30.9.06

Uppbyggilegur dagur hingað til

Ég vaknaði kl. 7 í morgun við að nágraninn eyddi góðum hálftíma í að lemja vegginn sinn með hamri. Vá hvað ég var glöð. Annars hefði ég kannski lennt í þeim óskunnda að sofa út eða eitthvað.

Í dag erum við Einar búin að velta ýmsum hlutum fyrir okkur. Það síðasta sem ég tók mér fyrir hendur, var að íslenska orðið "shart" (t.d. "I just sharted"). Ég held að besta þýðingin sem ég kom með hafi verið "að skumpa". Skrifið það niður og notið í framtíðinni í koktailboðssamtölum til þess að virka veraldarvanari.

28.9.06

My mouth is on fire

I made chicken fajitas for lunch. They were yummier than Brad Pitt, covered in ice cream and holding a 8 GB iPod Nano. Well, I actually don't find Brad Pitt to be all that yummy. I just needed a universal symbol of yum for all you guys to understand just how tasty my chicken fajitas were.

Back to Brad Pitt.... I mean, the fajitas! Amongst other things, they had some chopped up chilly pepper for extra zploing. For some reason, all the chilly seemed to have decided to hang out at the second last bite of MY fajita.

I have now changed into a rather short, rather scale-less and rather wingless fire-breathing dragon. I have this strange urge to find an unsuspecting village to breath fire on and pillage and plunder (heh. I like that word. Plunder) and a cave to keep my assortments of virgins and plunderings (heh heh. Sorry. Couldn't resist).

I wonder if they have any nice caves in the real estate section...

26.9.06

Voddafokk?

Ég tók þetta próf fyrir svona 2 árum og fékk 97% þá minnir mig.

My computer geek score is greater than 100% of all people in the world! How do you compare? Click here to find out!

Ég er náttúrulega búin að verja þessum 2 árum í að læra tölvunördisma og svona.. Þetta er samt alveg magnað! Ég valdi alltaf bara það sem átti við mig.. ekkert það nördalegasta hverju sinni. Ætli ég hafi fengið stig og bolta fyrir að vera með 3 tölvur á heimilinu sem keyra á linux? (minn lappi, lappinn hans Einars og gamli lappinn hans Einars)

24.9.06

FrOSKur..

Þessa helgi er ég búin að vera að gera SMPT vefclient og POP3 vefclient í python. Ég veit að viðhorf mitt myndi líklega vera öðruvísi ef ég hefði verið að nota eitthvað fancy umhverfi í staðinn fyrir gedit (textaeditor), en ég HATA python. Úff hvað ég var nálægt því að taka trylling í gær þegar síðan þýddist ekki öðru hvoru vegna þess að það var auka bil einhverstaðar. ÞETTA ER BIL. Höndlaðu það!

Ég veit líka að þið eruð örugglega farin að velta því fyrir ykkur hversvegna það fylgir frOSKur með þessu póski. Tja.. það er af því að mér fannst hann fínn.

23.9.06

Á heilanum..

Hr. Mon var að spila þetta á gítarinn sinn um daginn og núna losnar þetta ekki..

And I'd give up forever to touch you
Cause I know that you feel me somehow
You're the closest to heaven that I'll ever be
And I don't want to go home right now

22.9.06

Sad indeed

I asked the internet and it told me that more people were looking for their keys then were looking for happiness.

I am bored, therefor I am.. boring?

I usually say that if you're bored, it's your own damn fault. Never the less, I am sitting at home in front of the computer on a Friday night, making a list of soulmelds a totemist can use (D&D stuff).

Aren't I the cool one?

I am so friggin' bored. If it weren't for the fact that I haven't drunken a single alcoholic beverage or eaten candy or any other unhealthy stuff for two months now, I would SO be medicating myself with sugar. Bleh. I'd rather have a bicep and thighs with a muscle definition back than have sugar anyway. Or fun. Well.. At least sugar.

I have already made and eaten ice-cream (ice-cream-maker is a girl's second best friend) out of low-fat dairy, a banana and some mom-imported splenda.

I can't think of anything else that I *want* to do. I did get this interesting idea of going out to the balcony and throwing wet toilet paper at passers by. The problem is that it's dark out now so even if there were any people about, I would probably not be able to see them too clearly. That, and I throw like a girl.

If I were in Iceland right now, I would call some of my peeps, throw on some make-up, jump into my party-suit and hopefully head out for a night of sober partying and dancing, laughing, joking and dancing some more.

I seriously need to find myself "Danish peeps".

I wonder what Chuck Norris would do at a time like this. He would probably go outside and kick a few thugs around. Then he'd kick his own ass for letting himself get bored.

In fact, that is what I will do! Find crooks and punish them with my super-kung-fu powers. Then I'll bring 'em to justice or just leave them on the police stations door step with a pretty red boa around their evil, demented criminal heads. There's nothing quite like a night of crime fighting......

19.9.06

Jhaaaaaaar

Nei.. veistu, ég kann ekki við þetta!

Af hverju er allt í einu fullt af spammi byrjað að slæðast inn með venjulega póstinum mínum í gmail? Ljótu spammarar að bögglast við að klekkja á ofur-filternum þeirra!

17.9.06

Mogwai

Við fórum á Mogwai tónleika í gær með góðu fólki. Þetta voru sveittustu og... eh... heittustu? tónleikar sem ég hef farið á. EVER. Til að byrja með stóðum við svona eins og 20 metra frá sviðinu (e. stage, ekki sviðinn kindahaus). Þar var hitinn í kringum 35°C og það lak af öllum svitinn. Ég sá nákvæmlega ekkert á sviðið, sökum þess að ég er "vertically challanged". Ekki bætti það úr skák að parið sem stóð beint fyrir framan mig og var eiginlega það eina í sjónlínunni hjá mér, sá sig knúið til þess að étast(*) með verulega stuttu millibili, og þá helst í góðar fimm mínútur í einu. Ég hef ekkert á móti því að fólk sé að kyssast, en þegar kona sér tungur fljúga í allar áttir og fær slefslettur á kinnina á sér og svona, þá er það bara medjör krípörs.

Þegar Mogwai kom á sviðið, var sígarettureykurinn var orðinn svo þykkur að það var hægt að tappa hann á brúsa og selja sem skordýraeytur. Fyrir aftan okkur Einar stóðu tveir himinháir strompar og strompuðu niður á litla fóklið (sem er víst ég.. Einar er ekki lítill) á milli þess að þeir actually öskruðu lagarequests á milli laga. Hvað er það? Halda þeir að þetta séu ferða DJ-ar? Minnir mig á þegar Bjarni Fel var að lýsa fimleikum í sjónvarpinu í den; "Nauh! [Insert nafn] gerði sjúkahara (hljómar eins og japanskt sjálfsmorð, en er í raun fimleikaæfing á "stökki") með tvöföldu heljarstökki. Hvað ætli [insert annað nafn] geri núna!?".. Svona eins og hún ákveði bara jafnóðum hvað hún ætlar að gera og það séu ekki mánuðir af æfingum að baki :oP

Allavega. Þegar mér var farið að líða virkilega illa og vera flökurt, sökum verulegs hita, óbeins sígarettureyks og svita (eigin og annaramanna), þá færðum við Einar okkur aftast í herbergið. Þar, merkilegt nokk, lækkaði hitinn um góðar 10 gráður og ég sá meira að segja í trommara og í part af bassaleikara! Þó að ég hafi ennþá fengið slefslettur frá ógeðiskossafólkinu, eins og allir í salnum, þá voru lagarequests-öskrigaurarnir núna bara einhverjir fávitar inni í sal, í staðinn fyrir einhverjir fávitar sem stóðu við hliðina á mér.

Tónleikaupplifun mín bættist um mörg hundruð prósent við þessar tilfæringar og ég get í alvörunni sagt að ég hafi bara skemmt mér mjög vel. Ég hlakka hinsvegar verulega til þess að reykingar verði bannaðar á svona samkomum. Vá hvað ég myndi fara oftar á tónleika, djamm og kaffihús ef það væri ekki alltaf mökkreykt allstaðar!

(*) Aski brjóstið að þessu sinni vísar á samtal sem Óli frændi bjó til þegar hann var 2ja ára gamall að leika sér með nashyrning og flóðhest:

Flóðhestur: Ég ætla að éta þig nasifingur!
Nashyrningur: En ég er líka ljótt dýr..
Flóðhestur: Óh! Þá skulum við bara étast
*nashyrningur og flóðhestur éta hvorn annan*

15.9.06

Aldeilis mikið af nýju dóti..

Það er hægt og rólega að koma mynd á nýja characterinn minn. Hún heitir Briana. Þetta verður í fyrsta skipti sem ég spila good character og í fyrsta skipti sem ég spila lawful character (svo ég tali nú ekki um lawful good). Ofan á það, verður þetta í fyrsta skipti sem ég spila monk.. eða thug.. (er að gera 2 character sheet og ætla svo að velja bara það sem er fínna). Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég spila á ensku, í Danmörku, hjá þessum DM og með teningunum sem ég var að kaupa, því allir mínir eru á Íslandi.

13.9.06

Ég veit hvernig Rockstar The band formally known as Supernova fór!!

Og það var nákvæmlega eins og ég hafði spáð. Fólkið fór í sömu röð og allt!

I could never stay mad at you..

Elsku sólin. Hún lætur ekki sjá sig í lengri tíma, nánast í hvaða landi sem kona náðar með tilvist sinni (Ísland og Danmörk þ.e.) og svo þegar hún loksins kemur, þá er allt gleymt og grafið. Halló veeenuuur! Oh hvað það er gott að fá smá stutt-ermabolabola/-buxna/-pilsa veður aftur. Ohh hvað það er gott að sjá hitamælinn aftur fara yfir 20 gráðurnar.

Sól, sól skýnámig.. Ský, ský burt með þig.. Gott er í sólinn' að gleðja sig. Sól, sól, skýnámiiiiig

Rostungar og eldgamlar sápur

Af hverju ætli gamlir rostungar heiti ennþá "rostungar". Af hverju heita þeir ekki rostgamlir eða rostfullorðnir? This puzzles me.

Annars fór ég að velta því fyrir mér að "eldgamlar sápur" hafi svolítið bad rep. Það er alltaf verið að tala um hvað þær glápi mikið, en það er aldrei talað um góðu hlutina sem þær gera. Af hverju búum við ekki til annað máltæki. Eitthvað eins og "Vá! Hann hleypur geðveikt hratt. Hey þú! Hvað ertu að hlaupa eins og eldgömul sápa?" Eða.. "Hvað ertu að fá 10 á prófinu þínu eins og eldgömul sápa!?"

Just.. throwing it out there.

11.9.06

Þar sem nördarnir hittast

Við helmingurinn ákváðum loksins að skella okkur í klúbb. Það er eitthvað svo upphefjandi við það að vera partur af einhverjum klúbbi.

"Fyrirgefðu að ég svaraði ekki símanum í gær. Ég heyrði ekki í honum. Ég var nefnilega í klúbbnum!"

"Þetta er sérstaklega góð samloka! Ég smakkaði svona í klúbbnum..."

Já! Sko! Einstaklega upphefjandi.

Þessi "klúbbur" er nördaspilahópur í skólanum okkar, þar sem c.a. öll borðspil í heiminum eru spiluð, ásamt roleplay, magic og warhammer svo eitthvað sé nefnt. Í fyrstu fundum við ekki herbergið sem klúbburinn á. Ég kom með þá tillögu að finna nörd og elta það og sjá hvert það færi. Þegar næsta nörd labbaði framhjá, snaraði ég mér í spæjaramode-ið og læddist á eftir honum. Einari var ekki farið að lítast á blikuna þegar við vorum farin að rölta niður einhvern undarlegan gang, en ég reyndist samt hafa haft rétt fyrir mér! Við hinn enda gangsins var herbergi með rosalegasta boardgame skáp í heimi. Við fengum tour um skápinn þar sem að leiðsögunördið sagði okkur að hin og þessi spil væru ófáanleg í dag og allskonar safnarar væru með bónerinn upp úr buxunum og tárin í augunum að grátbiðja um að fá að kaupa þau.

Fyrr en varir fylltist herbergið af mis-nördalega útlítandi nördum og gott ef við Einar séum ekki búin að skrá okkur í einhverskonar D&D kampein á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið okkar í "klúbbnum", sem hittist alltaf á mánudögum, spiluðum við spil sem heitir puerto rico og svo einn catan á dönsku. Það er mjög spes að stunda viðskipti á dönsku.

"Jeg har en får, men jeg mangler korn! Så skal jeg ha' et udvilkningskort."

Þetta lærði ég í klúbbnum sko..

10.9.06

Allt að gerast..

Stór hluti mon-fjölskyldunnar á afmæli í dag. Daði bróðir minn er 26 ára í dag og besti Einar í heimi er 27 ára. Ég hefði gefið þeim báðum tannbursta með spes tunguþrifs áhaldi á bakinu, hefði ekki verið fyrir þá staðreynd að Einar á nú þegar einn slíkan og ég fattaði þetta ekki fyrr en pakkinn hans bróður míns var á leiðinni til Íslands.

Hversu æðislegt er það að eiga tannbursta með "tunguskröpu"? (bein þýðing af dönsku leiðbeiningunum á burstanum mínum).

8.9.06

Ýmislegt um ýmislegt

Á hverju einasta ári hefur kærastinn átt þann leiðinda ávana að eiga afmæli. Ég hef svo sem ekkert á móti afmælinu hans sem slíku, en vesenið er að gefa honum gjöf. Hann er nefnilega þeim eiginleika gæddur að kaupa sér alltaf það sem honum langar í jafnóðum (við erum með budget system sko) og svo þykist honum ekki vanta neitt, sem gerir gjafaversl einstaklega erfitt.

Í ár tókst mér sko að tækla þetta í fyrstu verslunarmiðstöðvar ferðinni! Muhaha! Þetta er risa stór pakki. Eins stór og kassinn utan af lego-kastalanum hans Óla frænda. Þetta er samt ekki legó-kastali. Eða.. *hóst* sko nei.. Þetta GÆTI alveg verið legó kastali. Þetta gæti verið HVAÐ SEM ER! Ég er ekki að gefa nein hint. Na-aa!

Annars eru allir heimsækjarar farnir aftur til Íslands. Ösp frænka kíkti við hjá okkur á mánudaginn og fór á þriðjudaginn. Ma og pa komu á miðvikudag og eru núna í flugfáknum á leiðinni heim. Við erum því, eins og svo oft áður þegar þau kíkja við, orðnir tímabundnir umsjáendur bíls umsemjanlegrar ástríðu. Að þessu sinni er það virðulegur leiguvolvo.

Tilboðsbæklingar!

Á föstudögum koma allir tilboðsbæklingarnir í hús, fyrir utan fötex og netto (uppáhalds tilboðsbæklingarnir mínir). Að því tilefni ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum. Hver um sig er tekin úr mismunandi tilboðsbæklingum.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um hversu ógeðslegt það er að til sé ostur sem heitir "klovborg". Mig langar sko ekkert heldur að spá í hvernig hann er framleiddur..


Hversu danskt er þetta? Ef þú hefur ekki tilefni til að skála, búðu það til!


Þessi viðbjóðslega pulsa er í nánast hverjum einasta tilboðsbæklingi. Ég vona að það sé vegna þess að hún selst ekkert. Danirnir kalla hana "medister", ég kalla hana "þarmapulsu".

6.9.06

Welcome you beautiful machine you

In one and a half months time (plus a day), I will be 25 years old. Actually, the day after that I will also be 25, and probably for a whole year after that if I find it to my liking. 22nd of October is however more special, as it is the first time ever I give 25 a shot.

Because of that, today I got my first birthday present this year. It was from my parents, whom I choose to call "mom" and "dad" (well, truth be told, I choose to call them "mamma" and "pabbi", but what do you care?). They are currently in Denmark on business and I found myself in an electronics shop with them. It was there I saw the most beautiful juicer in the entire world. Juicers have visited my dreams of late and spoken to me with a voice which is probably layered with mesmer (two monpoints for the one who gets the "quote"). This particular juicer was made out of pure gold, had a diamond power button and it whispered to me that it could do my taxes if I'd like (that, or I'm still under the mesmer).

Now.. I haven't gone "juicer spotting" before, because I haven't been sure whether or not I would use one if it came to be in my possession. Today, those thoughts evaporated as I watched my reflection in the juicer of gold.

And now it's MINE!

It can juice at the power of 700W and it juices just about everything. My juice-de-flowering was composed of carrots, cucumber, apple and a little fresh ginger. Of course it doesn't stop there. I might just feel like taking an all-juice week, where gourmet juices such as "beef fillet and potatoes" or "sushi" grace my dinner menu. The possibilities are endless!

Meh.

Á síðustu önn voru eiginlega of fáir kúrsar sem mig langaði til að taka. Ég endaði á því að skrá mig í allavega einn bara upp á einigarnar og var í 3 samtals. Á þessari önn eru alltof margir sem eru spennó. Ég er skráð í 5 stk núna. Upphaflega hugsunin var að skrá mig svo úr einum eftir að hafa farið einu sinni í alla tímana. Núna er ég að gæla við það að taka þá bara alla. Svolítið hrædd um að það verði killer samt. Allir nema einn eru með 100% verkefni, þannig að álagið gæti orðið hroaðlegt.

Annars langar mig að tuða aðeins yfir hópverkefnum. Back in the days í HR, þá fannst mér þetta snilld. Núna er ég eiginlega bara komin með alveg nóg. Ég er t.d. í einum kúrsi sem heitir "Secure Mobile Services" og verkefnið í honum gengur út á reyna að búa til secure aðferð til þess að borga með farsímanum sínum (sem myndi geyma kreditkorta upplýsingar eða whatnot) fyrir vörur, í staðinn fyrir að nota kreditkort. Þetta er 100% verkefni og hópastærð er... daddara... fjórir! *Æl*. Ég er alveg ekki að nenna að vera í fjögra manna hóp einu sinni en. Tveggja manna hefði verið snilld. Bara einu sinni. Ég nenni í alvörunni ekki þessum endalausu samskiptaleiðum, veseni að finna verkefnavinnutíma út af mismunandi stundaskrám og að reyna að fela mig fyrir fólki af þeim þjóðum sem ég hef fordæmt (hehe.. myndað mér fordóma á þ.e.a.s.) þegar það er að leita sér að hópfélaga.

Fank god að masters verkefnið mitt verður eins manns (líklega).

3.9.06

Bhlerg

Í kvöld var svínakjöt í matinn í svona fjórða skiptið síðan við fluttum hingað út. Það er ekki af því að ég hét því að borða aldrei svín aftur eftir að hafa horft á Vaska grísinn Badda eða neitt svoleiðis. Mér bara finnst svínakjöt ekkert spes (með nokkrum undantekningum, t.d. hamborgarahrygg). Svo er það líka með vonda fitu og það er slæmt fyrir kólestrólið. Tja. Eða gott fyrir það. Það allavega hækkar kólestrólið. Bygoes.

Já. Allavega. Svínakjöt. Ég keypti svínalundir sem voru á ofurtilboði. Þegar ég var að snyrta þær fékk ég rosalegt kjötborðastarfsmannsflashback. Átti allt eins von á því að upp úr jörðinni myndi spretta samstarfskona, eins og túlípani, og segja mér að hún sé í bleyju af barninu sínu. Til allrar hamingju gerðist það ekki og ég gat haldið áfram að elda án þess að henda mér í fósturstellinguna, halda fyrir eyrun og kyrja strumpastuðslag. Ég gerði mean fyllingu úr döðlum, hvítlauk, fersku basil, sólblómafræjum og fleirra djúsí stöffi. Þetta var bara alveg prýðilegasti matur. Ég borðaði ekkert meira en vanalega en svona 5 mínútum eftir matinn... out of the blue.. þá var ég allt í einu ógeðslega södd. Ég ligg ennþá fyrir með bumbuna út í loftið eins og ég sé komin 7 mánuði á leið. Hey! Why have a 6-pack when you can have a keg? Hehe.

Gerir svínakjöt þetta almennt? Blæs út eftir á eins og friggin' pöffer fiskur?

2.9.06

Alvöru faðir Harry Potter!

Eitthvað segir mér að James Potter sé ekki pabbi hans Harrys, heldur hafi Lily verið með snert af bítlaæðinu back in the days..

1.9.06

Post strípur myndir

Fyrir Völu!!

Jæja.. Þetta varð sem sagt ekki eins slæmt eins og ég hafði búið mig undir. Þetta er engan vegin eins smart eins og ef ég hefði farið á stofu (og borgað 1000 kall í staðinn fyrir 50 kall), en sonirida. Ég poppaði myndirnar aðeins upp því þær voru svo dauðar og leiðinlegar og ég nennti ekki að taka aðrar:

What if..??

If 40 is the new 30..
and 30 is the new 20..

Will I, the next 22nd of October, become the "new 15"? That's just not good. There is nothing cool about being 15 anymore. It was all the hype 10 years ago. Back then, most of the people I hung out with were 15 and I was desperatly looking forward to becoming 15 myself.

Today, only kids bother with being 15!

So not cool.