26.12.07

Om nom.. nom

Jæja, þá eru þessi helstu jóladagar að baki og stelpan ekki ósvipuð þorni í laginu sökum water-weight frá söltum og reyktum mat. En mikið er hann nú góður, helvítið á honum.

18.12.07

Flutt til Íslands

Jæja, þá er ég flutt til Íslandsins eina aftur. Eða sko, ég er flutt, en ekki allt dótið mitt. Reyndar spurði vörpulegur tollskoðari okkur bænarí hvort við værum með búslóð vegna þess að við vorum með þrjár töskur og allar við það að springa á saumunum. Jánei venur.

Núna er kominn tími hjá mér til þess að finna bíl og vinnu og svo á endanum að finna íbúð sem er drottningu sæmandi. Nýtt kastalaútibú. Fyrst þarf ég samt að vinna í nokkra mánuði svo ég fái eitthvað guðsvoðað greiðslumat, þannig að Óskin sín er bara hjá ma og pa núna.

Við fórum og skoðuðum bíla í gær og í dag. Litla bíla sem eru svo litlir að ég get sett þá ofan í töskuna mína ef ég finn ekki stæði. Margir bílasalar eru áhugalausir og leiðinlegir og eru örugglega að spila minesweeper á meðan verið er að reyna að tala við þá. Toyota maðurinn var samt fínn. Áfram Toyota maðurinn!

9.12.07

Heimaframleiðslustelpó!

Var að búa til glæsifínar snyrtivörur fyrir almennilegt stelpó. Sjá mynd hér. Vá hvað ég er Martha Stewart.

5.12.07

Á ég að taka þessu persónulega?

Ég fór út í búð áðan til þess að kaupa drykki og afgreiðslukonan lét mig fá þrjá ókeypis smokka með kaupunum. Þetta hefði svo sem ekkert undrað mig, hefði það ekki verið fyrir þær sakir að konan á undan mér fékk enga smokka og heldur ekki maðurinn sem var á eftir mér í röðinni. Nú leikur mér forvitni á að vita hvers vegna ég varð fyrir valinu. Lít ég út fyrir að vera manneskja sem hefur ekki vit á því að kaupa svona sjálf? Hmm ha?

Mér er skapi næst að marsera aftur í búðina og segja hátt og snjallt við afgreiðslukvendið: Hvorfor fik jeg kondomer og ikke de andre? Er det fordi jeg er fra Island? Hmmm?

27.11.07

Frábær strákur!

Þessi gaur er æði! Ef ég væri 12 eða 13 ára væri ég rosalega skotin í honum.

26.11.07

The Colden Compass

Í síðustu viku kláraði ég síðustu bókina í "His dark materials" seríunni. Núna hlakka ég voðalega mikið til að sjá þessa mynd.

21.11.07

Er heimsendir nærri?

Ég veit ekki hvernig þetta virkar í öllum trúarbrögðum og ég tók eftir því að úlfur hefur ekki ennþá borðað sólina, svo hugsanlega er þetta allt í góðu. Málið er sem sagt, að í síðustu tvö skipti sem ég hef brotið egg, hefur eggið verið með tveimur rauðum en ekki einni. Þetta fær mig til að gapa eins og tannsi sé með borinn í annari og reikning fyrir næstu jeppa afborgun í hinni. Áður en þessi vika valhoppaði í tilveruna eins og gamla frænkan mín hún Ingiborg, sem sveiflar töskunni sinni þegar hún gengur niður á torg, hafði ég aldrei séð svona fyrirbæri áður. Hvað þá að lenda á tveimur eggjum í röð með tvíbura rauðum.

Ég var sem sagt að baka smákökur áðan þegar tvíbura rauða nr. 2 (híhíh. nr. 2) heilsaði upp á mig. Ekkert sem kallar inn jólavertíðina eins og hörð fita, hvítt hveiti og sykur.

14.11.07

Almennilegar burtreiðar!

Hér!

Mér er kalt á tásunum

Og það er kalt úti. Alltaf þegar það er skítkalt hérna í Danmörkunni velti ég því fyrir mér af hverju Íslandið heitir það sem það heitir. Ekki það að það sé ekki oft skítkalt þar líka. Tásufrjósandi kalt. Kannski að munurinn sé sá að hérna eru þeir ekki að splæsa í ofna á hvern einasta vegg sem kona labbar framhjá. Þeir eiga nefnilega ekki svona gott heitt vatn eins og við. Ekta ÍSLENSKT vatn. Smjör. Whatever.

9.11.07

Komin heim á heiðarsléttuna. Engir dalir í Danmörku. Eða ekki margir allavega

Langur tími ekkert skrifað! Ég er sem sagt komin aftur heim frá heima. Eða eitthvað svoleiðis. Heim í Danmörku eftir að hafa verið heima á Íslandi. Það var algjör snilld. Við hittum svo mikið af fólki að það er ekki hægt að telja það. Ég held að það sé óteljandi. Samt ekki, því ef við hefðum hitt eina manneskju í viðbót þá hefðu það verið óteljandi og ein og það er víst ekki til. Við höfum liklega hitt óteljandi mínus eina manneskju. Hmm. Virkar ekki heldur. *hóst*

Aaaanywho. Ég borðaði subway (mmm), Indoókina (mmm) og Serranos (sem voru reyndar smá vonbrigði). Svo fékk ég fisk og lambakjöt og.. og.. Já.

Þegar við vorum að valhoppa, hress og kát í gegnum Leifstöð eftir að hafa lent á Íslandi, þá sáum við fleiri löggur en ég hafði nokkurn tímann séð saman komnar fyrir utan í sjónvarpinu. Þar var meira að segja lögguhundur sem þefaði vinalega að mér. Ókay, ekki vinalega.. vinnulega! Hann var í vinnunni og var að leita að dópi held ég. Eða síðustu spægjupylsunum sem hann má gera upptækar áður en það má flytja þær inn algjörlega löglega. Svo var öllum smalað í vegabréfseftirlit og einum manni kippt út úr röðinni eftir að hafa flassað sínum skjölum frá vítisenglaborg. Ég held að vegabréfseftirlitskvennsan hafi ekki einu sinni glansað augunum í áttina að 18 ára versioninu af mér á vegabréfinu eftir að hafa séð að ég kom frá Íslandi.

31.10.07

Tölvunördakort

Ég var að koma úr klippingu. Ég fer ekkert voðalega oft vegna þess að ég er með mjög sítt hár sem er ekkert horror þó það sé ekki klippt í hverjum mánuði og svo kostar það voðalega marga peninga. Síðast en ekki síst, þá alltaf þegar ég fer í klippingu þá þarf ég að svara einhverjum spurningum sem ég hef ekki hundsvit á. "Viltu strípur eða heillitun?", "Hvaða liti viltu hafa? Einn eða tvo?", "Hvernig viltu að ég klippi þig?" Hvernig í alle verden á ég að vita svarið við þessu öllu saman? Yfirleitt langar mér að segja: Heyrðu sko vinan! Þú fórst í skóla til þess að læra þetta! Af hverju ertu að spyrja MIG?

Mér vantar alvarlega að geta farið einhvert og sýnt útskrifaskírteinið mitt og fengið í staðinn stimplað og vottað kort sem ég get gengið með á mér sem segir að ég sé langskólagengið tölvunörd. Það myndi ég vilja sýna t.d. á klippistofum svo manneskjan segi: Óóóó, sestu hérna vinan. Ég skal sjá um þetta allt fyrir þig. Þú ert með svona andlitsfall, svo þessi klipping væri best og miðað við þinn húðlit og þessa árstíð er best að skella svona liti í þig. Hérna er Lukku Láka bók því ég veit þér langar ekkert að Séð og Heyrt eða Fréttir af dönsku kóngafólki.

Ahhh. A girl can dream!

30.10.07

Úúúúlpan mín.. öööööh

Við fórum í gær að versla smá föt. Mér finnst það leiðinlegt. Mitt vandamál er að ég er alltaf búin að sjá það fyrir í hausnum á mér hvað mér langar í og svo ramba ég á milli búða leitandi að nákvæmlega þeirri flík sem ég hef búið til í hausnum á mér og finn hvergi. Eins og zombie leitandi að heila til þess að borða í fegurðarsamkeppnisbúningsherbergi (vaðlaheiða..). Í þetta sinnið vantaði mér einhverja hlýja úlpu/jakka fyrir veturinn. Ég var löngu búin að gefast upp en Einar sinn dróg mig í hverja búðina á fætur annari í Fields þangað til að ég fann eina sem ég fíla bara aldeilis ágætlega. Hún er líka með hettu. Ég held ég hafi ekki átt úlpu með hettu síðan ég var í grunnskóla. Vei! Núna get ég verið hómí.

28.10.07

Þar sem Hamlet bjó

Við fórum og skoðuðum heimilið hans Hamlets. Þessi kastali er í Helsingør.


27.10.07

Ég á Flickr síðu!

Einar sinn var svo sætur að gefa mér myndavél í afmælisgjöf. Ég hef aldrei átt almennilega digital vél áður. Ég rauk til og bjó til Flickr síðu. Núna eru bara myndir þarna frá ferðinni okkar til Odense í dag. Vhúhú.

26.10.07

Íslandið eina

Við erum að fara til Íslands í næstu viku! Veiii! Mér finnst það svo æðislega gaman að áðan söng ég "Ísland er land þitt" fullum hálsi með tárin í augunum. Æi já. Ísland í huga þér hvar sem þú ferð. Ég er svo blind haugafull af ættjarðarstolti núna að ég gæti skellt mér í lundamynstruð lopaföt og étið harðfisk og hangikjöt án þess að blikna! Með ÍSLENSKU smjöri (gamalt fólk finnur sig alltaf knúið til að taka fram að smjör sé íslenskt. Ég er að prufa að færa ættjarðarstoldið út í mjólkurvörurnar, en ég held að það sé ekki gæfulegt þar sem ég kann barasta betur við þær dönsku. Úff. Núna missti ég ættjarðarprik held ég. Ísland í vonanna birtu þú sérð). Ég hlakka til. Fullt.

Ég hlakka til eins mikið og trekkari í svefnpoka fyrir utan kvimyndahús, aðeins 2 dögum fyrir frumsýningu. Íslenska moldin er lífið þér gaf. Ég ætla að hitta alla og gera allt og sjá allt og fara allt og borða subway. Ekta ÍSLENSKAN subway. Nei, svei mér þá að matasnobbið virkar ekki fyrir subway.

Hvað um það.

Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf!

Ég fór, ég gerði, ég var..

Sá Stardust. Mesta Óskar-mynd sem ég hef séð lengi. Það voru nornir og annar heimur og og og... allt! Mér fannst hún voðalega skemmtileg.

Fór á Muse tónleika. Þeir voru aMUSEing. Hahah.. úff hvað ég er fyndin. Án gríns, þá voru þeir magnaðir og showið í kringum þá var geðveikt.

Eyddi heilum degi með honum Maddlú því hann var að millilenda frá Austurríki á leið til Íslands. Vííí!

Lét undan þrýstingi og skráði mig á facebook.

24.10.07

Svarthöfði var með dulinn hæfileikaEdit: Annað video því ég kunni ekki við að búa til 2 youtube pósta í röð

Haldiði ekki að þessi stelpa hafi rústað fegurðarsamkeppninni með þetta hæfileika atriði?

22.10.07

Veiiii ég!

Planið var að ég myndi sofa út, þar sem að Einar þarf að fara upp í skóla fyrir hádegi og ég er ponsu lasin. Eða sko. Get ekki sagt n og m almennilega. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég hef skemmt mér við að segja "phenominon" (dúdúúúú dúrúrú. Phenomenon.. dúdúrrúúdú) í gær og í fyrra dag.

Allavegana. Ég á afmæli í dag!!! (þetta átti alveg þrjú upphrópunamerki skilið), svo að þegar Einar sinn kyssti mig bless og sagði "til hamingju með afmælið þitt", þá bara vaknaði ég. Núna er ég ein heima með kvef en finnst samt ógeðslega gaman. Ég á nefnilega þennan dag alveg sjálf (eða sko. Ég og Brian Boitano, sem er allt í lagi því að hann býr í útlöndum og hann er líka töffari). Mér finnst það alltaf hálf skrítið að það sé fólk þarna úti sem finnst 22. október ekkert merkilegur. Sem er ekki ánægt þegar það séð 22.10 sem síðasta söludag á mjólkurfernum eða þegar eitthvað í bíómyndum gerist 22. október.

Ég er að fara í afmælissturtu og svo ætla ég að fá mér afmælishafragraut. Á eftir, þá opna ég afmælispakka og baka kannski afmælisköku. Afmælisvei!

21.10.07

Munið þið eftir Seymore og Pepe?

Hvernig meikar þetta sense?

Ég get ekki sofið því að ég er svo voðalega stífluð í nefinu. Ég sit og snýti mér á mínútu fresti og ég bara skil ekki hvaðan allt þetta hor kemur. Ég fatta ekki hvernig er pláss fyrir þetta allt saman í hausnum á mér. Ég held ég sé komin út í heilaparta núna.

16.10.07

Mesta flash-back.. EVAH!

Munið þið eftir þessu opnunarlagi?? Ég man þvílíkt eftir þessu. AAAaaaa-aaaaaaaa...

12.10.07

Moggablogg

Alveg gæti ég gubbað á það. Ég veit að það er frekar asnalegt að tuða yfir fólki sem tuðar, but there you go. Vandamálið er sem sagt að allir eru með skoðanir og margar þeirra heimskulegar. Fólk finnur yfirleitt frekar hjá sér þörf til þess að tala um neikvæða hluti heldur en jákvæða, þannig að það sem þessi moggablogg gera eru að við hverja frétt er tengt heimskulegt og neikvætt tuð frá allskonar fólki.

Auðvitað á fólk rétt á sínum heimskulegu skoðunum, en það pirrar mig endalaust að það sé verið að smyrja þeim á aumingjans moggafréttirnar. Kannski er það forvitni minni um að kenna að ég sé stundum áhugaverða moggabloggfyrirsögn við hliðina á einhverri frétt og smelli á hana. Svo sé ég yfirleitt ofboðslega mikið eftir því, þar sem að 5 mínútum seinna þegar ég er búin að lesa ósköpin er ég súrari og örugglega vitlausari en ég var áður. Svo eru það moggabloggs-hithórurnar sem setja inn eina eða tvær línur um hverja einustu skrambans frétt sem er nokkurntímann skrifuð og sannfæra sig svo um að heimsóknirnar komi til vegna þess að þær séu svo voðalega áhugaverðar og skemmtilegar.

Æi. Fólk. Ég man t.d. einu sinni eftir því að hafa lesið frétt um það að heilbrigðisráðherra ætlaði að veita 150 milljónum til barna og unglinga með geðraskanir. Auðvitað er þetta ekkert voðalega mikið, en hvert einasta moggablogggreyj (3 g í röð. Kuúúl) var við það að kúka í buxurnar og sagði að þetta væri móðgun og whatnot. Það var eins og það hefði verið betra hefði engum peningum verið lofað yfir höfuð. Hvað með eitthvað eins og "Já, þetta er góð byrjun, en vonandi verður meiri peningum veitt..."?

Helvítis moggablogg.

9.10.07

Hlutir til þess að gera með hárbandi kl. 3 um morguninn þegar tannburstinn þinn er einmana


Látið mig vera. Ég var búin að vera vakandi í 22 tíma! Smella á myndina til að sjá stærri upplausn.P.s. Ef þið hafið áhyggjur af tískumeðvitund minni þá er ég í honum grísla. Hann er heimakjóll :oP

UPDATE: Gleymdi 2 myndum. Bætti þeim við :oP

8.10.07

Tannburstinn minn er einmana

Ég var að kveðja Einarinn minn rétt í þessu. Hann er að fara til Osló á tölvuráðstefnu þar sem að hann mun vera með fyrirlestur og allt. Geðveikt fullorðinn. Hann kemur ekki aftur fyrr en á miðvikudagskvöldið. Ég er al-óskin heima (hmm. Virkar betur sem al-einar. Svindl!). Tannburstinn minn er svo voðalega einn í glasinu sínu. Sniffsniff.

5.10.07

Tobias Fünke og Prófessor Vandráður

Ef kona myndi taka mismunandi element frá hvorum og einum og púsla saman og ala svo viðkomandi upp í Þýskalandi, þá myndi útkoman vera kennarinn í kúrsinum sem ég er að dæmatímakennarast í.

29.9.07

Danir að gera góða hluti í enskunni eins og alltaf..

Reyndar átti þetta að vera "Ósanngjarn afmælisdagur - Svo ódýr að samkeppnisaðilarnir gráta". En ég verð samt að segja að "UNFAIR PRIS" út um allan bækling er ekki að gera það fyrir mig.

Kennarasleikja!

Hahhahahaha.. Ég er svo fyndin

Laugardagslesningin

Danir kunna sko að ganga á nytjaskógana. Við eigum ekkert í þá ruslpóstlega séð!

24.9.07

Útlönd

Ég er búin að vera að skoða flug og svona síðustu daga í leit að skemmtilegri "útskrifaferð" fyrir okkur Einar. Hingað til hef ég ekki fundið neitt sem ég hef tímt að panta. Ég er að spá í að reyna að bíða og sjá hvort Sterling sendi mér einhver tilboð í pósti eins og þeir gera stundum. Hverjum ætli ég þurfi að hóta til þess að ég fái áhugavert tilboð í pósti frá Sterling..? Hugmyndir?

21.9.07

MEISTARI!! Ósk

Það er ég! Eða.. ég á eftir að fá sent skírteinið mitt, en ég er búin! Vihíhíhíhíh!!!

16.9.07

Í gær borðaði ég emúa, í dag reyndi emúi að borða mig... eða appelsínusafann minn. Ég er ekki viss hvort..

Foreldrar hans Einars eru í heimsókn. Í gær buðu þau okkur út að borða á Reef 'n' beef. Ég fékk mér emúa. Það er ekki það sama og þunglyndu unglingarnir sem nota of mikinn augnblýant, það eru emóar með ói. Emúi er fugl, en hann er eins og nautakjöt á bragðið. Kolruglaður.

Í dag fórum við í dýragarðinn. Ég hef alltaf kunnað sérstaklega vel við llama dýr. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að þau eru skemmtileg í laginu, út af "The Emperors New Groove", út af the llama song eða vegna þess að llama byrjar á tveimur l-um og það er gaman að skrifa það. Allavegna, llamadýrin deila útisvæðinu sínu með emúum. Þegar ég stóð og var að dáðst að llama dýrunum kemur emúi labbandi í áttina að mér og alveg upp að lága grindverkinu sem ég stóð upp við. Allt í einu tekur kvikyndið sig til og hoppar hátt upp í loftið og smellir gogginum í áttina að mér. Hefði ég ekki bakkað hefði hann náð mér. Eða appelsínusafanum. Eins og ég segi, ég er ekki viss um hvort hann vildi. Ekki hlægja! Það sem hann skortir í tannadeildinni bætir hann sko alveg upp í goggasmellideildinni.

Ætli hann hafi vitað að ég hafi borðað ættingja hans í gær? Ég vona ekki! Örugglega ekki! Finnst ykkur að ég ætti að senda kort til hans? "Fyrirgefðu að ég borðaði fjölskyldumeðlim þinn, en ef það hjálpar þá var hann rosalega bragðgóður!". Nei annars... emúar kunna örugglega ekkert að lesa. Hmm.. kannski getur llamadýr lesið á kortið fyrir hann.... Hvað finnst ykkur?

15.9.07

I'm turned on!

Þetta sagði ég við hópinn sem ég er að kenna í gær. Geðveikt smooth. Ég var sem sagt að tala um skilaboð og samskiptaleiðar og eitthvað í kerfi sem þau eiga að búa til og sagði:

Then the switch sends a message saying "I'm turned on".

Switched on Ósk.. SWITCHED on. Allir gaurarnir hlógu sig hása. "You're what Ósk? You're turned on..?" Hahahah. Smá klúður.

10.9.07

Á þessum degi fyrir..

..28 árum fæddist uppáhalds kærastinn minn í öllum heila heiminum!!

..27 árum fæddist uppáhalds bróðir minn í öllum heila heiminum!!

..30 árum var síðasta aftakan með fallöxi í Frakklandi! (takk wikipedia)

5.9.07

CAT

I'm a kitty cat, and I dance, dance, dance and I dance, dance, dance...

3.9.07

Blá fata?

Allavega ekki síðra!

Vitiði hvað hvað hvað??

Ég er búin að skila ritgerðinni minni! Jeiiiij :oD! Verst að þetta er hálf anti-climatic. Ég er búin að vera með samviskubit í 40 mínútur yfir því að vera ekki að læra. Það tekur örugglega nokkra daga að ná mer niður.

31.8.07

Mín bara komin með vinnu!

Við Einar verðum hérna í Danmörku allavega fram að jólum og svo kemur í ljós hvort við flytjum heim. Ég skila ritgerðinni minni á mánudaginn og byrja í vinnunni minni, sem svo heppilega vill til að er akkúrat fram í desember, á þriðjudaginn. Einar er í sömu vinnu meira að segja. Stuð! Og hún er í DTU svo ég þarf ekki að læra á nýja strætóa.

Ég er að fara að "kenna". Eða, þið vitið, ég verð að fylgjast með einhverjum hóp (9 stk) af mastersnemum sem eru að böglast við að þróa og forrita til einhver case-tól og pota þeim öðru hvoru í rétta átt ef þeir eru að keyra út í skurð og svona.

29.8.07

Undarlegt

Thesis-ið (ritgerð er einhvern veginn ekki það sama..) mitt er komið upp í 85 blaðsíður af texta, en ég er ekki búin að skrifa allt samt. Það á að vera á milli 80 - 100 og svo rest í appendix. Mér finnst magnað að ég hafi geta skrifað þetta án þess að hafa neina tilfinningu fyrir því hvað á heima í svona pappír.

Ég er alveg búin að komast að því að námið mitt í HR gerði mig miklu undirbúnari fyrir allt námið hérna í DTU en c.a. allir aðrir sem ég hef hitt voru, NEMA að þessu leiti. Ég kann bara ekki shift að skrifa vísindalega papera. Auðvitað kann ég að skrifa texta og nota tilvísanir á réttan hátt og allt það... en ég hef bara enga tilfinningu fyrir því hvað ég á að fara í mikil smáatriði, hvað ég á að einbeita mér að og þannig. Mér finnst mikið af þessu liggja beint við, en það er víst ekki nóg að þetta liggi beint við MÉR. Ég hef skrifað billjón hönnunarskjöl og þannig vesen en þetta er bara svo allt annað mál að það er ekki fyndið. Oh well. Á mánudaginn hætti ég að vera "out of my element" :o)

25.8.07

Ég heyri mig fitna..

Ég ligg uppi í rúmi með lappann minn og skrifa ritgerðina mína á meðan ég hakka í mig nammi. Síðustu daga (og næstu viku) hef ég ekki hreyft á mér rassgatið nema rétt til að fara út í búð. Mikið kvíður mér fyrir að taka ástandsmælingu og sparka í dekkin á mér eftir ritgerðaskil...

23.8.07

Door-to-door aithism

Gaur hefnir sín á mormónum fyrir að banka upp á hjá honum á laugardagsmorgnum.

18.8.07

FAIL

Bangsaknús og illa fenginn maskari

Við fórum að veiða í soðið úti í maddlinu okkar, vopnuð dankorti og bakpokum. Inni í storcenterinu rákumst við á ansi hávaxin skógarbjörn í rauðum bol og með glæsilega derhúfu, ekki ósvipaðum einkennisbangsanum úr build a bear. Hann gerði sér lítið fyrir og breiddi út hrammana og skellti á mig risa stóru bangsaknúsi og öðru eins á hann Einar.

Það ættu allir að fá að minnsta kosti eitt bangsaknús á viku. Léttir lund og hnykklæknar bak!

Annars er ég með svo mikið samviskubit núna að ég er alveg að fara að pissa í buxurnar. Eh. Pilsið. Ég hélt ég hefði fjárfest í maskara og þegar ég ætlaði að taka mig til og skrifa hann á budgetið, þá vantaði hann á kvittunina. Kassastarfsunglingurinn hefur bara skutlað honum í gegn án þess að skanna :oS Ég er að melta hvort ég eigi að láta vita næst þegar ég fer út í búð. Eins og Vala segir, þá á ég eftir að heyra "not mine, not mine" þegar ég blikka augunum.........

15.8.07

Veiiii hvað ég á fínt! VEIII

Amazon vinur minn var að heilsa upp á mig, hress og kátur með Nanny Ogg's Cookbook í mallanum. Það verður æsispennandi að sjá hvaða vandræði við getum bakað saman. Eða eldað.

14.8.07

Það er aldeilis ástandið á konu!

Ég vaknaði kl. 6 í morgun til þess að pissa og gat ekki sofnað aftur vegna þess að ég var svo stressuð. Þannig aaað ég fór að læra. Ég er ennþá að læra og klukkan er 23:15. Alveg finnst mér magnað að ég sé ekki komin með magasár. Ég er samt alveg nokkuð viss um að ég myndi ná þessum skramba þó ég myndi bara skila dótinu inn í því ástandi sem það er núna, en það virðist ekki stöðva mig.

Oh well. Ég skila þessu verkefni í lok mánaðarins. Þá get ég farið að stressa mig á vörninni í staðinn. Vúhú.

10.8.07

Brjáluð vísindakona... aftur

Í dag, á meðan ég var að borða morgunmatinn minn yfir vaskinum (nýlega hef ég fengið þá flugu í hausinn.. nóg af flugum að taka.. að grape skuli borða í morgunmat. Grape er best að borða yfir vaski, úti á svölum, yfir baðkari eða sturtubotni, eða yfir annara manna húsgögnum) gerði mér grein fyrir því, að þó svo ég noti brauðvélina mína að minnsta kosti 1x í viku, þá hafi ég aldrei prufað kökustyllinguna.

Flugan nagaði mig svo fram eftir degi og í kringum eitt leitið var komin önnur staðgengilsflugan þar sem sú fyrsta hafði drukknað í blóði og fluga 2 sprungið eftir að hafa óvart gleypt eitthvað eins og hálfan handlegg.

Ég ákvað að láta segjast og prufa. Frankenósk tók sig til og útbjó uppskrift af gulrótaköku sem er ekki með sykri, smjöri eða olíu og er búin til úr spelti.

It's ahllililiiiiiiiihhhveeee! Eða. Þið vitið. Ish. Miðað við alla þessa óvissufactora kom hún allavega afskaplega vel út!

Flugur og önnur illflugi

Í gærkvöldi sátum við úti á svölum og spiluðum póker. Í dag er íbúðin gersamlega stútfull af flugum, fiðrildum og öðrum kvikyndum með vængi. Þær elta mig út um alla íbúð, reyna að labba á matnum mínum og ein ákvað áðan að hausinn á mér væri með sitt eigið "gravitational pull" og hringsólaði í kringum hann í daggóðan tíma þangað til að ég greip til ofbeldis.

Note to self: Loka svalarhurðunum veeeeeel næst

8.8.07

Spurning..

Hver lokar strætóhurðinni þegar strætóbílstjórinn fer út á kvöldin? Og hvernig opnast hún aftur?

5.8.07

Simpsons the movie

Við skelltum okkur á hana í bíó og notuðum til þess miða sem ég fékk fríkeypis fyrir að svara einhverri kvikmyndakönnun. Gott það. Allavegana, núna langar mér bara að vita hvort typpið á Bart verði blurrað þegar myndin verður sýnd í ammmrísku sjónvarpi!

Í tilefni gærdagsins..

..skelltum við okkur út að borða. Eftir talsverða leit að veitingastað fundum við einn sem bauð upp á geeeeðveikt góðar nautasteikur, almennilegt andrúmsloft og snillar eftirrétt. Það virðist vera all the rage núna hjá þessum fínu veitingastöðum í Danmörku að bjóða upp á milli 5 - 12 pínulitla rétti sem innihalda hluti eins og eitthvað sem ég kann ekki að bera fram í ætiþyrslasósu, kalda gúrkusúpu og allskonar parta af dýrum sem eru öldungis hlessa yfir að vera matreiddir, hvað þá á stað með micheline stjörnu eða með meðlæti sem virðist hafa verið dregið að handahófi upp úr stórum potti með öllum mögulegum hlutum í heiminum.

Við förum aldrei fínt út að borða, svo við vorum ekki tilbúin til þess að blæða námslánunum í svona framúrstefnulega hluti. Þessvegna leitumst við helst til að aðalrétti gerðum úr einum af þessum betri vöðvum af nauti eða sambærilegu dýri. Hereford er náttúrulega með ágætis steikur, en þar er andrúmsloftið eins og á Hard-Rock.

Okkar matur var sem sagt algjör snilld. Við keyptum meira að segja nokkuð velmegunarlega rauðvínsflösku og allt.

Hérna er ég eins og þvottabjörn, tilbúin fyrir útaborðið


Hérna er Einar voða sætur á vetingastaðnum

4.8.07

Ammli! Veiiii!

Ég og Einar erum búin að vera tjærustupar í 4 ár. Það er eins og heilt kjörtímabil eða eitthvað.

30.7.07

Reynslan hefur kennt mér..

..að svara aldrei ókunnugu fólki á netinu sem sendir mér tölvupóst eða annarskonar skilaboð sem inniheldur m.a. :

r eða u í skiptum fyrir orð:
- Dæmi: How r u?

da í skiptum fyrir "the"
- Dæmi: r u in da window

2 eða 4 í skiptum fyrir orð:
- Dæmi: r u gonna go 2 da store 4 me?

Geðveikislegt magn af upphrópunamerkjum eða spurningamerkjum ("multiple exclamation marks are a sure sign of a sick mind")
- Dæmi: r u gonna go 2 da store 4 me?!!!!????!!!!!!!!!!!!!

Of mikið af lame-o styttingum eins og "lol", "rofl", "lmao" o.s.frv.
- Dæmi: omg lol ttly kewl!!! r u gonna go 2 da store 4 me?!!!!????!!!!!!!!!!!!!

Broskalla í staðinn fyrir punkta, kommur eða orðasamhengi
- Dæmi: It was da best of times :D:D:D:D it was da worst of times :(:S:S:/:(:'( it was da age of foolishness :P:P:P it was da epoch of belief (6)(A) !!!!!!!!!!!!!

Eina af 99.9995% af hvaða hreyfimyndum sem kunna að finnast úti í hinum stóra heimi
- Dæmi: Útskýrir sig sjálft

Sweety/baby/babe/cutey/o.s.frv..
- Dæmi: Útskýrir sig líka sjálft

Tilvitnanir í trú eða guði
- Dæmi: Legg ekki í það

29.7.07

Orsök og afleiðing?

Hér er grein um kisu sem býr á hjúkrunarheimili og getur spáð fyrir um dauða fólks.

Dettur engum í hug að kötturinn kunni að hafa eitthvað með málið að gera? "Þú hefur stigið á rófuna á mér í síðasta skipti.... eða eitthvað".

27.7.07

Dr. Óskenstein

Skæri! - *Skæri*
Sprettuhníf! - *Sprettuhnífur*
Saumavél! - *Saumavél*
Enni! - *Þurrka svita af enni*
Nál og tvinna! - *Nál og tvinni*

IT'S ALIIIIIHHHHIIIIHIIIIVE!!

Ég hef útbúið bakpoka sem er settur saman úr tveimur bakpokalíkum. Hann hefur styrki beggja og veikleika hvorugs! Muahahahahahhahahaw!

Hey! Haldiði kjafti! Einhverstaðar verður brjáluð vísindakona að byrja..

23.7.07

Hættan er liðin hjá

Ég er búin að klára bókina. Ég get aftur gengið um veröld internetsins án þess að hafa áhyggjur af grimmum spoiler úlfum!

Þori ekki á netið

Svona ykkur að segja, þá þori ég ekki mikið að vera á netinu nema til þess að googla forritunartengt dót og annað lokaverkefnis stuff. Ég er svo hrædd um að sjá óvart hvað gerist í Potternum ;o)

16.7.07

Vatnari

Blessuð sólin mundi allt í einu eftir því að hún ætti sér tilveru og fór að skína. Ekki nóg með það, heldur mundi hún eftir því yfir heila helgi og það sem af er þessum mánudegi. Það gerist ekki oft! Allavega finnst konu það aldrei gerast um helgar.

Veðrið er beiiijútífúl og við skelltum okkur meira að segja í bátsferð um vötnin hérna í Lyngby í gær og í nokkra göngutúra í gær og fyrradag. Hvað ætli maður kalli annars sjóara sem siglir á vatni? Vatnara? Æ, ég veit það ekki.

Potterinn var ágætur. Fannst engum öðrum að "the great hall" hefði minnkað svona fjórfallt? Bara spá..

13.7.07

No shit!

Þið segið ekki? Með því að fara meðal ódýra leið (kaupum ferskt hráefni og hollan mat, en í magni og á tilboðum) hérna, þá fáum við svona eins og 4 kvöldmáltíðir fyrir sama verð og ein sambærileg myndi kosta heima á Íslandinu.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég fékk mikið sjokk síðasta sumar þegar ég ætlaði að búa til lasagna og einn pakki af hakki sem var miklu feitara en við kaupum hérna kostaði um 5x meira en ég átti að venjast. Eitthvað segir mér að við þurfum að lifa á ættingjum eða núðlusúpu eftir að við flytjum aftur heim.

Frekar asnalegt að geta leyft sér fínni mat á námslánum í DK...

Pottheadinn

Rétt í þessu var ég að panta bíómiða á Harry Potter 5 (já, miklu sniðugra hjá þeim að kalla þetta bara 5 heldur en Order of the Phoenix) fyrir morgundaginn í gegnum vin minn hann veraldarvef (Völundur veraldarvernadri!!). Hann er frumsýndur í dag hérna í rigningarassgatinu Danmörku sjáið þið til, en var alveg uppselt á allar sýningarnar í bíóinu "okkar", nema þrjár sem höfðu einhver líttspennandi sæti. Ég er of gömul til þess að fara í bíó og sitja í vondum sætum. Ég er orðin virðulegur fullorðin einstaklingur og fullorðnir einstaklingar kúldrast ekki með nefið klest að tjaldinu í 2 og hálfan tíma takkfyrirgóðanótt. Það er einmitt þetta sem pirrar mig alveg óstjórnlega mikið við kvikmyndahús (sjáðu. Fullorðnir einstaklingar segja "kvikmyndahús") á Íslandinu góða. Frjálst sætaval! Urrrr.. Þvílíkur troðningur og frekja og og og.. urrrrrrrr. Hérna, meira að segja á geðveikt stórum sýningum þar sem að öll sæti eru uppbókuð, þá labbar fólkið kurteist og fínt í átt að sætinu sínu og enginn er að ýta eða troðast. Já, þeir kunna þetta þetta í Danmörku. Kannski fengu þeir þetta í skiptum fyrir tónlistasmekk. HAHHAHAAH. Nei djók.

Þegar ég snéri athygli minni að laugardeginum sá ég að öllu sé nú aldeilis tjaldað fyrir Potterinn (Vladimir Pottkoff, eða bara Vladimir, með þykkum, rússneskum hreim, eins og hann hefur verið kallaður á þessu heimili upp á síðkastið. Veit ekki af hverju ég byrjaði á þessu. Það festist svo bara). Öllu tjaldað eins og að annað hvert tjald í bíóinu give or take ætli að sýna hann. Á hverjum sýningatíma var hægt að velja um 3 sali. Ég fann meira að segja sýningar með voða fínum sætum og skellti mér á 2 sæti, snögg eins og blettatígur, móteveruð eins og uppvakningur (zombiear eru kannski vitlausir, en þeir hætta sko aldrei að eltast við heila. Braiiiiinth!!) og þokkafull eins og flóðhestur að gera cannonball.

Ég hlakka til.

11.7.07

Fyndnasta myndin á internetinuÍ alvöru talað! Ég er búin að skoða þessa mynd oft síðustu daga og alltaf endað á því að vera hálf kjökrandi úr hlátri.

9.7.07

Nýtt stuff

Auðvitað á kona ekki að byggja hamingju sína á veraldlegum hlutum (örðum en súrefni og svona augljóslega. Ég væri ekki mjög hamingjusöm ef ég hefði ekkert andrúmsloft), en ég á Black and White II leikinn sem er æði.. og ég uppgvötvaði discworld audiobooks sem er líka æði. Sérstaklega í nýja iPod nanoinum mínum, sem merkilegt nokk....... er æði!!

5.7.07

Rafmagnstækjaverkfall

Ibbinn minn er dáinn. Ég var í góðum fílíng að hlusta á Harry Potter (er að hlusta á allar bækurnar aftur áður en þessi síðasta kemur út) þegar hann varð skyndilega fúll og hætti að spila. Nú ansar hann engum tiltölum og flest lögin inni á honum er líklega dáin og grafin. Aumingja ég. Ég ætla að reyna að versla mér nýjan bráðum.

Í síðustu viku þurftum við að kaupa nýja ryksugu því þessi gamla hætti að vera suga og var meira bara ryk. Eða.. eitthvað svoleiðis.

Dyrabjallan er líka hætt að bjalla. Hugsanlega þarf ekkert að kaupa annað en batterí fyrir hana.

Hvað ætli fari næst?

28.6.07

Nei! Nú er komið nóg af rigningu!

Nuffsnuff. Ég nenni þessu ekki lengur. Vissulega á ég glæsileg bleik gúmmístígvél og fína bleika regnhlíf en það bara dugar ekki lengur til að ég sé hress með þessa rigningu. Kryddjurtirnar mínar úti á svölum eru síður en svo hressar yfir þessari ofvökvun og þó svo að graslaukurinn beri sig vel, þá er basilið, steinseljan og dillið farin að láta verulega á sjá. Það er búið að rigna eitthvað á hverjum einasta degi alla síðustu viku og næsta vika lítur eins út.

Ég hef því ákveðið að taka upp nýja stragedíu. "Ignore it and maybe it will go away". Frá og með deginum í dag ætla ég að láta eins og ég taki ekki eftir rigningunni. Ég veit að hún er bara að leita eftir neikvæðri athygli svo ég ætla ekki að veita henni neina athygli. Ég mun rölta út í búð, regnhlífalaus og á sumarskóm og labba bara (♪♫allt sem máli skiptir, labba bara jéjég og þú .. aaaa.. jéjég og þú aaaa♪♫) á venjulegum hraða þó svo að það sé helli rigning. Ég mun setjast út í sólbað með bók næstu helgi og skella á mig sólarvörn.

There is no rain (spoon. whatever).

22.6.07

Bestu 5 sek. EVER

Mér er sama að þetta sé í tísku, mér finnst þetta ógeðslega ljótt færslan mín

Þetta eru tískufyrirbrigði sem mér þykir hallærisleg. Þó svo að þú elskir einhverja af þessum flíkum meira en þín eigin fæddu eða ófæddu börn og viljir verja hana, þá bara gæti mér ekki verið meira sama. Mér finnst þetta ljótt. Þessi föt og önnur eru ástæða þess að ég tilkynnti það um daginn að ég sé "hætt með tísku". Hvernig má það vera að einhverjir tískuhönnuðaplebbar geti ákveðið að nú séu bara ljót föt í tísku og fólk gleypir það? Allavegana. Hefst nú stutt upptalning.


Crocks skór:Hverju er ég að missa af? Þrífa þeir íbúðina þína og kreista ferskan appelsínusafa fyrir þig á meðan þú sefur? Haga þeir sér eins og Brain slugs úr futurama, þannig þetta er snýkjudýr sem þú getur ekki losnað við sjálfur? Eitthvað hljóta þeir að hafa til brunns að bera. Ekki eru þeir fínir, svo mikið er víst.

Skinny Jeans á strákum og stelpum:

Af öllu fólkinu í heila, heila heiminum þá fara svona gallabuxur kannski 0.00001% vel. Þetta eru allt kvenmenn. Á hinum þá eru þetta hroðalega un-flattering buxur með krumpum á hnjánum og rassvösunum ekki á rassinum heldur á lærssinum (á milli rass og læra). Meira að segja grannar stelpur geta litið út fyrir að vera feitar í þessum viðbjóði. Verst er þó þegar spóaleggjaðir strákar telja sig trú um að það sé rosalega rokk að vera í þessu. Þó svo að þessir piltar hafi læra-ummál 8 ára barns, hafa þeir engu að síður skóstærð fullorðins manns, þannig að þeir enda á að líta út eins og L. Versta. Gallabuxnasnið. EVER.

Burberry:Þetta er hroðalegt. Þetta er ljótt. Sama hvaða flík eða fylgihlutur það kann að vera sem er miskunalaust troðið í þetta guðsvolaða munstur hefur farið "to the dark side" og mun aldrei koma aftur. Vontvontvont. Það versta við þetta er að fólk þarna úti er að borga þvílíka peninga fyrir að eiga viðbjóðsleg föt og fylgihluti í þessum stíl. Bara ógeðistreflarnir sem annar hver unglingur í DK er með á veturna kostar hátt í 2000 dkr stk. Merkilegt hvað fólk vill eiga frekar en peninga!

Leggings:Hvað er málið? Af hverju geta stelpur allt í einu ekki farið út úr húsi í kjól eða pilsi án þess að troða sér í einhverjar gammósíur? Ofboðslega hallærislegt. Gæti svo sem verið verra. Þetta gætu verið burberry leggings. Shit. Vonandi gaf ég ekki einhverjum sálarlausum tískuhönnuði hugmynd núna!

20.6.07

MÍN!! tölva

Eftir að yndæli danski strákurinn, sem var 1/4 af þeim sem deildu með mér skrifstofu (þó svo ég sjái hina mjög sjaldan), skilaði verkefninu sínu, þá kom einhver stelpa í staðinn. Ég hef aldrei séð þessa stelpu en ég er vissulega vör við tilvist hennar. Hún er oft búin að vera að nota tölvuna mína. Ég veit það vegna þess að þegar ég logga mig inn þá sé ég hennar notandanafn sem síðustu manneskju sem loggaði sig inn.

Þetta skiptir mig svo sem engu máli þegar ég er hvort eð er ekkert að nota hana sjálf. Núna í morgun var þetta hins vegar gengið of langt. Tölvan mín var læst fyrir öllum nema þessari stelpu! Mér er nákvæmlega sama hvort hún sé að gera einhverja mikilvæga útreikninga sem skipta öllu máli fyrir verkefnið hennar... ég slökkti bara á tölvunni MINNI og loggaði mig inn sjálf. *fnuss* Heldurasééé?

Væri það ekki spennó ef ég færi í skrifstofustríð við manneskju sem ég hefði aldrei séð? Kannski ég skelli mér í stólinn hennar og messi upp butt-groovinu hjá henni. Heheh

19.6.07

Disco Stu does not advertice

Sooo.. what do you guys think about rainbow suspenders? Pretty cool way to hold up your pants huh?

17.6.07

Helti úr pirring varðandi þetta mál á msn rétt úr þessu

Ákvað að peista þetta hérna inn líka, því svona líður mér svo voooooðalega í alvörunni!

Ósk says:
Ég er ekkert að æsa mig yfir þessu persejj.. Bara þessu almenna tískuslysi á íslandi að aðskilja trúlofun frá giftingu
Ósk says:
"Viltu trúlofast mér" og allt þetta... Líta á þetta eins og að þó fólk sé trúlofað þurfi það ekkert að gifta sig. Þetta þýði bara að það sé ekki bara á föstu heldur PIKKFÖSTU
Ósk says:
Sé meira saman en allir aðrir
Ósk says:
FÁIÐ YKKUR VINABÖND FOR FUCK SAKE!!

16.6.07

Miss Yoggy

Eftir að Einar tjáði mér að gaurinn sem talaði fyrir Yoda í Star Wars sé í raun sá sami og talaði fyrir Svínku (Miss Piggy) hefur líf mitt ekki verið eins. Kemur bara í ljós að Yoda á ýmislegt sameiginlegt með geðbiluðum froska-stalker. Ætli það sé þessvegna sem hann flutti í fenin?

15.6.07

Þjóðverjaómyndirnar

Það versta við Þýskaland er að það er fullt af Þjóðverjum sem tala bara þýsku (hægt að nota þessa settningu í stafsettningaupplestur. Sk reglan í öllu sínu veldi. Hverjum þarf annars að múta til þess að bæta "ó-i" fyrir framan nafnið á sk reglunni? Heh heh).

Samfélagið hefur gert þá svona. Það eru einhverjar rúmar 82 milljónir íbúa í Þýskalandi og svo bætast við þýskumælandi kvikyndin í Austurríki og Sviss og á öðrum stöðum. Þetta þýðir augljóslega að þeir búa til vörubílsfarma af skemmtiefni sjálfir og að þeir hleypa ekki einni einustu kvikmynd inn í landið án þess að keyra með hana út í kant, ganga í skrokk á henni og enda svo ofbeldið með því að döbba allt tal yfir á þýsku. Allar bækur eru líka þýddar og aumingja fólkið kemst ekkert í enskt efni neinstaðar nema í gegnum Internetið eða enskusmyglaraklíkur.

Enginn í Þýskalandi vill sem sagt tala ensku. Ekki einu sinni starfsfólk á hótelum þegar það er að útskýra eitthvað þjófavarnarkerfi sem gæti öskrað bloody murder um miðja nótt ef útskýringin kemst ekki öll til skila. Kellingakvikyndið horfði bara á okkur með blóðugan PMS pirring í augunum og spurði ítrekað hvort við skildum hana ekki.

KONA! Þetta er hótel! Ferðamenn! Kámán!

Þegar ég er í Þýskalandi líður ekki sá dagur þar sem ég þakka ekki Alberti kóalabirni fyrir að ég hrökklaðist í gegnum menntaskólaþýskuna þarna í gamla daga.

14.6.07

Þýðing..

He said; come here happy and blessed,
I went totally in floating device

Frystir þrjóski

Ég er að afþýða frystirinn. Það er svo erfitt þegar eldhústæki vinna á móti konu en ekki með henni. Ísskápurinn og frystirinn eru í sömu maskínunni sem er eiginlega lokuð inni í eldhúsinnréttingunni og því ómögulegt að taka hana úr sambandi án þess að fá til þess aðstöð hjá sög/öxi/handsprengju.

Í dag er dagur 2 af afþýðingatilraunum. Í gær tókst að ná síðustu pokunum af frosna grænmetinu úr klóm klakans í efstu hillunni. Í fyrstu leit það svolítið út eins og reittur mammútur í ísklumpi sem kemur undan fjalli eða jökli. Ég er viss um að Elton John hefði viljað gera hárkollu úr því.

Frystirinn stendur núna með galopna hurðina með fullann magann af skálum með heitu vatni inni í sér á meðan hann reynir að halda sem fastast í síðasta frystirssnjóinn. Frystirssnjór er eitraður. Það sögðu mamma og pabbi allavega þegar ég ætlaði að gæða mér á honum sem ponsa. Ég þarf að reyna að hafa það í huga núna þegar girnilegur klakinn dettur niður í hrönnum.

6.6.07

Road trip með talsvert löngum stoppum inn á milli!

Ég er að fara í road trip! Vei. Spannar 10 daga og 3 lönd. Danmörku, Þýskaland og Legoland. Hvað? Það er land! Í alvörunni!

Tala við ykkur þegar ég kem heim :o)

5.6.07

Svo margar spurningar

Hvað er pamfíll?
Tengist hann eitthvað PAM olíu spreyjinu?
Hvað ætli þyrfti mörg PAM sprey til að spreyja heilan fíl?
Á lukkan bara pamfíl eða á ólukkan líka pamfíl?
Á ólukkan kannski öðruvísi fíl eða pam eitthvað annað? Ólukkunar olíufíl eða ólukkunar pamljón?

Ég krefst svara!

1.6.07

Svona virkar þetta..

Sjálfstæðiðsflokkurinn fékk flest atkvæði. Það þýðir að flestir vildu hafa þann flokk í ríkisstjórn og hann er sigurvegari kosninganna. Samfylkingin fékk næst flest atkvæði svo hún er í öðru sæti.

Það er afskaplega gott og eðlilegt mál að þeir flokkar sem séu með mesta fylgið á bak við sig fari saman í stjórn.

Þó svo að þú skorir fleiri mörk í einhverjum fótboltaleik heldur en í síðasta leik sem þú spilaðir, þá vinnur þú bara ekki neitt nema þú skorir fleiri mörk en andstæðingurinn. Punktur.

Ég fæ svo mikinn kjánahroll alltaf að lesa mbl þar sem að þeir sem "lentu" í stjórnarandstöðunni eru að vera tapsárir.

31.5.07

Second hand

Í bíóinu um daginn sátu tveir ungir menn við hliðina á mér. Þeir höfðu smyglað inn kínverskum mat og borðuðu með bestu list fyrstu mínútur myndarinnar. Ég hafði svo sem ekkert út á það að segja. Mér finnst lykt af kínverskum mat ekkert vond. Það sem var hinsvegar alveg að drepa mig var þegar strákurinn í næsta sæti var búinn með matinn og fór að ropa ítrekað. Second hand kínverskamatalykt er hroðaleg.

29.5.07

Jack's okay and he's back, okay!

Við fórum á síðustu Pirates myndina í gær. Ég á eftir að sakna Jack núna þegar triologian er búin. Blendnar tilfinningar eins og með síðustu Harry Potter bókina. Ég á auðvitað eftir að lesa hana, en ég eiginlega vil það samt næstum því ekki því að þá verð ég búin með þær allar.

Ég vona samt einhvern veginn að það verði ekki fleiri Potter bækur. Ég hef ekki gert það upp við mig hvort ég voni að það verði ekki fleiri Pirates myndir..

26.5.07

Klón?

Rosa sætar stelpur þarna í efstu 3 sætunum. Verst að þetta virðist allt vera sama stelpan á mis-háum hælaskóm. Ætli sætukeppnisskipuleggjendur geri þetta? Skelli öllum í staðalímyndagallann og spreybrúnku meðferð?

25.5.07

Bizzaroworld

Í hinum undursamlega heimi danska office, þýðir ctrl + b find og ctrl + f bold (fed).

21.5.07

Engar áhyggjur, ég trúi líka á Guð!

Skúrikonan var að koma inn á skrifstofuna til mín. Ég hef aldrei séð hana áður. Hún var voðalega hress og talaði heilan helling við mig þó svo að hún væri ekkert voðalega góð í dönsku eða ensku. Okkur tókst einhvern veginn að nota táknmál og einföld orð bara. Hún sagði mér að Danmörk væri köld fyrir hana, líka á sumrin og sér finndist alltaf vera rigning. Ég sagði henni að þetta væri ekki kalt fyrir mig því ég kæmi frá Íslandi. Hún hló og gerði skjálfta hreyfingu. Svo sagði hún mér að í sínu landi væri alltaf heitt. Ég spurði hana hvaðan hún væri og hún sagði mér að hún væri frá Írak, en varð strax rosalega afsakandi og dróg upp stóran kross sem hún var með um hálsinn og benti á hann. Ég held að hún hafi verið að sýna mér að hún væri ekki vond manneskja þó hún væri frá Írak, því að hún væri ekki múslimi.

Ætli þetta sé eitthvað sem fólk þurfi að gera til þess að verða fyrir minna aðkasti hérna? Mér hefði verið nákvæmlega sama hefði hún verið múslimi, vegna þess að hún hefði ekkert verið minna indæl eða hress.

20.5.07

Mam, did you catch a glimp at the thief's ears?

Það eru til svo margar týpur af hundaeyrum. Sumir eru með síð eyru, sumir eru með ^ svona eyru og sumir eru með eyru eins og Yoda.

Ef fólk væri með hundaeyru, hvernig ætli það myndi ganga fyrir sig. Ætli sumir væru með "thing" fyrir sérstakri tegund af eyrum eins og hárlit. Iiii.. hann Bambi Blær deitar bara stelpur með síð, brún eyru. Þetta yrði allavega partur af útlitslýsingum: Hann er hávaxinn, dökkhærður, með kvöss eyru og blá augu.

18.5.07

Airport security tekur á vökva og geli

Fljúgandi kettlingar í röndóttri lopapeysu stíga ekkert í vitið

Það er gott veður svo ég er með opið út á svalir. Rétt í þessu flaug inn brjálaður lopapeysuplebbi og bzzzaði á mig eins og ég skuldaði honum peninga. Svo flaug hann nokkra hringi í kringum höfuðið á mér og lenti á enninu, ennþá reiður út í lífið og c.a. allt annað í heiminum. Ég stóð upp með kvikyndið á enninu á mér, gekk út og hristi þar hausinn. Stuttu seinna kom Bzzi aftur og settist á hausinn á mér. Hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Brain slug? Ef það sökkar svona mikið að vera kiðlingur (geitungur.. whatever), af hverju eru þeir þá að klæða sig í glaðlegan gulan lit með þessum svarta?

Þið getið bara sjálf verið sjúk!

Ég: Ég sá dáinn fugl í gær. Svona pínulítin bláan með gula bringu. Hann var á hjólastíg, svo ég veit ekki alveg hvernig hann dó. Það hafði enginn bíll keyrt á hann eða neitt
Hann: Já, en kannski hefur einhver messað í "crime sceneinu" og fært hann til

jadíjadíjada... Svo kom eitthvað sem ég man ekki. Allavega!

Hvernig gerir það mig sjúka að segja að það myndi enginn fara í sleik við dáinn fugl? Hefði ég verið minna sjúk hefði ég sagt að einhver væri líklegur til þess að fara í sleik við dáin fugl? Held ekki...

11.5.07

Júróvisjön

Á morgun er aðalkeppnin í Eurovision. Það verður nákvæmlega ekkert skemmtilegt við hana. Ísland er ekki að keppa, Danmörk er ekki að keppa og ég get ekki hlustað á Terri Wogan gerandi grín að Leppilampa og vinkonu hans eða keppendunum, lögunum þeirra eða fötum þeirra þar sem að BBC Prime er hætt að sýna Eurovision og ég er ekki með BBC One.

Fer ekki að koma tími til að hætta þessu veseni? Eyða peningunum sem fara í að senda lag í undankeppnina frekar í mjólk, súkkulaðiköku og partýhatta?

9.5.07

Barnanöfn

Af gefnu tilefni vil ég biðja fólk um að gera eftirfarandi áður en það ákveður endanlega nafn á barnið sitt. Prufið að segja:

Hæstvistur forseti, frú/hr [insert nafn sem verið er að íhuga á afkvæmið].

Nú er ég ekki að segja að öll börn verði að gerast forsetar seinna meir. Ég er bara að segja að ef barnið heitir Bambi Blær eða eitthvað á þá leiðina þá sé það EKKI að fara að gerast.

Ný stígvél. Nýtt hár

Jeij! Það rignir. Það er gott. Ég keypti mér nefnilega bleik gúmmístígvél á mánudaginn. Þau eru rosalega fín. Svona fín.Ég er búin að labba í nokkra polla til þess að prufa þau. Þau virka alveg prýðilega. Stundum horfir fólk undanlega á mig þegar ég labba í pollum. Ég held að það sé öfundsjúkt út í stígvélin mín.

Svo fékk ég mér líka nýja klippingu. Ekki mikil breyting svo sem. Meiri styttur í toppinn.

Lifi lýðræðið!

Þá er ég búin að kjósa. Ég fór í lest, metro og labbitúr og endaði í íslenska sendiráðinu. Þar þurfti ég að framvísa skilríkjum, fylla út eitthvað blað, umslag, annað umslag, kjörseðil og þriðja umslagið. Kjörseðillinn var reyndar frekar easy, því að ég átti bara að skrifa flokkabókstafinn með blýanti á ákveðið kjörseðilsblað and be done with it. Talsvert einfaldara en kvikyndin heima skal ég segja ykkur. Myndi það DREPA fólkið að bæta við litlum kassa fyrir framan hvern flokk? Í alvörunni?

Þegar allt þetta var búið var okkur tjáð að við bærum sjálf ábyrgð á því að koma kjörseðlunum til kjörstjórnar. Phewy. Eins gott að við vorum snemma í því. Ég efast um að atkvæðin okkar hefðu náð hefðum við t.d. farið á föstudaginn. Við póstlögðum allavega atkvæðin okkar og núna eru þau á leiðinni með að vera á leiðinni til Íslands. Jeij!

1.5.07

Allt sem þið vilduð vita um vatn og þorðuð ekki að spurja

Bloc Party

Við skelltum okkur á tónleika með Bloc Party í gær. Það var alveg hörku stuð. Svo var það bara ekkert verra að það var bannað að reykja inni í salnum, svo ég var ekkert ónýt eftir. Jeiiij!

30.4.07

Þvottavélar... já.

Ritskoðað fyrir kexið ;o)

Eins og lög gera ráð fyrir, þá bila hlutir á föstudögum. Þannig er borin von að redda viðgerðamanneskju fyrr en í fyrsta lagi þremur dögum seinna og því hægt að tryggja eins mikil óþægindi og mögulegt er. Þvottavélin okkar passaði sig einmitt að fara eftir þessari reglu þegar hún hætti skyndilega að tæma sig.

Við tæmdum hana manually nokkrum sinnum. Í fyrsta skipti fór vatnið eiginlega út um allt eldhúsgólfið vegna þess að við áttum ekkert einasta ílát sem passaði almennilega undir tæmistaðinn. Ég veit að ég er búin að vera að tuða yfir því að ég sakni þess að geta farið í bað, en þetta var sko ekki það sem ég átti við!

Fyrir næstu tæmingu bjó ég til einskonar vatnsbeinirennu úr álpappír sem reddaði þessu all svakalega. Vatninu var beint eftir glæsilegri silfurlitaðri rennibraut upp smá brekku og ofan í ílát þar sem að silfurskottur dönsuðu samræmdan sund-dans við brjálað lazier show.

Ég held að ég sé tilbúin fyrir verkfræðigráðuna mína!

Í gær ákváðum við svo að reyna að skella okkur í viðgerðir. Við drógum vélina fram á gólf, aftengdum vatnsrörið, föttuðum að við hefðum skrúfað fyrir vatnið í vitlausa átt (og þar með sett það á fullan kraft) og blótuðum aðeins. Tengdum vatnsrörið aftur. Skrúfuðum fyrir vatnið í rétta átt. Aftengdum rörið aftur. Tókum vélina úr sambandi, snérum henni á hliðina. Eyddum lengri tíma að finna hentugt skrúfjárn. Skrúfuðum part vélinni í sundur. Fundum vandamálið.

Einhver skrúfa (sem væri líklega kölluð vifta ef hún byggi ekki ofan í vatni) var hætt að snúast almennilega. Með aðstoð flísatangar og nálar og klukkutíma handavinnu náði ég að redda helvítis skrúfunni.

Vélinni var svo klambrað saman aftur og nú er hún aftur orðin hress og kát og malar eins og kettlingur.

27.4.07

Mismunandi viðhorf

Rétt í þessu heyrði ég tilboðsbæklingana koma inn um lúguna. Það nefnilega fer ekkert á milli mála þegar þetta gerist, þar sem að gólfið skelfur og pappírsflóðið tekur yfir alla íbúðina. Ég ELSKA tilboðsbæklingana og eyði ágætum tíma í að skoða þá alla og setja kross við það sem er sniðugt að kaupa. Ég hljóp þegar í stað til þeirra og tók á móti þeim, kát eins og hvolpur með dillandi skott. Á meðan ég var að safna þeim saman heyrði ég hurð opnast og reiða rödd á ganginum. Ég kíkti út um gæjugatið og sá þar nágranna okkar, sem er yfirleitt eins rólegur og kurteis eins og hann er metro, standandi með blautt hárið og einungis með handklæði utan um sig og skammast í bæklingaburðamanninum. Hann er nefnilega með "jáneitakk tilboðsbæklingar" merki á hurðinni sinni.

Hann hatar þá nægilega mikið til þess að æða út úr sturtu og láta sjá sig án þess að hafa gel í hárinu til þess að skammast í manninum sem kemur með þá!

Ég fékk tár í augun og hugsaði að ég hefði nú alveg getað tekið hans bæklinga líka og sýnt þeim ást og umhyggju.

Beating the system since 1981!

20°C, sól, svalir, hlírabolur og þráðlaust net.. Djöfull sigraði ég kerfið þarna! Nú þarf ég ekki lengur að sitja inni og vorkenna sjálfri mér að vera að læra.

26.4.07

Innri barátta

Munnurinn: Ooooh.. mig langar í nammi
Viljastyrkurinn: Já, en við ætlum samt ekki að fá okkur sykur! Við erum búin að halda út síðan um páskana. ÉG ræð núna!
Hégóminn: Já! Við erum nefnilega í megrun!
Skynsemin: Öhh.. meinar þú ekki átaki?
Hégóminn: Já, auðvitað. Átaki til að vera mjórri!
Skynsemin: ..en aðalega komast í form
Hégóinn: Já! Fullkomið stundaglasa..
Skynsemin: *ræskj* Heyrðu mig..
Munurinn: ER EINHVER AÐ HLUSTA!? Ég vil í nammi!!
Viljastyrkurinn: Þú ert ný búinn að borða fullt af grænmetissúpu
Munnurinn: Grænmeti er ekki haribo hlaupbangsi. Grænmeti er ekki sterkur brjóstsykur! GRÆNMETI er ekki....
Viljastyrkurinn: ÞEGIÐU!
Munnurinn: NAMMI!!! EÐA ÉG BÍT MIG Í TUNGUNA!
Skynsemin: Sussss.. Ef þið hættið skal ég sjá til þess að við fáum epli bakað inni í ofni með kanel ofan á
Allir: DÍLL!

Hahahah.. Góðar myndir

Animals want water!

Krúkrúúúúkrú. Krúúúkrú

Mér finnst dúfur vera vinalegar, jafnvel þó svo að dúfuhljóð séu ekki þau fallegustu. Dúfur hafa verið held ég í öllum löndum sem ég hef komið til. Hverfisdúfurnar hressu. Partýfuglar.

Það eru til þrjár megin týpur af þessari venjulegu dúfu. Nettar dúfur, miðlungsdúfur og útkastaradúfur. Útkastaradúfurnar eru með geðveikt þykkan háls og eru oft að bullya hinar dúfurnar til. Skemmtilegast er samt þegar tvær útkstaradúfur eiga eitthvað vantalað við hvora aðra. Þá fá sko fjaðrir að fjúka!

Stundum koma tvær dúfur og hanga á svölunum hjá okkur. Spígspora ofan á niðurfallsrörinu og dúfast eitthvað. Ég á það til að "tala inn á" fyrir þær. Það er stuð.

25.4.07

Skakkur munnur..

Ég hef aldrei tekið eftir þessu áður, svo ég vona að það sé bara þessi mynd. Hinsvegar sé ég að ég þarf greinilega að fara að stunda góða veðrið hérna betur. Hvít eins og Knútur skrúbbaður upp úr wanish og nýkominn úr sturtu.

22.4.07

Heimilissorg

Það ríkir heimilissorg hér í Danmerkurútibúi kastalans. Pottaplantan okkar, Róbert Plant er dáin. Núna er hann endanlega farin og það er ekkert sem skæri eða vökvun getur reddað. Eftir að við uppgvötvuðum þetta var þögn í góðar 10 sekúntur á meðan við minntumst hans. Svo fékk hann virðulega útför í ruslarennunni.

Nú hefur basilið mitt, hann Basil tekið yfir blómapottinn hans og það er flutt út í stofugluggann þar sem Róbert var áður. Það er bara vinalegt að hafa ferstk basil í stofuglugganum. Í alvörunni!

17.4.07

Hopphopphopp VEII!!

Ég á nýja frænku! Hún var bara að koma í heiminn fyrir minna en klukkutíma síðan. Þetta er gífurlega spennandi allt saman!

16.4.07

Það ætti að vera bannað með lögum..

...að láta fólk læra í svona veðri! Það er búið að vera geðveikt veður síðustu daga. Við reyndum að nýta okkur það eins og við gátum um helgina og fórum m.a. í dýragarðinn og keyptum okkur árskort og vöppuðum um þveran og endilangan miðbæinn. Núna er ekki lengur helgi. Núna er mánudagur. Mánudagur með 19°C og ekki skýi á himni. Evil!

13.4.07

Síðasta vígið fallið!

Haldiði ekki að ég sé búin að búa til myspace account. Svona gerist þetta!! Ég á bara einn vin samt. En það er góð vinkona, svo hún telst sem meira!

Spurning um hvað ég endist lengi á þessu.

Rétt til þess að sýna að þjóðerniskenndin mín sé ekki dauð eða í dvala..

..vínflöskulopapeysan sem ég keypti á vellinum!

12.4.07

Fúlir og dónalegir Íslendingar?

Kannski er íslenskt fólk sérstaklega tense í kringum páskana. Ég veit það ekki alveg. Mér fannst allavegana fólk í þjónustustörfum heima vera hroðalega fúlt eitthvað og ég hef aldrei tekið mikið eftir þessu áður. Ég hef alveg tekið eftir því í hvert skipti sem ég náða ættjörðina fögru með návist minni að Íslendingar eru friggin' dónar, fávitar og frekjudollur þegar það kemur að umferðinni og myndu frekar skera af sér hægra eyrað en að hleypa bílum inn á sína akrein. En já. Það er önnur saga..

Í alvöru talað! Ég lagðist næstum því í þunglyndi eftir að hafa talað við sérstaklega "hressa" dominos afgreiðslustelpu í símann og svo voru kassastarfsmenn eða annað fólk sem þjónustaði mig heima almennt ekkert hressara. Ég meira að segja sagði eitthvað vinalegt og brosti til konu sem var á undan mér í röð einu sinni og ekki bara sleppti hún því að svara, heldur starði hún mig líka niður helvítið á henni. Ég var farin að íhuga að taka þessu persónulega þegar Einar sagðist hafa orðið var við þetta líka.

Þegar við komum aftur til Danmerkur varð ég ennþá frekar vör við þetta, þar sem þjónustustarfafólk hefur gert fátt annað en að brosa til mín, "hej" eða "hej hej"-a mig og segja mér að "ha' en godt dag" síðan á þriðjudaginn.

Er öll þjóðin að umturnast yfir í fúla fýlupúka? Shift.. ég bíð ekki í það! Ég sem ætlaði að flytja heim aftur einhverntímann á næsta ári eða þrem.

11.4.07

Eyjan gula, skórnir rauðu, maskarinn svarti og linsurnar glæru

Í gær flaug ég frá eyjunni gulu og brúnu og til eyjarinnar grænu. Ekki Írlands samt. Sjálands. Samskipti mín við þegna mína hafa ekki verið sem skildi síðustu daga, en það var vegna þess að ég hafði úðað í mig svo miklum páskaeggjum og annari óhollustu að puttarnir á mér voru orðnir of feitir til þess að vélrita.

Ég gerði annars ýmislegt mér til dundurs og hitt heilan hafsjó af fólki.

Á Kastrup á leiðinni til Ísalands verslaði ég meira að segja eina snyrtivöru, hann maskara. Maskara fylgdi heilt konungsríki af vakúmpökkuðum poka svo að ég myndi ekki freystast til að maskara á mér trýnið áður en ég færi úr Danskri lögsögu. Overkill anyone? Það er svo mikið "ekkert" í þessum poka að það gæti leikið í Never ending story mynd!

Eh. Já. Anywaysandwho. Ég fór líka í linsutíma á Íslandinu til þess að læra að setja í mig linsur. Drottningin ákvað að það væri miður þokkafullt að hitta aldrei boltann í svassi og ákvað að þar hlyti að vera sjónskekkju um að kenna frekar en litlum skvasshæfileikum. Svo sá hún hreinlega.. arg. Get ekki talað um mig í þriðju persónu svo setningum skipti. Svo sá ÉG hreinlega að það gæti ekki verið annað en sniðugt að eiga linsur á lager fyrir ákveðin tækifæri. Ég hef aldrei prufað að vera með svoleiðis áður og ég stakk á mér húðina fyrir neðan augun með nöglunum á mér þegar ég reyndi að af linsast í tímanum. Linsukonan hélt því samt fram að konur gætu sko alveg verið með neglur og linsur í einu.Ég ákvað klippa samt neglurnar frekar en að skera upp á mér andlitið í hvert skipti sem ég setti þær í eða tæki úr. Linsuísettningakennarinn sagði að ég væri miklu betri í þessu en flestir sem kæmu til hennar og að ég væri fullkominn kandídat í að vera linsuberi því að tárafilman mín væri það fallegasta sem hún hafði á æfinni séð. Eða sko.. hún orðaði þetta ekki alveg svona, en ég sá að hún meinti það. Mjeh. Kannski er mér bara náttúrulegt að pota mig í augun.

Til þess að verðlauna mig fyrir að vera með svona góða tárafilmu, fór ég og keypti fallegustu skó í heimi. Þeir eru rauðir og glansa eins og gullfiskur.Sjáið þið bara hvað þeir eru fallegir!! Feel free to bask in their glory.

Annars held ég að þetta fari að verða ágætt í bili. Það gegnur ekkert að svelta ykkur svo dögum skipti og drekkja ykkur svo í orðum. Held ég endi á þessari pælingu:

Finnst engum ÖÐRUM freaky að það séu framleiddir tvíhöfða páskaungar?

1.4.07

Kvikyndiskvikyndi!

Á föstudaginn var mér haldið í gíslingu inni í flugvél í heilar 2 klst fram yfir áætlaðan tíma, vegna þess að fantakvikyndin sem áttu að hlaða og afhlaða vélina vildu ekki mæta á hlöðuballið. Eða sko.. Þeir lögðu niður vinnu sökum einhverra verkalíðsaðgerða og mættu ekki á staðinn. Ég gat fylgst með einhverjum einum aumingjans yfirmanni sem var greinilega ekki vanur líkamlegri vinnu verandi að standa í þessu, kassar og töskur dettandi út um allar trissur af færibandinu því hann hafði ekkert við.

Þetta er bara ljótt sko!

30.3.07

HOPPLA!

Íslandið mitt ætlar að taka á móti mér, hresst og kátt, brosandi út að Vestfjörðum á eftir (ætli eyrun séu ekki c.a. þar?). Ég ætla að valhoppa um stór-reykjavíkursvæðið kát eins og kýrnar á vorin á laugardaginn, sunnudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn, miðvikudaginn, fimmtudaginn, föstudaginn, laugardaginn, sunnudaginn og mánudaginn. *hopplahoppla*

Best ég hendi inn nokkrum *hoppla* myndum hér til að undirstrika þetta..

29.3.07

Enginn meiri Holmsari

Skrambinn. Ég var að klára að hlusta á síðustu Sherlock Holmes hljóðbókina. Sniffsniff. Enginn meiri Sherlock eða Mycroft Holmes, Dr. Watson, Inspector Lestrade, Proffessor Moriarty eða 221 B Bakerstreet.

Ólíkt því þegar ég kláraði Potter hljóðbækurnar, þá er engin von á einni Holmsarabók í viðbót.

Ó mig auma!

Brunch

Vá hvað mig langar í hótelbrunch núna. Svona með allskonar stuffi og ávöxtum og beikoni og eggjahræru og appelsínusafa og nýbökuðu brauði og osti og...

Já. Einmitt þannig.

27.3.07

Aumingja Kiwi fuglinn

*Þurka tár*

Veðrið..

Hérna í Danmörkunni minni er komið vor. Laufin eru byrjuð að springa út og núna eru 14°C og algjörlega strumpablár himinn. Það er opið út á svalir án þess að það kæli nokkuð. Þvílík og önnur eins snilld. Veðurspáin næstu vikuna er eins. Sést ekki í ský eða skúri og hitinn mjög viðkunnalegur.

Það vill einmitt svo skemmtilega til að akkúrat á föstudaginn heldur drottningin og föruneyti hennar, drottningamaðurinn, til Íslandsins til þess að náða Nóa páskaegg, vini og ættingja með nærveru sinni. Þar eru það bara tásurnar sem verða strumpabláar af kulda. Ég læt mig samt hafa það. Það er nefnilega næstum því allt betra og fallegra við Ísland fyrir utan veðrið og verðið!

23.3.07

Ertu ekki að grínast í mér?

Þykir þetta virkilega kúl? 290?? Í alvöru talað? Mjeh. Ég var allavega heppin! Enginn sem ég þekkti var að keyra á þessum veg á sama tíma.

En.. þið vitið.. Áður en þið farið að segja eða hugsa eitthvað ljótt um gaurinn sem uploadaði þessu hafið þetta kvót í huga:

"Muniði það að ég get séð IP tölurnar ykkar og þ.a.l. fundið út hvar þið eigið heima......... Aðgát skal höfð í nærveru sálar......"


Hahahhaah..

22.3.07

Kafarablómin mín!


Eru þau ekki fín?

Sérstakur hæfileiki?

Ég get snert nefbroddinn á mér með tungunni. Ég held að ég sé ekkert endilega með sérstaklega langa tungu. Ég held bara að annað hvort sé hún liðug eða ég sé með sítt nef. Eða þið vitið.. nef sem er nálægt munninum eða eitthvað. Hver sem ástæðan er, þá get samt gert eitthvað sem enginn sem ég þekki getur. Það hlýtur að vera gott!

21.3.07

Hvolpur á dag

Besti kærastinn (leiðinlegt fyrir ykkur hinar að það skildi hafa einmitt verið MINN kærasti sem var valinn bestur. Svekk) sendi mér þennan link í e-mail. Það er sko ekki ónýtt að geta fengið nýja hvolpamynd á hverjum degi.

Ég held að þetta sé svona eins og uppþvottavél. Fólk sem á ekki uppþvottavél finnst ekkert meika sense að eiga svoleiðis og segist alveg eins geta vaskað upp í höndunum. Svo þegar uppþvottavél dinglar heima hjá þeim og tekst einhvern vegin að bola sér inn í heimilishaldið, skilur enginn hvernig var nokkurntímann hægt að vera án hennar.

Áður en dailypuppy kom til, þá fannst mér einmitt ekkert athugavert við að vaska upp í höndunum heldur... Nei djók. Við erum með uppþvottavél.... sem besti kærastinn setur í..

19.3.07

Skonsa

Ég er að vinna í verkefninu mínu heima í dag. Í hádeginu bjó ég mér til skonsu vegna þess að:

a) Það var ekki til brauð
b) Ég mundi allt í einu að skonsur væru til úti í hinum stóra heimi
c) Það er sjoppulegt að vera með upptalningu bara með a) og b)

Þessi skonsa var afskaplega góð. Hún var borin fram með smjöri og osti. Ætli ég vilji ekki minna aðra á með þessari færslu, að það séu til skonsur!

18.3.07

Hryllingsmyndalookið mitt

Síminn minn tekur allskonar afbrygði af myndum og meðal annars invert. Ég tók þetta invert af efri partinum af andlitinu á mér. Ég er að segja ykkur það! Eins og ég er yndæl og góð stelpa, þá er invertið af mér augljóslega vinkona "The Ring" stelpunnar...

Nýr þjónn

Þessi api hefur nýlega verið ráðinn sem partur af hirð minni. Hans hlutverk er að blása á neglurnar á mér þegar ég er ný búin að naglalakka mig svo það þorni hraðar. Hann stendur sig með prýði!