31.8.06

Aldeilis að Dönum er í mun að fá að skoða á mér skvísuna!

Ég var að fá þriðja bréfið á *mjög* stuttum tíma sem boðar mig í ókeypis skvísuskoðun (leit að frumubreytingum í legháls). Ég þarf ekki að fara í svona skoðun strax. Ég er búin að fara á Íslandinu! Engu að síður halda þessi bréf áfram að koma og ég er beðin um að bóka tíma hjá lækninum mínum, eða henda bréfinu ef ég þarf ekki á skoðun að halda.

Ætli læknirinn minn sé einhver pervert? Persónulega finnst mér mun betri kostur að fara í svona skoðun hjá þar-til-gerðum skvísuskoðunar lækni. Þá skellir hann bara á sig tollskoðunar hönskunum, nær í fuglagoggagræjuna og hugsar um hvort hann þurfi að stoppa í búð á leiðinni úr vinnu á meðan hann sækir ofurstóra eyrnapinnann. All in a days work!

Fyrir venjulega heimilislækna er þetta öðruvísi. Þeir eyða mestum sínum tíma í að skrifa upp á "placebo" fyrir hugsjúk gamalmenni sem vantar bara félagsskap, kíkja í eyrun á ungbörnum og taka sauma af litlum skæruliðum. Þeir myndu sko aldeilis ekki flauta lyftutónlistarlag og velta því fyrir sér hvort þeir ættu að leygja spólu í kvöld á meðan á þessu stæði. Persónulega veit ég ekki einu sinni hvort heimilislæknar eigi fuglagoggagræju. Hvað þá svona undarlegan glennustól með lappa-hólfum.

Mér þykja þessar bréfsendingar í bestafalli dularfullar. Ætli það eigi ekki að fara að reyna að klóna mig aftur. DJÖFULL! Hættið þið þessu. Það er bara til ein Ósk og þannig á það að vera!

Sáuð þið hvað ég gerði!

Ég bjargaði Magna. Tja.. reyndar hljálpaði fullt af öðru fólki líka! Ég kaus hann 100x í gær, því að síðast munaði 100 athvæðum á að hann væri ekki í "bottom 3". Rassa 3. Hahahaha.

30.8.06

Daddaraaa

Einhverra hluta vegna ákvað ég að það væri góð hugmynd að setja strípur í mitt sííííða hár sjálf. Það rann ekki af mér geðveikin fyrr en ég var actually byrjuð að setja efnið í hárið á mér, svo ég varð að klára. Það er ekki lengur spurning um hvort þetta verði disaster heldur hversu mikið.

30 mínútur í að ég komist að því.

Fyrir 24 árum..

..fæddist uppáhalds dreifarinn minn, hann Palli.

Það þýðir að fyrir 4 árum hætti ég að þurfa að fara í ríkið fyrir hann! H0h0h0h0h

29.8.06

Það er aldeilis!

Jæja. Þá get ég strika eitt af hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30 listanum mínum:
- Fá 13 einkunn!

Geri það um leið og ég er búin að fá mér hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30 lista! Hmm.. kannski ég setji "búa til hlutir-sem-ég-þarf-að-gera-áður-en-ég-verð-30" lista" á listann minn.

*pása*

Ég sprengdi á ykkur hugan er það ekki?

Annars munaði litlu að ég hefi getað strikað annan hlut út af þessum lista: Fá e-coli bakter.

Þetta kennir mér a lesa ekki DTU pstinn minn. Ég sá þetta bara í gær: The risk of E-coli is now considered eliminated, IT IS AGAIN PERMITTED TO DRINK WATER DIRECTLY FROM THE TAP.Phew. Eins gott að ég var ekki í neinum tímum í síðustu viku. Ég drekk geðveikt mikið af vatni alltaf.

26.8.06

Þrífætlingarnir hafa tekið yfir Köben!!

Váts. Best að fara ekkert út úr húsi. Ef ég væri ekki með netið, myndi ég ekki einu sinni vita af þessu

Átta hlaupabretta dansatriði

Flottasta dansatriði EVER má finna hér.

Hvaða stelpa var svona heppin?

Þið sjáið augljóslega að þetta: er vinstra stígvélið af flottasta brúna leðurstígvélapari í HEIMI. Hvaða stelpa haldið þið að hafi verið svo heppin að kaupa þetta stígvél og hægra stígvélið sem passar við það í stærð 36? ÉG!!

ÉG!!!

Og vitið þið hvað þau kostuðu? Hmm? Getiði! HAHA! Nei! Þið tapið. Þau kostuðu 199 krónur! Lifi nýju drottningastígvélin!

Ný íþrótt

Ég hef aðeins komið inn á þetta áður, en mikið væri nú skemmtilegt ef fótbolti væri poppaður svolítið upp. Hann er svo djöfulega leiðinlegur í núverandi formi. Vítaspyrnukeppnir eru hinsvegar ágætar, en í þeim fáu keppnum sem þær eru í boði, þarf að bíða afskaplega lengi eftir þeim.

Hérna er fyrri tillagan mín:
Væri ágætt að byrja á því að taka helvítið sem stendur þarna fyrir markinu alltaf hreint og flengja hann... Spurning um að minnka völlinn líka og fækka leikmönnum. Myndavélin fylgir alltaf bara boltanum og þessum 3-4 sem eru að elta hann hverju sinni. Hvað eru 18-19 að gera á meðan? Spila lúdó? Útaf með þá!

Núna er ég komin með aðeins framúrstefnulegri hugmynd. Tvo orð: eldvörpur og línuskautar! Skipta þessu vesenis grasi út fyrir almennilegt verslunarmiðstöðvagólfefni (þið vitið... svona gólfefni sem maður myndi drepa fyrir að fá að línuskautast á bara einu sinni), bara einn maður frá hvoru liði inni á í einu og svo bara battle it out running-man eða mortal combat style. Auðvitað væri það ekkert skilda að vera með eldvörpu. Það mætti líka vera með jet-packs, bambusrör og pílur, kaststjörnur eða neglur og krítartöflu.

Bardaginn heldur áfram þangað til að annar gefst upp eða er gefinn upp. Eftir það er þeim gaur skipt út fyrir annan úr sama liði. Það lið sem á menn eftir í lok leiks vinnur. Fær stig fyrir fjölda manna sem það á eftir. Getur ekki klikkað.

24.8.06

Tilraunin sem mistókst

Ég reyndi ítrekað að stara á Hr. Jónsson án með stjarfan svip, án þess að brosa. Það tókst ekki. Ég fór alltaf að hlægja eftir nokkrar sekúntur. Líka þegar hann horfði ekki einu sinni til baka. Annað hvort er hann svona hlægilegur eða ég svona hlægin.

Annars á ég alltaf eftir að prufa eitt. Það er að stara rosalega fast á hnakkann á einhverjum úti í búð eða í tíma eða eitthvað. Sjá hvort viðkomandi verði eitthvað var um sig og það sé í alvörunni til eitthvað "I have the feeling I'm being watched".

22.8.06

Very dubious

The boyfriend is sick. I'm talking, fever, coughing all over the place and the voice of Marge Simpson. The medical term for what he has is "lung infection". The doctor has him taking antibiotics and has ordered him to rest. Yup. That sounds extra sick doesn't it?

I still find it a bit dubious, as this alleged "sickness" is taking place the very week that one of our local grocery stores has a "killer-super-offer-week". That's my English name for it (catchy, isn't it?) but in Danish it's called "hamstring uge" (uge meaning week and hamstring meaning to "hamster" stuff. You know.. buy a lot of it), so everybody be sure to do an extra set of lunges on "leg day" at the gym!

Yes. Anyway. Killer-super-offer-week means lots and lots of heavy grocery shopping. Things like 3 kg (6.6 lbs) of chicken breasts etc.

Before we moved to Denmark, we sold our fleet of cars, as a car is not necessary to get from A to B here. This means that we walk around a kilometer (0.6 miles) to the store, put the stuff we buy into backpacks and walk back. The last two days, poor little mon, has not only had to carry a double amount of groceries, as the boyfriend plays xbox 360 at home (seriously people. Buy yourself an xbox 360 and the game The Elder scrolls IV: Oblivion), but also all those killer-super-offer-week things as well. Yesterday, I collapsed on the floor of our apartment with a 10-pack of steel pots and pans in my hands. Then I nearly drowned in my own sweat.

Now, I WOULD give him the benefit of the doubt, if the same thing hadn't happened last year as well. In fact, the picture accompanying this post of me carrying 3 kg of chicken breast was taken just then. Note the dark circles around the eyes due to partial insomnia because of second-hand-coughing. Oh. He's good. HE'S REALLY GOOD!

If we'll still be in Denmark the next time Killer-super-offer-week occurs, I'm keeping you posted on the boyfriends health!

21.8.06

Gott og illt

Sem börnum er okkur sagðar allskyns sögur til þess að reyna að móta okkur í góðar manneskjur. Eftir að ég skreið yfir tvítugt hef ég velt mörgum af þessum sögum fyrir mér og raunverulegum boðskap þeirra.

Munið þið til dæmis eftir sögunum um Sæmund Fróða og samskipti hans við Kölska? Þegar ég rifja upp innihald þeirra, geri ég mér ljóst að ef ég mætti velja á milli þess að gera samning við hinn hníflótta eða við klerk, myndi ég velja þann fyrrnefnda. Kölski stóð alltaf við sinn hluta samningsins. Sæmundur hinsvegar notfærði sér allar mögulegar "loop-holes" og smáa letrið út í gegn, til þess að klekkja á honum og fá þjónustu án þess að láta neitt í staðinn sjálfur.

Ég held að ég geti helst lesið úr þessum sögum að ef þú leitar uppi einstakling og gerir við hann samning sem þú hyggst koma þér undan eftir að hinn aðilinn hefur uppfyllt sinn hluta, þá telstu enn góð manneskja svo lengi sem hinn einstaklingurinn hafi verið vondur. Ekki skil ég hvað það er alltaf verið að mjálma um hvað lögfræðingar séu vondir, þegar Sæmundur sýnir slíka lögfræðitakta.

Önnur saga með svipaðan boðskap er Steinn Bollason. Reyndar byrjar sagan á því að Steinn og kona hans biðja til guðs um að eignast börn og guð svarar þeim með því að gefa þeim 100 börn. Ætli þar sé verið að taka á heimtufrekju? Passaðu þig á því hvers þú óskar þér? Kannski þetta sé annað lögfræðidæmi og það eigi að kenna fólki að biðja nákvæmlega um það sem það vill, hvorki meira né minna, því annars geti góð öfl klekkt á þeim.

Já. Allavegana. Steinn Bollason! Ég man eftir því, þegar ég var svona 4 ára, þá reyndi ég að kreista ostinn sem var á brauðinu mínu í leikskólanum svo það kæmi mjólk út úr honum. Það gerðist ekki. Ég varð bara klýstruð. Steinn dobblaði ekki bara mig upp úr skónum, heldur líka risann og mömmu hans. Hann komst upp með að láta risann gera öll sín verk, á meðan hann sat og slappaði af.

Síðasta sagan sem ég ætla að tala um heitir "Bláa kannan". Sú saga er um könnu sem vill komast niður af hillu og biður allskonar fólk um að hjálpa sér, en allir eru of busy. Kannan gefst þó ekki upp og á endanum samþykkir köttur að hjálpa henni og ýtir henni niður af hillunni. Kannan brotnar í þúsund mola. The moral of this story is... never try!

Meidjör krípörs

Ætli það séu til Stigamót fyrir sauðfé

20.8.06

Lítið

Þessa helgina hef ég ekkert gert annað en að gera verkefni, spjalla við Oblivion, versla snýtupappír og hálsbrjóstsykur og sjóða kraftaverkaflensulagara fyrir Einar. Svona er kraftaverkaflensulagari:

1 bolli:
- Rúmlega lítri af vatni
- Slatti af engifer skorinn í frekar stóra bita með stórum sárum (til þess að drepa flensu)
- 3 hvítlauksrif, skorin langsum (til þess að drepa vampírur)
- hunang (til þess að drepa bragðið af engifer og hvítlauk)
- Eyrnatappar (til þess að drepa öskrin)

Engifer og hvítlaukur eru svo soðin í 40 mínútur, eða þangað til að eldhúsið lyktar eins og eitthvað hafi dáið þar. Vökvanum er helt í einn bolla og hrært í honum með skeið af hunangi. Því næst er eyrnatöppum troðið í eyrun og reynt að hundsa öskrin á meðan hellt úr bollanum upp í lasna einstaklinginn.

Ef flensan flytur ekki eftir þetta, þá er hún með masókisma á háu stigi!

17.8.06

*DAHDAHDAAAAMM*

- Einar er veikur
- Það er dauður fugl úti í garði

Veit einhver hvort fuglaflensa hafi í för með sér að köttur bítur þig til dauða? Ef svo er, þá ætti ég líklega að hafa áhyggjur.

Í samhliða heimi..

...myndi ég flosna upp úr skóla og vinnu og spila xbox 360 allan daginn.

14.8.06

Bugles

Ég skrapp út í Netto áðan. Í röðinni að kassanum, sem teygist gjarnan út um alla búðina, mætti ég Bugles. Þið vitið.. maíis snakkið sem er í laginu eins og litlir garðálfahattar og Íslendingar kalla gjarnan "böggles". Þegar ég var um tvítugt tók ég upp á því að kalla það "bjúgúls", eins og ég ímyndaði mér að réttur framburður gerði ráð fyrir. Ég varð fyrir miklu aðkasti. JÖRÐIN ER FLÖT! Hrópaði fólk að mér og á tímabyli var ég hálf hrædd um að reiði múgurinn með heygafflana og kyndlana, þessi sem ég geymi úti í kastalabílskúrnum myndi snúast gegn mér. Svo flúði ég land.

Hvernig ætli Danir segi "bugles"?

Þjófur og morðingi!

Það er ég sko. Ég er orðin yfirmaður þjófa-guildarinnar í Oblivion. Þar sem að ég var komin í toppinn þar, ákvað ég að fara að vinna mig upp í assassin guild bara líka. Núverandi yfirmaðurinn minn í assassin guild er vampíra eins og ég. Það er ekkert erfitt að vera vampíra í Oblivion. Ég þarf bara að smakka aðeins á sofandi flækingum öðru hvoru. Þeir deyja ekkert eða neitt.

Á sama tíma og ég er að kjammsa á sofandi fólki, drepandi og rænandi, þá er Einar að vinna sig upp í "fighters guild". Þar eru drepin skrímsl fyrir góða kalla og svona. Góði tveir skór sko.. :oP Annars er fighters guild ekkert svo slæm sko. Ég hef fengið ágætt upp úr því að ræna þá nokkrum sinnum. HAHAHAHAHA.

10.8.06

Despó tímar..

Ég er andlaus (en ég næ samt alveg andanum), þannig að hérna er bara fyrirsætuselur:

9.8.06

Annað sjónarhorn

Það eru ekki nema 10 í kúrsinum sem við erum í núna. Í dag bætist líklega einn við. Hann komst ekki fyrr, því að hann var bara að koma frá Líbanon. Tvibbinn hans Lou sagðist ætla að eyða smá tíma í að spjalla við hann um stríðið. Ég held að það gæti verið áhugavert. Í gær talaði hann líka aðeins við strák frá Írak um ástandið þar (við Einar munum einmitt gera verkefnin í kúrsinum með þessum strák, en ég held ég hefði aldrei þorað að spyrja svona sjálf). Það er áhugavert að heyra álit á því hvernig þetta er frá einhverjum sem kemur þaðan. Kona veit ekkert hvað er að marka fjölmiðla nú til dags.

Þessi strákur sagði að almennt hefði fólkið í Írak hatað Saddam og hann hefði verið harðstjóri, alveg eins og CNN segir. Hann sagði að eins og staðan er í dag, þá deyja um 50 manns á hverjum degi. Einhverjir fyrir hönd Bandaríkjamanna, en flestir fyrir hönd Al'Queda sem telja að fórnalömbin séu pro-usa. Hann sagði líka að Bandaríkin hefðu farið með stríðið gegn hriðjuverkum inn í Baghdad, sem er auðvitað ekki gott. Þetta er auðvitað bara álit eins manns, en það er ágætt að fá mótvægi við áliti eins fjölmiðils.

Ég get ekki ímyndað mér hvað það væri erfitt að eiga fjölskyldu í "þessum löndum" núna, vitandi að það sé staðreynd að X margir séu myrtir á hverjum degi.

8.8.06

MySpaceið hennar Jennu Jameson

Ég var að skoða hvernig fólk skrifaði á MySpace (hef sjálf ekki fattað MySpace ennþá og er ekki á leiðinni að gera profile) síðuna hjá Jennu Jameson (fann þá síðu hjá slúðurdrottningunni Perez Hilton). Þar var m.a. einn gaur sem skrifaði eitthvað um að hún væri "fine ass" something or other og að hann væri einmitt að fara að horfa á mynd með henni. Á profile myndinni hans, við þetta komment, mátti sjá hann haldandi á ungri dóttur sinni. Úfffffff krípörs. EKKI kommenta svona hjá klámmyndastjörnu með dóttur þína í fanginu for freaking fork!

7.8.06

Death by chocolate

Það er heitt..

Of heitt fyrir skóla og strætóa. Ég svitnaði á nebbanum áðan í tíma, og ég var orðin skíthrædd um að ég myndi fá svona rassasvitafar, því að stólarnir voru líka heitir. Ég held að það mætti alveg segja að ég sé í sumarskóla núna. Það er allavega afskaplega mikið sumar hérna. Fyndið hvað nokkrar gráður skipta máli. Í dag eru 27°C, en það er ekki nema þremur fyrir ofan það sem hefur verið síðustu daga. Síðustu daga var veðrið fullkomið. Alveg eins og það á að vera.

Franksi tvíburabróðir hans Lou sagði að það væri gott veður í Danmörku. Það væri alltof heitt í Frakklandi. Ég trúi honum vel. Það *ER* gott veður hérna. Mætti ekki vera heitara. Var ekki annars einhver gaur hérna back in the days sem kom í Íslandi í dag og ég veit ekki hvað og þóttist hafa sannanir fyrir því að það væri versta sumarveður í heimi á Íslandi? Hvernig mælir fólk það eiginlega? Sjálf myndi ég frekar vilja rigningavesenið og kuldan á fróninu, heldur en 45°C hita og sól eins og í Egyptalandi eða eitthvað. Það er bara óveður í hina áttina.

Vesenesbækur

Þegar ég á eftir svona 1/4 af bók (ekki skólabók), þá get ég ekki hætt að lesa. Ég verð að klára bókaskrattan því að það er svo lítið eftir. Stundum er ég vakandi langt fram eftir nóttu, til þess að geta lokað bók í eitt skipti fyrir öll. *geisp*

6.8.06

The Elder Scrolls IV: Oblivion

Ef þið eigið xbox 360 (eins og við. Veiii hvað það er gaman), þá skuluð þið skella ykkur á þennan leik. Hann er djöðveikt flottur.

4.8.06

:oD

3 ár! Í tilefni þess eru á dagskrá kaup á XBOX 360 (fyrir monnís sem við höfum fengið gefins frá ömmum og öfum í jóló og svona. VEI.. Gjafa XBOX) og ferð á Reef 'n Beef í kvöld, til að éta keingúru eða eitthvað.

3.8.06

Spóaleggjaþjóðin

Ahh. Sumar. Þegar það er svona gott veður, þá er það augljósara en annars, sökum stuttbunxna, hvað danskir strákar/ungir karlmenn eru almennt með mikla spóaleggi. Það er alveg magnað að á mörgum hverjum er hægt að taka utan um lærið með annari hendi, þannig að þumallinn og langatöngin snertast.

Versta útgáfan af dönskum spóaleggjum er þegar kálfavöðvarnir eru stærri en lærvöðvarnir. Þá er eins og lappirnar séu á hvolfi. Hvað ætli þeir æfi til þess að lappirnar verði þannig?

2.8.06

Weekend recap

Föstó

Síðustu helgina á Íslandi gerði ég heilan helling. Á föstudagskvöldið skruppum við Einar á Ruby Tuesday með Daða og Rúnu. Maturinn er alls ekkert vondur, en hann er nokkrum verðflokkum fyrir ofan það sem eðlilegt getur talist. Annars ákvað ég að gerast villt og trillt og pantaði mér hambó í umslagi. Eða.. tortilla köku öllu heldur. Köööreisí læk a fox. *REFREF*

Eftir mat, skruppum við og c.a. allir aðrir í heiminum á nýjustu Pirates. Mér fannst hún fín. Vissuð þið annars að fyrir fyrstu myndina vildi Johnny Depp vildi hafa gull krónur á nokkrum tönnunum sínum. Hann vissi hinsvegar að framleiðendurnir myndu ekki samþykkja það, svo að hann lét setja gullkrónur á hverja einustu tönn. Svo fór hann á fund og lét eins og hann vildi vera þannig. Framleiðendurnir náðu að tala hann niður í að hafa bara á nokkrum tönnum (sem var það sem hann vildi allan tímann). Já! Hann er nötter þessi Depp. Annars var Jack Sparrow skrifaður sem ósköp venjulegur character... ekki sem hálf Keith Richards. Deppinn breytti honum bara svona líka vel. Oh.. ég er full af trivia!

Laugó

Á laugardaginn fór ég í vinnuna og skrapp svo á Indókína í hádeginu. Svo fór ég í áðurnefnt áhugavert nudd og um kvöldið hitti ég Maddlú og borðaði American Style steik með honum og Einari. Um meira kvöldið fór ég í partý hjá ókunnugu fólki með Völu san. Það var afskaplega fínt, þangað til að gaur með 4 í charisma mætti á staðinn og gerði partýið heldur súrara. Ég endaði á tjútti fram undir morgun með áðurnendri Völu og henni Þóreyju, sem er einnig DM-frú. Lady of the universe I guess, ef hann er lord of the universe. Við vorum spurðar um skilríki á 2 stöðum. Örugglega eitthvað átak í gangi. Eftirlitið að leita að fersku ponsublóði og allt það.

Sunnó

Vaknaði hálf un-dead og skellti mér í bað. Svo var ég eins og uppvakningur í smá veislu sem ma og pa settu saman. Þar voru amma og afi og afi og frænka mín og kærastinn hennar og krakkarnir þeirra og bróðir minn og kærastan hans og Óli og.. og.. allir sem ég ætlaði að kveðja í ættinni minni. Eftir að allir gestirnir voru farnir, drifum við okkur í heimsókn til ömmu hans Einars og svo til foreldra hans í mat. Þau + bróðir hans Einars enduðu á Sigurrósa tónleikunum... ég endaði uppi í bæli og steinsofnaði. Úff hvað það er hægt að vera sybbin!

Manó

Flugvél og Danmörk!

Áhugavert nudd..

Á laugardaginn fór ég í nuddið sem ég fékk í verðlaun. Fyrst slappaði ég af í pottunum og fékk axlanudd eins og lög gera ráð fyrir. Jæja, kannski ekki lög, en allavega hefð. Þegar það var kominn tími á nuddið, þá kemur pínulítil asísk kona fram og kallar "Óska". Hún hefur verið svona 10 kg. Ég tók sem sagt fram að hún væri asísk vegna þess að þið hafið séð hvað þær geta verið litlar og penar. Ég var skíthrædd um að hún yrði ekki nægilega kröftugur nuddari. Ég var leidd inn í nuddherbergi, þar sem ég strippaði og lagðist á magann undir lakið. Ekki leið á löngu þangað til að nuddarinn minn kom aftur.

En já.. Þið eruð örugglega löngu farin að velta því fyrir ykkur hvernig nudd getur verið "áhugavert". Jæja. Hér var ég fyrst vör við eitthvað öðruvísi. Hún prílaði upp á bekkinn til mín og sat klofvega yfir mér (ekki á mér sko) á meðan hún nuddaði á mér bakið og axlirnar. Svo færði hún hnén á sér á milli hliða á bekknum eftir því hvar hún var að nudda mig. Ég hef aldrei lent í svona áður. Reyndar var þetta mjög sniðugt, því að hún gat notað allan þungann í að nudda og var bara alveg prýðilegur nuddari.

Þegar hún hafði lokið sér af með bakið og axlirnar, prýlaði hún niður og reif lakið af annari löppinni, alveg vel fyrir ofan aðra rasskinnina. Þarna lá ég með rasskinn út í loftið, fyrir blá ókunnuga manneskju til að sjá og nudda. Nú er ég ekki að segja að rassinn á mér hafi aldrei verið nuddaður áður... en þetta er í fyrsta skipti sem hann hefur verið "hálft tung" á meðan verið er að því. Ég komst yfir þetta að lokum og mér brá ekki eins mikið þegar hinn helmingurinn af tunglinu blasti við.

Restin af nuddinu einkenndist af berum brjóstum í smá stund, meira klifri upp á bekkinn, hræðslu um að persónulegir líkamshlutar yrðu óvart snertir og að lokum ýtti hún fast á tvo punkta c.a. þar sem eggjastokkarnir eru og hélt þrýstingnum í c.a. 2 mínútur (þar huldi reyndar lak, fank dog). Á tímabili var ég orðin hálf skelkuð um að einhver hefði óvart pantað fyrir mig nudd með "happy ending". Svo reyndist ekki vera.

Þetta var ágætt nudd fyrir utan berskjaldaða líkamsparta, en þetta var sko það persónulegasta sem ég hef á æfi minni farið í.

Tvíburabræður

Týndi tvíburabróðir hans Lou Carpenter kennir mér Software Reliability. Hann talar samt meira eins og Inspector Jacques Clouseau, þar sem að hann hefur víst alist upp í Frakklandi. Nú hef ég ekki horft nægilega mikið á nágranna upp á síðkastið til þess að vita hvort um sé að ræða vonda tvíburabróðurinn eða þann góða. Ég krossa bara puttana.

1.8.06

Halló Danmörk!

Til hamingju með að vera komin með Óskina þína aftur! Fallegt af þér að taka á móti mér með sól og 23°C. Nákvæmlega eins og ég vil hafa það.