18.1.07

Mæling á hversu góður matur er..

Jón: Ég vildi að það væri til leið til þess að mæla hversu góður matur er.
Grettir: En það er til! Það heitir "kaloríur".

Verst að þessi stuðull virkar ekki alltaf. T.d. er ferskur ananas temmilega kaloríusnauður, á meðan að viðbjóðslegu, djúpsteiktu rauðsprettuflökin sem eru ennþá með roði þegar þeim er velt upp úr raspi, og Danir reyna að selja sem mat, skora hinsvegar hátt á kaloríustuðlinum.

Ég er komin með aðra mælieiningu sem virkar fyrir vissar týpur af mat, en alls ekki allar. Hún heitir hvítlauksrif pr. 100 grömm.

Engin ummæli: