21.1.07

Öfund!

Ég veit að það er dauðasynd í 24 ríkjum í Bandaríkjunum að borða brauð svona seint, en ég bjó mér til samloku rétt í þessu. Ég er hvort eð er ekkert í Bandaríkjunum. Þetta var yndisleg samloka með osti, tómat, lauk, salsasósu og kryddi. Hún var formönnuð akkúrat rétt. Einar reyndi að neita því, en ég veit alveg að hann þjáðist að samlokuöfund á háu stigi. Afneytun er ljótur hlutur!

Engin ummæli: