10.1.07

Flapsflaps!

Ég er með rosaleg hælsæri. Reyndar eru þau svo stór að ég veit ekki hvort ég sé með þau eða þau séu með mig. Ég er farin að hallast að því síðarnefnda. Ég fékk mér nefnilega fallegustu kuldastígvél í heimi á öndvegisútsölu. Þau eru eins og há, flatbotna pæjustígvéli úr rúskini, nema hlý. Ég ætlaði sko aldeilis að labba þau til fyrir allt labbið í Berlín eftir 2 vikur, en svo voru það bara þau sem gengu næstum því að hælunum á mér dauðum. Aldrei læri ég að splæsa á mig hælsærisplástrum ÁÐUR en ég geng til skó.

Ég er sem sagt ekki með húð lengur á hælunum. Bara partýblöðrur og húðflapsa. Flapsflaps. Ég geri ekki aðra atlögu að því að ganga eða tala þessi stígvél til fyrr en húðin hefur snúið aftur. Dauð eða lifandi.

Engin ummæli: