20.1.07

Glæsilegustu konur heims!

1. sæti


Hún Mary, krónprinsessa dana, var valin glæsilegasta kona heims að mati lesenda breska blaðsins hello. Hún er stórglæsileg kona og alltaf vel til höfð og sæt. Það geislar alveg af henni og ég er viss um að danir séu alveg að pissa í sig af stolti núna. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Mary.


2. sæti


Það rignir nú samt smá á þessa skrúðgöngu, þar sem að blessunin hún Britney Spears var í 2. sæti, og hún hefur sko ekki elst vel. Meðfylgjandi eru nokkrar nýlegar myndir af henni Britney. Persónulega finnst mér hún ekki vera alveg eins glæsileg..

Engin ummæli: