30.5.06

Hvað er að gerast?

Ég kann ekkert að vera ein í fríi. Mér bara leiðist að hanga ein svo ég er að breytast í húsmóður. Í dag er ég búin að setja í og hengja upp úr 2 þvottavélum, setja í uppþvottavélina, búa til hvítlauksbrauðs-mix og henda í brauðvélina, baka eplamuffins fyrir aumingja Einar, því hann er í skólanum að læra svo voðalega mikið og það verður örugglega fínt að geta nartað í þannig þegar hann kemur heim. Ég fór líka í rúmfó og keypti efni til að sauma úr og svo var ég að spá í að fara að draga fram pastavélina mína og búa til ferskt pasta.

NEI! Cancel that. Ég ætla frekar að mála einhverja sniðuga mynd á hlýrabol eða eitthvað.. Get ekki alveg umbreyst á einum degi.

Hvaðan kemur allt þetta fólk?

Það er aftur komið mannsæmandi veður.. og ekki seinna vænna, þar sem að Valan mín fer aftur til Íslands í dag. Ég fór annars í smá labbitúr um hverfið mitt og aðal-verslunargötuna í bænum og allstaðar á kaffihúsunum, sat fólk úti og drakk bjór og spjallaði saman. Gatan var líka full af fólki. Hvar ætli allt þetta fólk sé þegar það er ekki sól og hiti? Ætli Danir eigi lager með fólki sem sé bara notað við spes veðurskilyrði?

29.5.06

Glósur..

Já, í alvöru! Þarna í hægra horninu stendur hvað ég átti að læra heima!
Powered by Hexia

27.5.06

Foreldar athugið!

Ég vil ég vil ég VIIIIIL

Mig langar svo mikið í svona. SVO. FrOSKur og fínt. Ég efast samt um að Danmörk eða Ísland fíli að kona panti lifandi halakörtur frá útlöndum. *sjúg upp í nef*

26.5.06

Það er eitthvað svo mannlegt við þessa bangsa


Erum við viss um að maðurinn er ekki kominn af böngsum? Eða bangsar af manni?

Úff hvað það er erfitt að vera í fríi


Ég er búin að gefa mér manicure, peticure, setja á mig andlitsmaska og hvítatannadót, rífa allt hár af leggjum og undir höndum upp með rótum, hlusta á seinni diskinn af Poirot sögu og borða próteinbar. Næst á dagskrá er að fara á Throvaldsens safnið, Planeterium og kannski eitthvað meira..

Hvernig lítur bakhliðin á broskalli út?

svona.

25.5.06

Endilega komið með tillögur..

Hvernig hljóð gefur strútur frá sér..?

Multimedia message

Ég keypti fataliti og pensla. Þetta er frumraun mín í þessum málum. Nerd chicks rule! Damn straight..
Powered by Hexia

Kona spyr sig..

Hvað gerir kona sem er ein í fríi. Með bilað hjól. Og spáð þrumuveðri eða allavega rigningu næstu vikuna?

24.5.06

Alfonz

Mér þykir goðafræði ansi skemmtileg. Þá er ég að tala um rómverska, gríska eða norræna. Þessa með allskonar crazy guðum og furðulegum skepnum sem slást, drekka mjöð og stöku sinnum eignast áttfættan farskjóta með karlkyns hesti (eiiij Loki?? Eiijj? *olbogaskot*). Mér þykja nefnilega ævintýri sniðug og svona forn "mythology"(slæ um mig á erlendum tungumálum) er náttúrulega ekkert nema skemtileg ævintýri sem útskýra allan skrambann og koma með sniðug orðatiltæki. Vissuð þið t.d. (að ein einu glasi af Nektar.. er ríflega DAGS skammtur af C-vítamíni..?), að Drómi og Læðingur voru fjötrar sem voru gerðir til að reyna að halda Fernrisúlfinum niðri? Svo bara drap hann úr dróma og leysti úr læðingi. Crazy þessi úlfur (eiiijj Loki?? EIIIJJ?? *olbogaskot aftur*).

Já. Þetta var sem sagt smá útúrdúr. Það sem ég var að reyna að segja, áður en þið trufluðuð mig með sögum af úflum, var að í öllum þessum fornu trúm, er ekki bara einn almáttugur guð. Það meikar líka alveg sense stjórnsýslulega séð. Á Íslandi eru mörg ráðuneyti. Það er ekki sama fólk sem sér um að halda uppi bændastéttinni og það sem sér um að dæma og kirkja. Sort of. Nú er ég ekki að segja að íslensk bjúrókrasía sé himnesk, ég er bara að segja að það meikar sense að skipta ábyrgð á milli fólks. Þannig get ég líka alveg keypt að það sé ekki sami guðinn sem sjái um að halda við frjósemi og sá sem sjái um að taka tantrum með þrumum og eldingum. Já.. eða koma til jarðarinnar í líki svans og eignast Helenu fögru með mannlegri konu. Hahah.. ég sé alveg hvernig það hefur verið.

Hún: Ég er ólétt!
Hann: En.. en.. Ég hef verið í burtu í marga mánuði!
Hún: Já sko.. elskan mín.. ég.. ehm.. var úti að týna blóm, þegar þessi gífurlega fallegi... SVANUR.. (yes, thats it), kom.. og..
Hann: Ahhh.. Seifur! Say no more. Say no more!

Hann hefði sko átt að kveikja á perunni, þegar Troju stríðið byrjaði. Svanir nefnilega "mate for life" og Helena hljóp á milli maka þar þenkjúverímötsj.

Ehm. Já. Allavega. Margir guðir. Skipta ábyrgð! Munið þið eftir Alberti kóalabirni? Í hirð hans hefur bæst nýr guð, ítalski greifinginn Alfonz. Alfonz er guð pestós og ljúfengrar kryddolíu. Í gær fór ég í búð sem heitir Oil & Vinegar. Það er alþjóðleg keðja sem notar slagorðið "Passionate about taste". Ég keypti svooooooooo góða kryddblöndu þar til að setja í olí og á brauð. Þar með lofaði ég Alfonz!

Kisur


Fyndin kisa


Hrein kisa


Pulsukisa


Heyrnasljó kisa


Dópuð kisa


Ullukisa


Ókeypis kisa

23.5.06

Helvítis hjól

Ég er ekki ánægð með hjólið "mitt" núna. Það er með sprungið dekk og ég ætlaði að lækna það. Takið eftir ÆTLAÐI. Ég dröslaðist niður í hjólageymslu með skiptilykil í hönd og hóf að böglast við að ná dekkinu af. Eftir blóð, svita, tár og nærri-dauða-reynslu fyrir bévítans ljósasystemið (óóóþolandi ljósin þarna niðri. Kona ýtir á takka og svo kemur ljós í svona 2 mínútur og slökknar svo aftur. Þá þarf hún að leggja frá sér skiptilykilinn sinn og ýta aftur. Þegar hún er ný búin að koma sér fyrir að nýju slökkna ljósin aftur), náðist það af. Ég rölti með það upp í íbúðina og reyndi að hleypa úr því afganginum af loftinu. Þá kom í ljós að ventillinn á því var bilaður. Einar sagði að það besta í stöðunni væri að klambra dekkinu aftur á hjólið og fá einhvern fagmann til að kíkja á þetta. Við fórum því aftur niður í hjólageymsluna, þar sem það var eins og keðjan á hjólinu hafði misst 5 cm upp úr þurru. Það var ekki nokkur séns að koma keðjunni á dekkið og setja það á réttan stað. Ég endaði á því að skrúfa hjólið saman aftur, án þess að keðjan væri á sínum stað. Úffff hvað það er súrt að eyða massívum tíma í að laga eitthvað sem er svo verr á sig komið eftir það.

Muh. Ég bjó mér svo til breakfast burrito (tortilla kaka með eggjahvítuhræru, lauk og papriku) þegar ég kom aftur upp, þó það væri ekki morgun. Það gerði allt betra.

22.5.06

Fagnifagni

Til þess að fanga próflokum (mínum sko. Einar er ekki búinn fyrr en 2. jún) skelltum við okkur í 16 bíó Da Vinci Code. Já, ég veit. Ég veit. Við erum wild ones. Það kom mér ekkert smá að óvart hvað það var mikið af gömlu fólki í bíóinu. Ég er ekki að reyna að vera sniðug og kalla fólk á aldur við foreldra mína "gamalt fólk", heldur erum við að tala um erfitt með gang gamalt.

Annars held ég að helsta ástæðan fyrir því að Da Vinci Code sé bara með 6 á imdb, sé að trúar nutterar séu... nutterar. Eða.. eitthvað svoleiðis. Mér fannst hún allavega fín. Alveg meira en 6 fín sko. Kannski... 7,5 fín.

*knock, knock*

Who's there?
You!
you-who?

Nákvæmlega!! Júhú!! Ég er búin í prófum þessa önnina. :o)

20.5.06

Vúhúhúúúúhú!

Ég kaus Finnana í Eurovision og þeir unnu. Ég hef aldrei kosið áður. Í aðalkeppninni það er að segja. Ég kaus auðvitað Silvíu í fyrradag. Það var samt ekki nóg.

Við horfðum á BBC og hlustuðum á breska þulinn. Hann er frábær. Hann sagði hluti eins og : "It looks like its much more fun singing it than listening to it", "oh, some modern ballet to keep our mind of the song", "[um Svíðþjóð]: She looks like shes wearing trousers made out of kitchen foil" og "I don't think Spain cares anymore" og ég hló eins og skepna. Svo gerðum við Einar okkar eigin djók líka... eins og "kjóstu Tyrkland, eða Hells Angels lemja þig og fjölskyldu þína.

Ég veit að það fer ekki vel með charmað mitt að óska öðrum ills, en ég innilega vonaði að Grikkirnir myndu þurfa fara í undanúrslitin með skrækjandi beygluna í farabroddi. Þegar ég fór til Grikklands í útskriftaferðina mína fannst mér Grikkir vera dónalegir. Svo ákvað ég að ég hefði bara hitt slæma Grikki. Það hefur hinsvegar sannast fyrir mér með þessari keppni að ég hafði rétt fyrir mér. Grikkir ERU dónalegir hrokagikkir. Hvað er málið með að baula við öll tilefni og á alla sem ekki gefa Grikkjum stig... eða baula á Finna og Litháa áður en þeir fóru á sviðið og eftir að þeir voru búnir. *Búúúúú*

Svo voru Will og Grace ekkert að gera sig. Will var ótalandi og svo var hann í gulljakkafötum. Þú púllar ekkert gulljakkaföt nema þú sért Páll Óskar eða Eddie Izzard mate! Páll Óskar hefði líka verið í almennilegri skyrtu og ekki haft flegið niður á nafla. Ofvirki kaninn á amfetamíninu var öllu skárri. Hann BBC gerði samt óspart grín af henni fyrir ofnotkun á orðinu "amazing". Það fannst mér líka fyndið. Ahhh.. Gott sjónvarp!

19.5.06

Note to self:

Kaupa fáránlega stóran flugnaspaða til þess að beita á hallærislegu afvegaleiddu tískufórnalömbin með fáránlega stóru býflugnagleraugun...

Fanatík

Hann hló inni í sér. Ekkert smá hallærislegir þessir fanatísku Eurovision aðdáendur. Hvað er eiginlega málið með að þekkja lög og texta ALLRA landa sem hafa tekið þátt frá upphafi? Svo horfir sumt af þessu liði meira að segja á undankeppnir stakra landa, finnur sér uppáhalds lög í keppninni og reynir að spá fyrir um hverjir komast áfram í undankeppninni löngu áður en hún er haldin. Svo fer það í geðveika fýlu ef uppáhalds lagið dettur út. Svo ég tali nú ekki um eurovision partýin. Þar hittast hópar af þessum fríkum og horfa á þennan óskapnað.

Hann hristi þessar hugsanir af sér. Hann átti stefnumót við BT músina. Hún skildi sko strunsa um búðina með sveitt skottið að leita að rosalegasta flatskjá sjónvarpi, heimabíói og hard-disk recorder sem völ væri á. Nú skildi sko engin hönd Guðs fara framhjá honum. ÓNEI! Hann gæti pásað og skoðað betur einstök æsispennandi atriði ef honum langaði til þess. Hann vonaði bara að Brazzarnir myndu taka þessa keppni eins og þá síðustu (innskot frá Ósk: Já og svo ég tali nú ekki um orkut). Hann vissi allavega að hann yrði ógeðslega fúll ef Þjóðverjarnir yrðu ofar en þeir. Þeir eiga það sko EKKI skilið........

Já já.. ég veit bullur: En fótbolta-fanatismi er EKKERT skildur eurovision fanatisma.. Hann er miklu meira...blabla.. Cry me a river.. ;o)

18.5.06

Escape from reality...eða eurovision song contest... En semi er einmitt á eftir.

Taugahrúga

Ég er þekkt fyrir að vera sérstaklega kúl og afslöppuð fyrir próf. Þekkt langar leiðir. Held meira að segja að fólk í Fjarskanistan segi börnunum sínum sögur að því áður en þau fara að sofa. Eða. Þau myndu örugglega segja þeim sögur ef þetta væri satt. Þetta er nefnilega haugalygi.

Ég fer í próf á morgun og ég er við það að fá taugaáfall. Ég er búin að vera að blóta mér fyrir að velja TVO kúrsa þessa önnina sem er 100% próf í OG eru með geðveikt lágri meðaleinkunn. Held að meðaleinkunnin mín, sem var sæt og fín eftir síðustu önn, eigi eftir að megrast svolítið núna, þó ég sé búin að vera geðveikt dugleg að læra. Allavegana. Ég er komin á þetta venjulega daginn-fyrir-próf stig, þar sem að ég er hætt að taka inn upplýsingar og 50% þeirra upplýsinga sem ég hef lært fram að þessu eru búnar að checka sig út. Svo er ég með hraðan hjartslátt og fæ stressköst öðru hvoru. Gubba reyndar ekki eins og ég gerði einu sinni. Ég er sko öll að koma til. Svöl eins og Fonzie.

Áðan skrapp ég að hitta gaurinn sem er yfir mastersnáminu mínu. Hann bókaði með mér fund til að spjalla um kúrsana sem ég hef tekið, kúrsana sem ég ætla að taka og hvernig thesis ég ætla að reyna að gera og svona. Strætó kom of seint og á tímabili leit út fyrir að ég gæti hugsanlega orðið 1-2 mínútum og sein. Venjulega hefði ég hugsað "Pfff... 1-2 mínútur. Það skiptir engu". En í dag var í svo miklu panikki yfir þessu að ég hefði alveg eins geta verið Paris Hilton að missa af tækifæri til að komast í slúðurblöðin. Svo kom ég ekkert of seint sko. Alveg hreint magnað hvað ég missi tök á minni innri ró þegar próf eru annarsvegar..

17.5.06

Aldeilis..

Einar situr með bjór og horfir á fótbolta. Ég sit með skólabækur og leita að critical edges og augmenting paths í netum. Aldeilis lúxus á okkur..

Meiri slagsmál..Jack White vs. Jack Black


Um daginn fór ég að spá í þessu og ég var alveg pottþétt á því að Jack Black myndi vinna. Hann nefnilega er meiri týpa til þess að fara að beita bolabrögðum. Heyrðu... kemur svo ekki bara í ljós að Jack White hefur verið handtekinn fyrir að klukka rokkara í trýnið. Myndin þarna uppi er einmitt mugshotið sem var tekið við það tilefni. Ég er farin að hallast að því að Jack White gæti tekið þetta núna..

16.5.06

Pússið lúðrana, smyrjið hjarir vindubrúnnar, fyllið á nammiland og splæsið á hirðfíflið nýjum galla...

..því drottningin er að koma heim!

Ég verð á Íslandi 3. júní og fram að 31. júlí. Þá ætla ég að vinna, væla yfir því hvað það er kalt á landi elds og ýsu og hitta ykkur öll. ÖLL!

Ég reyndar skrepp til Hollands með (stuttu stoppi í Þýskalandi) í eina viku. Ég þarf nefnilega að hitta hana Beatrix drottningu, eða Trixie stuð eins og við Magga Þóra, drottning Danmerkur köllum hana. Við drottningarnar erum náttúrulega crazy saman. Okkur finnst skemmtilegast að horfa á teiknimyndir, fara á línuskauta eftir hallargöngunum og tefla með alvöru fólki sem taflmönnum. Reyndar stressum við okkur ekkert mikið á reglunum. Við segjum venjulega bara "HEY! You two. Fight to the death" og reynum svo að fá ekki neinar blóð eða heilaslettur á rjómatertu-pallíettu-drottningakjólana okkar.

Það eina sem mér þykir virkilega miður við að fara svona snemma til Íslands (fyrst ætlaði ég að vera í kúrsi í júní sko), er að ég þarf að selja miðann sem ég keypti Alice in Chains tónleikana. *sniff*

(P.s. áður en ég googlaði "evil queen" fyrir póskmynd, var ég mikið að spá í að gimpa illar augabrúnir á alla í hljómsveitinni Queen og sjá hvort einhver myndi tengja.. Svo nennti ég því ekki)

Smá könnun

Ef þið YRÐUÐ að velja... Hvort mynduð þið vilja slást við vampíru, varúlf eða Vin Diesel?

Þegar Svarthöfði hringdi í keisarann og útskýrði hvað kom fyrir dauðastjörnuna..

..var það einhvern veginn svona

15.5.06

KISUÁRÁS!!

Ég veit ekki hvenær eða hvers vegna, en ég hef tekið eftir því að ég er farin að mjálma lög frekar en að lalla þau. Þannig væri t.d. We will rock you stefið ekki svona:

lala-lala-la-la

heldur svona

mjámjá-mjámjá-mjá-mjá

This puzzles me.

14.5.06

The horror... the horror

Ég hef áður sagt að ég sé í þeim mikla minnihlutahópi sem ekki andar óreglulega og kiknar í hnjánum þegar minnst er á singstar. Singstar hefur hinsvegar ekkert truflað mig of mikið hingað til. Fólk sem ég fer í partý til hefur almennt sleppt því að draga fram þennan guðsvolaða leik. Í gær varð ég hinsvegar fyrir fólskulegri singstar árás og það á mínu eigin heimili. Eftir að ég hafði horft á kvöld-Charmedið mitt (með headphones), tók ég eftir því að það komu mikil læti frá íbúðinni við hliðina (svefnherbergið hjá okkur og stofan hjá þeim liggja saman). Það tók ekki langan tíma að átta sig á því að þetta fólk væri á bullandi singstar trippi, með hljóðnemana í hendinni. Ef það er eitthvað verra en enska með dönskum hreim, þá er það þegar YMCA og félagar eru sungnir fullum hálsi af hóp af drukknum dönum. Úffffff

13.5.06

Ónei

Endur voru langar. Meira að segja svo langar að það var þegar ég fór til Þýskalands og sá að það væri hægt að kaupa metra af vodka. Febrúar minnir mig. Þá, í bílnum á leiðnni til og frá Tyskland, heyrði eg sama lagið svona 3x. Ég fékk það reglulega á heilann. Þetta er skímó-type tónlist, enda er öll tónlist í Danmörku svoleiðis. Söngvarinn.. eða hljómsveitin (veit ekki hvort þetta er), heitir Johnny Deluxe. Ég var svona nokkurn veginn komin yfir þetta, þegar bíóin fóru að sýna auglýsingar með þessu lagi. Núna er þetta allt byrjað aftur.

Drenge som mig,
der bliver forelsket
i piger som dig.
Er på dybt vand.
For du vil have guld,
jeg har kun charme.
Er der overhovedet håb
for mig og en pige som dig.......

Bíjóf

Við skelltum okkur aftur í bíó í gær. Í þetta sinnið fórum við að sjá Lucky Number Slevin. Það eru plúsar og mínusar við bíó í Danmörku. Það sem mér finnst vera mesti og besti munurinn er að það eru númeruð sæti. Það er yfirleitt ekkert mál að fá góð sæti og ef að kona er að fara á einhverja ofur popjúlar sýningu, þá er alltaf hægt að panta fyrirfram á netinu. Ég fattaði eiginlega ekkert almennilega hvað þetta var mikil snilld, fyrr en ég fór á Harry Potter fyrir jól. Þá var alveg hafsjór af fólki á leiðinni inn í salinn (voru teknar myndir í blöð og allt því það var svo sækó mikið af fólki), nema hvað að allir voru bara í góðu chilli og það var enginn troðningur. Það var nefnilega búið að sjá til þess fyrirfram að samferðafólk myndi sitja saman. Á Íslandi um páskana mundi ég þetta aftur, þegar ég hljóp til, með popp og kók í hönd, að reyna að veiða sæti sem mér þótti mér samboðin.

Það sem mér finnst stærsti gallinn, er eitthvað sem plebbafólk hefur barist með kjafti og klóm fyrir að verði komið á heima. Það eru hlé-lausar sýningar. Sko! MÉR finnst gott að geta skroppið og fengið mér að pissa í miðri mynd, frekar en að þurfa að halda í mér í lengri tíma. MÉR finnst fallegt að geta fyllt á vatnsflöskuna mína eða nammibyrgðirnar (eftir því hvaða dagur er) áður en myndin klárast..

En já. Lucky Number Slevin er massafín töffaramynd. Mér finnst, að ef þið ætlið að fara í bíó, þá eigið þið að fara á Inside man eða Lucky Number Slevin. Mhhmm!!

12.5.06

Ég hlýt að vera orðin klikkuð í kókóshnetunni

Eins og mamma mín segir, "He who controls the cooking, controls what you eat". Ég elda. Ég ræð. Ég er meira að segja með lítinn lista á ísskápnum með kvöldmatarplani. Þannig get ég alltaf haft eitthvað fjölbreyt í matinn OG pikkað út mat eftir því hvað er á tilboði í búðum hverju sinni. Lifa hátt á LÍN eða eitthvað svoleiðis..

Núna, "as I type", þá er chilli con carne að chilla á eldavélinni. Ég er sem sagt að elda þetta chilli. Samt er það erki óvinur minn. Hr. Mon þykir þetta hinsvegar vera herramanns matur og ég hef nú verið dugleg í gegnum tíðina að láta hann "smakka" allskonar hluti sem hann hefur áður haldið fram að séu vondir. Svo kemur bara í ljós að honum þykir þeir ekkert vondir eftir allt saman, heldur fannst honum það bara þegar hann var krakki. Ég ákvað að ég gæti nú ekki verið verri manneskja og smellti þessu chilli á matseðilinn fyrir rúmlega viku síðan. Ég hef ekki borðað chilli síðan ég var krakki. Samt hata ég það. Mest af öllu hata ég nýrnabaunir. Þær eru rauðar eins og satan sjálfur og svo eru þær illgjarnar og undirförlar. Ég og Albert kóalabjörn túrum því statt og stöðugt að allt slæmt sem gerist í þínu lífi, sé bein afleiðing þess að þú hafir einhvern tímann borðað nýrnabaun. Ég keypti samt svoleiðis. Ég notaði að vísu ekki eins mikið eins og stóð í uppskriftinni, en engu að síður... Svo setti ég þær í bleyti yfir nóttina og sauð þær í 40 mínútur í hádeginu. Aldeilis sem helvítin láta hafa fyrir sér.

Annars er alls ekkert vond lykt af þessu chilli. Hún er eiginlega bara nokkuð góð. Ég er samt að baka heilhveitibollur og ætla að gera mikið salat til þess að hafa backup ef ég get svo ekki borðað þetta.

Nuclear Nightmares

hér

Klikkaðir íkornar

Ég bjó til þetta stutta animation úr einum uppáhalds brandaranum mínum..

gif animation

11.5.06

Fruity..

Ég á það til að gera ávaxtasalat til þess að gæða mér á í kringum kaffitímann. Í dag var ávaxtasalatið gífurlega velmegunarlegt og djúsí. Ferskur ananas, jarðaber, vínber og bananar. Mjá hvað þetta var gott. Af hverju ætli það myndist alltaf meiri stemmari yfir ávöxstum og ávaxtasalati í kringum sumartímann? Ætli það sé af því að þetta er svo safaríkt og fólk er svo þyrst..?

10.5.06

Ohhhh... svekk

Mig langar *geðveikt* í verkfærasettið þarna. Það er í bleikri tösku og öll verkfærin eru bleik. Bleikur hamar, bleikt skrúfjárnasett, bleikt málband, bleikt... ALLT. Ég sá það í Nettó í dag og skoðaði verkfærin ofan í því. Þau voru alveg fín. Ekkert drasl.

Verst að okkur vantar ekkert verkfæri :o( Spurning um að laumast í að kaupa svona og fela niðri í geymslu þangað til að við flytjum aftur til Íslands. Þá get ég hengt upp myndir, fest gólflista, skrúfað saman fullorðins lego (ikea húsgögn) og fleira.. en SAMT ekki tapað kvenleikanum.

Multimedia message

enenen... það er svo heitt
Powered by Hexia

9.5.06

Multimedia message

lama, lama duck
Powered by Hexia

mjáááörr segir hlébarðaunginn..

Þetta er búinn að vera þvílíkur snilldar dagur að annað eins hefur ekki sést lengi. Að vísu eru fínu, gulu blómin (mér finnst gulur svo fínn) sem Einar gaf mér í gær strax farin að vera hálf slöpp, en það skyggir ekkert of mikið á sólina.

Ég vaknaði snemma í morgun og fyrir hádegi hafði ég náð að læra allt sem ég ætlaði (samkvæmt study planinu mínu) að læra í dag OG á morgun í öðru faginu sem ég fer í próf í. Eftir hádegismat var hitinn kominn upp í 22°C. Þá fórum við svo niður á Norreport, þar sem ég keypti mér sólgeraugu í tiger. Svo fórum við í strædó í dýragarðinn. Ég hef bara farið þangað einu sinni áður. Hann er risa stór og algjört æði. Dýrin eru ekki í litlum búrum, heldur eru þau með flest með frekar stórt opið svæði út af fyrir sig. Það var geðveikt gaman að skoða þau öll. Sérstaklega samt gibbon abana, litlu bjarnarhúnana, glænýja hlébarðaungann sem mjálmaði svo fyndið að ég pissaði næstum því í mig og tasmaníu djöflana sem hann Christian prins fékk í skírnargjöf.

Ég hefði getað klappað lamadýri, en ég gerði það ekki. Það kom nefnilega alveg upp að girðingunni sinni og skoðaði okkur. Ég vildi ekki klappa því, vegna þess að það voru nokkrir krakkar í kring, sem hafði verið bannað að koma við það af foreldrum sínum. Synd. Ég held svo mikið upp á lamadýr. Ég klappaði bara hesti og geit í staðinn.. og tók mynd af lamadýrinu og sendi á síðuna mína. Hún virðist ekki hafa komist alla leið. Heldur ekki myndin af ísbirninum sem lúllaði sér í hitanum, alveg búinn á því.

Ef ég byggi nálægt þessum dýragarði myndi ég sko alveg kaupa árskort og vera svo bara að hanga þar öðru hvoru. Það eru svo fín opin svæði þar svo það væri alveg hægt að taka með sér bók og nesti og svona.

Aaaanywho. Eftir að hafa skoðað öll dýrin vandlega, löbbuðum við niður í bæ, í gegnum geðveikt fínan garð og framhjá svona 100 pizzastöðum. Þar fengum við okkur að borða, stoppuðum í (annari) Tiger búð og versluðum kaldan kaffidrykk handa hr. mon. Svo lestuðumst við heim og ég kláraði að læra allt sem ég ætlaði í hinu faginu sem ég fer í próf í úti á svölum.

Þvílík snilld að eyða hæfilega löngum tíma úti í sólinni og eyða tíma í að gera eitthvað skemmtilegt EN SAMT náð að læra meira en ég ætlaði að læra í dag og þurfa því ekkert að stressa mig á að vera eftir áætlun! *ELSK*

8.5.06

Ormar

Þegar ég var lítil virtist einhvernveginn vera meira um orma. Kannski var það vegna þess að ég leitaði meira að þeim. Kannski var það vegna þess að höfuðið á mér var nær jörðinni og ég átti auðveldara með að sjá þá. Í dag sé ég orma afskaplega sjaldan.

Annars fórum við á The Inside man í gær. Hún var rosa góð. Það voru samt engir ormar í henni. Ég er farin að hafa svolitlar áhyggur af því hversu mikið ég er farin að halda með "vondu köllunum" í bíómyndum. Kannski það geri mér ekki gott að vera evil character í role play.....

Fw:

12 manneskjur eða 1000 kg af guðum
Powered by Hexia

6.5.06

Dúfur eru svo miklir töffarar!

Í alvöru talað. Dúfur eru Fonzie-ar fuglanna. Mér finnst að það ætti að sauma fullt af litlum leðurjökkum og klæða dúfur í eitt stykki. Það væri ennþá meira gaman að sjá þær "strötta" í leðurjakka....

Pæling

Ætli litlar stelpur sem eru alvöru prinsessur klæði sig upp sem venjulegar stelpur?

4.5.06

Hnísa og skömm

Við brugðum undir okkur betri hjólunum (svo að segja) og skelltum okkur á línuskauta um hverfið. Það er fátt eins þokkafullt og drotting á átta hjólum, baðandi út örmum og rassi í allar áttir.

Það er náttúrulega ekkert nema skammarlegt að hann Einar sé þúsund sinnum betri en ég á þessum græjum. Ég sem á 12 ára fimleikaferil að baki! Ég ætti að geta gert tvöfalt heljarstökk með skrúfu á þessum skrömbum og lent svo á annari löpp (á skautunum sko. Ekki hnénu eða eitthvað) og gert mont-snúning á meðan ég geispaði tilgerðarlega. Þess í stað var helmingurinn að hjálpa mér í gegnum erfiðari hlutina í dag, eins og t.d. að bremsa og að stíga yfir gangstéttakanta án þess að detta. Þetta kemur allt með kaldavatninu!

3.5.06

Vááááá hvað það er geðveikt veður

Glampandi sól og 16°. Öll næsta vika á að vera svona líka. I'll take it! Það hlýtur að vera hægt að læra fyrir próf úti á svölum.... :oP

Slátturmaðurinn slingi..

Ég heyrði mikið suð, eins og í ofvaxinni randaflugu. Þegar ég kíkti út um eldhúsgluggann, fann ég lykt af nýsleignu grasi. Ég sá líka að það er hálf nakinn, sérstaklega vöðvastæltur karlmaður með sixpack að slá garðinn hjá mér. Vissulega er hlýrra úti en hefur verið undanfarið, en ég er ekki aaaaaaaaalveg viss um að það sé ber að ofan heitt úti. Ætli þetta séu vinnufötin hans? Hahah

2.5.06

Varúð: Ákafar dúfur

Það er hipp, það er kúl, það er algjört æði, það er hipp er við mixum gróðurstæði!

Eru allir komnir með "Skólarapp" á heilann núna? Allir? Gott!

Áðan hélt ég á 10 króna virði (20 lítrum) af blómamold heim úr Netto. Hljómar það eins og ég sé Ofur-Ósk? Gott! Engu að síður, þá er þetta er ekki alveg eins mikið þrekvirki og þið haldið, þar sem að 20 lítrar af blómamold eru ekki nema 2 kíló. Vissulega hef ég aldrei lært mikið í eðlisfræði, en mér þykir þetta hinsvegar mjög skrítið.

Eftir að hafa sett moldina á tilætlaðan stað, fórum við og versluðum stórkostleg pottablóm á torginu við endann á götunni minni. Núna hangir annað blómakarið, allt moldað og blómað, fram af svölunum og brosir til sólarinnar. Það er líka orðið nægilega heitt til þess að sitja út á svölum í einn bjór eða svo, þannig að það er ágætt að hafa risa fín ((TM) Óli frændi) blóm þar konu til samlætis! Hitt karið verður fyllt þegar hitinn nær 16°C (á morgun) og mögulegt verður að sitja úti á svölum lengur enn einn bjór.

1.5.06

Köngulóin okkar er flutt

Við eigum gælukönguló. Ég myndi sýna ykkur mynd af henni, en mms póskið hefur verið í einhverju ólagi hjá mér síðustu daga. Það er einmitt ástæðan fyrir því að þið sáuð ekki "12 manneskjur eða 1000 kg af guðum" myndina, flottu myndina sem ég tók í Tívolí á föstudaginn, myndina sem sýnir að ein, lítil dós af tuborg classic passi nákvæmlega í eitt af bjórglösunum mínum og myndina af litla, kjánalega rafmagnsbílnum á 3 hjólum... sem ég hélt fyrst að væri bátur.

Allavegana. Aftur að köngulóinni! Hún hefur búið á sturtuherbergisloftinu síðan í sumar. Í fyrstu bjó hún í horninu yfir sturtunni. Hún flutti sig eftir að hún reyndi að éta Einar og mistókst það. Hann var sem sagt í sturtu og þegar hann leit upp, þá sá hann að hún var búin að síga niður á þræði alveg rétt fyrir ofan hausinn á honum og var með galopinn munninn. Þegar þau náðu augnsambandi, panikkaði hún og hljóp aftur í hornið sitt. Stuttu eftir þetta atvik, þá tók hún allt sitt hafurtask og færði sig í hornið á hinum enda sturtuherbergisins. Þar hefur hún haldið sig í góða 8 mánuði. Í fyrstu, þá íhugaði ég að losa okkur við köngulónna. Hún var bara þannig staðsett að það var virkilega erfitt að ná til hennar. Með tímanum þá vandist ég henni og núna þætti mér hálf leiðinlegt að sjá hana fara.

Stundum hef ég haldið að hún væri dauð, því að hún hreyfir sig voðalega lítið og svo voru engar flugur til að borða yfir veturinn. Þá hef ég hent í hana bómullahnoðra eða einhverju léttu, og séð hana forðast árásina og sanna að hún væri lifandi í einu.

Um helgina hafði köngulóin svo flutt sig í þriðja hornið. Ég vildi að ég gæti talað köngulóa mál, og spurt hana að einhverju í líkingu við *chhhhhhhhwwwwssss chwasschhh" schhwhaaasssh (svona held ég að köngulær hljómi einhvern veginn), sem þýðir "af hverju færðir þú þig?". Svarið væri líklega svo rosalegt að ég þyrfti að taka saving throw til að koma í veg fyrir að hausinn á mér myndi springa. Ég held nefnilega að þessi könguló viti meira en allt mannfólkið! Einhvern veginn hefur hún lifað af 8 mánuði án matar....

Myndir sem breyttu heiminum..

Hér