31.1.07

Með lokuð augun

Í gær, áður en ég fór að sofa ákvað ég að gera allan fyrir svefn pósessinn minn með lokuð augun. Ég lokaði augunum inni í stofu og labbaði inn á sturtuherbergi (ekkert bað þar, þannig það getur ekki verið baðherbergi). Ég pissaði, sturtaði niður, þvoði mér um hendurnar, tannburstaði mig (með réttum tannbursta í þokkabót. Einars var blautur því hann var nýbúinn að bursta), fór og sótti make-up remover klút inn í skáp og þreif af mér maskarann, henti honum í ruslið, þvoði á mér andlitið, setti á mig næturkrem, labbaði inn í eldhús, hellti vatn í glas og drakk og fyllti á vatnsflösku og setti inn í ísskáp. Svo labbaði ég frá eldhúsinu og inn í herbergi.

Það kom mér mest að óvart að ég hélt að eldhúsið væri lengra, svo ég var komin út í enda áður en ég vissi af, annars gekk þetta bara ágætlega. Ég býð samt ekki í að taka mér til hádegismat eða eitthvað blindandi.

Engin ummæli: