hverja einustu sendingu og símafyrirtækið mitt er búið að rukka fyrir mms-ið. Þetta hefur hinsvegar ekki skilað sér á póskið mitt. Bitrbitrbitr..

13.2.07

Tíminn

Tíminn líður svo hratt, að stundum finnst mér að ég sé að horfa á "montage". Í dag fékk ég næst síðustu einkunnina sem ég á eftir að fá í mastersnáminu mínu, ef einkunn skyldi kalla. Fékk "staðist" (eða BE). Þó það sé vissulega betra en "fallið", þá hefði ég alveg verið til í að fá tölustaf í staðinn. Lítur betur út þið skiljið ;o)

90 ECTS einingar að baki. Bara mastersverkefnið eftir. Verkefnakennarinn minn gaukaði því að mér að ég myndi rétt sleppa með að fá einkunn á "gamla kerfinu". Danir eru nefnilega svo miklar krúsidúllur að þeir voru tilbúnir til þess að taka það til greina að 13-kerfið væri ekki að dansa. Já, að bjóða upp á einkunnir úr menginu {00, 03, 5, 6, 7, 8 ,9, 10, 11, 13} er alveg út úr kú. Reyndar hef ég tekið þetta mál upp við nokkra danska samnemendur mína og þeir hafa oft horft á mig eins og ég sé með hor út á kinn þegar ég tala um þetta. Þeir voru ekki alveg að sjá rökin við mína hugmynd að taka t.d. upp prósentukerfi, þar sem að þú fengir einkunn á bilinu 0 - 100 eða 0 - 10. "Hvað virkar þá eins og 13?", spurðu þeir.

Allavegana. Bjúrókratarnir tóku sig til og bjuggu til nýtt kerfi. Bara eitt sem þeir gleymdu að taka til greina! Þeir gleymdu að fá einhvern heilan á geði til þess að velja nýja kerfið. Nýja mengið er svona: {-03, 00, 02, 4, 7, 10, 12}. Auðvitað. Sjáið þið ekki rökin á bak við þetta? Nei.. ég verð að viðurkenna að ég geri það ekki heldur. Ég held þau séu að fela sig á bak við -03.

11.2.07

Rómantík í kvikmyndum

Með rómantískasta atriði í bíómynd fyrr eða síðar, er þegar Beatrix Kiddo er búin að nota Pai Mei's five point palm exploding heart technique á Bill. Hann veit að hann mun deyja eftir nokkur skref, en situr þarna rólegur og hann segir við hana eftir smá samtal:

"No. You're not a bad person. You're a terrific person. You're my favorite person, but every once in a while, you can be a real cunt."

Pustulio

Á sunnudaginn fyrir viku tók ég eftir því að það var að myndast einhverskonar bóla eða kýli á hökunni á mér. Ég sótthreinsaði kvikyndið áður en ég fór að sofa og stressaði mig ekki mikið á þessu. Daginn eftir var þetta orðið svo stórt og bólgið að helmingurinn á hökunni á mér var eins og hakan á Marv (Sin City). Endalausar tilraunir til þess að drepa kvikyndið með efnavopnum báru engan árangur og þetta stækkaði bara. Það var vont að pota í kýlið og það var vont að pota nálægt því á hökuna.

Á endanum ákvað ég að skýra það "Pustulio" og láta reyna á dáleiðslukrafta þess. Ég teiknaði lítið andlit á Pustulio og reddaði fínum samfestingi á hann. Svo labbaði ég inn í næstu Fötex búð og prufaði.

"Pustulio demands your attention!" Kallaði ég, og allir viðskiptavinirnir störðu dáleiddir á mig. "Come my filthy stink people. You shall reveal your secrets to Pustulio in the privacy of the Fötex". Þetta gekk fram úr öllum vonum. Fyrst Fötex - næst heimurinn!

Ég var farin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara að ráða ninja apa eða sjóræningja í fyrstu minion sveitina mína þegar ég leit í spegilinn í morgun. Pustulio er farinn! :oO Hvernig öðlast ég heimsyfirráð núna?

10.2.07

Starfsdagur kennara

Þegar ég var í grunnskóla fannst mér "starfsdagar kennara" vera aldeilis ágætir. Betri en foreldradagar! Ég fékk frí í skólanum og aumingja mamma eða pabbi þurftu ekki að taka frí í vinnunni til þess að sitja uppi í skóla í 2 klst út af seinkunum (ég er aftarlega í stafrófinu. Fullt af óþægum krökkum sem kölluðu á ágætt "yfirhausamótatal" á foreldrunum á áður en það kom að Ó-i). Svo þegar þau voru loksins kölluð upp sagði kennarinn minn eiginlega bara ég væri æðisleg, samviskusöm og klár og þau mættu fara.

Alveg er ég viss um að þau hafi stundum verið hálf svekkt yfir því að bíða svona lengi bara til þess að fá eilítið klapp á kollinn og vera send út aftur. Eftir á að hyggja hefði ég átt að gera eitthvað af mér af og til rétt fyrir foreldradaga, bara til þess að þetta væri ekki hálfgerð fýluferð hjá þeim.

Aaaallavegana. Starfsdagur kennara! Þegar ég var ennþá grunnskólanemandi datt mér ekki til hugar að efast um tilgang þessara daga. Núna hinsvegar, tæpum eleventeen árum seinna (tæpum 10 árum reyndar, en eleventeen var of flott orð til að sleppa því) þá langar mér virkilega til að vita hvað sé gert á starfsdögum kennara.

Er þetta kannski eins og frímúrarafundir eða Nylon tónleikar? Fær enginn að vita hvað gerist nema viðkomandi sé í reglunni/hljómsveitinni (híhí)?

Alveg er ég pottþétt á því að þeir fá sér irish coffee í staðinn fyrir venjulegt á kennarastofunni um morguninn og eyða svo deginum í að terroræsera gangaverðina og bera inn snjó.

9.2.07

Lögfræði fyrir byrjendur

Prótótýpan:
8. gr.
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf.

Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hana skulu skipa fimm menn og jafnmargir til vara. Áður en kosið er til stjórnar á aðalfundi skulu fimm menn kjörnir hlutbundinni kosningu á Alþingi ásamt jafnmörgum til vara og skulu þeir kosnir í stjórn félagsins.

Rússnesk kosning?

Ég:
Ég veit ekki. Ég reyndi að lesa þetta þrisvar og zoomaði alltaf út

Prótótýpan:
Hvað þá með þetta:
9. gr.
Kjör stjórnar Ríkisútvarpsins ohf.
Allir sem kjörnir eru í stjórn félagsins skulu fá sleikjó í hvert sinn sem þeir segja „já“ á réttum tíma, eftir bendingu útvarpsstjóra. Sá stjórnarmeðlimur sem fyrstur er til að jánka skal að jafnaði fá að velja sinn sleikjó fyrstur, en ef allir sleikjóarnir eru af sömu bragðtegund skal hann fá tvo.

Ég:
Hahah, þetta skil ég!

5.2.07

Hvert fóru allar hetjurnar?

"Mikið sakna ég hetjanna frá því á níunda og tíunda áratugnum", hugsaði ég með sjálfri mér rétt í þessu. Hvað varð eiginlega að Bruce Willis, Arnold Swarchenegger og Silvester Stallone? Andskotinn. Ég myndi sætta mig við nýja, sveitta Van Damme mynd þar sem hann færi oftar í splitt en eðlilegt getur talist, bara ef hann gæti bjargað heiminum on the side. Allt sem ég bið um er sveittur, ósofinn gaur í drullugum hlírabol með örlög heimsins/borgarinnar á öxlunum.

Á meðan ég hugsaði þetta með mér vildi svo skemmtilega til að ég var að "channel surfa" á sjónvarpinu á sama tíma. Í eina ögurstund... einn dropa í tímans ólgusjó, varð ég ótrúlega ánægð. "Arnold Swarchenegger" nafnið flashaði á skjánum og ég sá the Governator of California labba inn í atriðið. Svo var fótunum kippt undan mér aftur.

Hvaða FÁVITA datt í hug að sýna "Junior" í kvöld? Þetta er bara illa gert.

1.2.07

Úhúhú!

Hey! Ég er efst

P.s. sá íkorna aftur

Live, frá skrifstofunni minni!

Ég er ekki komin með virðulega skrifstofu tölvu, svo ég er bara að vesenast með lappann minn, hana Petru núna. Ég er búin að vera að reyna að sitja fyrir kerfisstjóranum í þessari byggingu til þess að grátbiðja hann um tölvu og notendanafn/lykilorð og að virkja aðgangskortið mitt, en hann er 2 hæðum fyrir ofan mína hæð svo það hefur reynst erfitt.

Síðan ég kom höfum við Ola hinsvegar tekið okkur til og fundið fínna lyklaborð handa mér og virðulegar skrifstofu-skúffur sem við færðum að skrifborðinu mínu. Það var tómur sígarettupakki í einni skúffunni, svo ég er pottþétt að einhver hefur verið að reykja í laumi ofan í skúffuna með handviftu, munnsprey og lyktarúða til þess að fela ummerkin. Aumingja skúffurnar. Vonandi eru þær ekki of illa farnar af óbeinum reykingum.

Ég er búin að vera að íhuga hvernig ég get gert vinnusvæðið mitt aðeins skemmtilegra. Styttur/blóm/sniðugir hlutir/Útprentaðar myndir til að festa á blaðafestitöfluna mína. Einhverjar hugmyndir? Skyndilega langar mig mikið til að panta Cubes..