5.1.07

Heimilisfræði

Þessa vikuna hefur Einar verið heimavinnandi húsfaðir. Hann er ekki í janúar kúrsi (3ja vikna kúrs í janúar) eins og ég, svo hann heldur sig heimafyrir, klappar þvottavélinni og sér um innkaupin. Aldeilis lúxus.

Talandi um lúxus.... við keyptum afskaplega veglega asíska matreiðslubók. Henni er skipt í kafla eftir löndum (Kína, Indónesía, Singapore & Malaysia, Filipseyjar, Tæland, Laos & Kambódía, Víetnam, Kórea, Japan, Indland & Pakistan, Burma og Sri Lanka). Það hefur bara verið sökum geypilegrar sjálfstjórnar á minni hálfu að ég hef ekki étið myndirnar í bókinni ennþá, þær eru allar svo girnó.

Í kvöld gerði ég wok kjúklingarétt frá Vietnam og hann var svoooo góður. Þessi bók er að kenna mér að nota öll hráefnin sem hanga alltaf á asísku hillunum í búðum, sem ég hef hingað til ekki einu sinni þorað að brosa til. Lifi ljósið!

Engin ummæli: