31.3.06

Kúúúkrúúúukrúúú

Segja dúfur. Ég veit það vel, því að ég hef hlustað á tvær spjalla saman fyrir utan svalahurðina (sem er einmitt alveg við sófan sem ég sit alltaf í) síðan í gær. Þær hafa gert sig heimakomnar á svölunum og þær eru svo sáttar að þær hætta ekki að kurra. Gera dúfur hreiður? Einhverstaðar þurfa þær nú að geyma eggin og ungana þegar þær fara að kúka á styttur. Kannski að þær séu að gera hreiður á svölunum nákvæmlega núna. Fljúgandi rottur! Vúhú!

Ég vildi nefnilega að við hr. mon fengjum okkur gælurottu þegar við værum komin með buru (..en ekkert endilega börn sko. Hvað er bura anyways?). Hann sagði nei, og bar það fyrir sig að þær væru með svo ógeðsleg skott. Dúfur eru ekki með nein skott. Kannski ég eignist þá bara gæludúfur í staðinn!

30.3.06

Ég aftengdi sprengjuna á síðustu stundu

Tja.. reyndar ekki. Ég átti nokkrar mínútur aflögu. Hitt er bara meira spennó.. Enn það er svolítið tölvunörda ívaf í þessu..

*geisp*Tja.. reyndar ekki. Aðalega bara sybbin. Fannst þetta bara clever mynd.

Sænska eðalstálið SAAAAAAAB

Svartur, leðurklæddur, station saab er kominn inn í bílskúr. Allavega væri hann kominn inn í bílskúr ef við ættum bílskúr. Hann er bara úti á bílastæði. Saab umsemjanlegrar ástríðu. Eða eitthvað svoleiðis. Leigu-Saab. Keyrir hvern þann sem er tilbúinn til þess að borga rétta upphæð. Hann leigu-Saab mun vera okkar fram á þriðjudag. Svo kemur miðvikudagur og fimmtudagur og svo fer ég til útlanda sem heita Ísland.

29.3.06

Aukaverkannir

Ég veit ekki hvort ég hélt að ég gæti farið í gegnum allar 6 Harry Potter bækurnar sem eru komnar út á tveimur vikum án þess að verða var við neina aukaverkannir. Núna eru 5 dagar síðan ég kláraði þær og síðast í nótt dreymdi mér fólk, fljúgandi á sópum með töfrasprota í hendinni. Stór hættulegt

Ef allir AÐRIR myndu hoppa fram af fjalli, myndir þú gera það líka?

Lemmings..

28.3.06

Multimedia message

Ég hef fengið brún egg og ég hef fengið hvít egg... en ég hef aldrei áður fengið blönduð í sama kassa. Hænurnar á þessu búi hljóta að vera geðklofar.
Powered by Hexia

Eureka!!!!

Frá því að ég man eftir mér, hefur mér langað í kisu. Ég hef sagt ykkur áður af hverju ég get ekki fengið kisu. Það eru allir svo miklir asnakjánar að vera með ofnæmi fyrir þeim. Svo fór ég að hugsa... Eðlur eru ekkert svo ólíkar kisum. Allavega ekki þessar millistóru! Þær eru með 4 fætur, skott og haus alveg eins og kisur. Ég gæti bara fengið mér eðlu og klætt hana í mjúka peysu. Ég gæti meira að segja klætt kisuna.. ég meina.. eðluna í mismunandi litaðar peysur eftir því hvernig ég vil að hún sé á litinn hverju sinni. Það er ekki hægt að skipta um lit á alvöru kisum svona auðveldlega sko! Svo þegar ég er að klappa eðlunni á, get ég bundið rafmagnstannbursta við bakið á henni svo hún mali.

Hver þarf kisur þegar það er hægt að fá eðlur í mjúkum peysum??

27.3.06

Veij

Í dag byrjaði ég að elda 80 mínútum fyrir áætlaðan snæðitíma. Í dag er nefnilega innri hreinsunardagur og því fiskur í matinn. Ég fann þessa uppskrift á netinu og ákvað að prufa hana, þó að hún taki alveg afskaplega langan tíma í ofninum. Ég breytti að vísu sósunni og notaði líka meira krydd... en þetta var alveg geðveikt gott! Ég er svo mikill karföflu-nutter.

Það er afskaplega gaman þegar eitthvað sem tekur tíma heppnast vel. Alveg eins og það er afskaplega súrt þegar það er svo óætt :oP

Þetta gengur náttúrulega ekki!

Síðasta haust ákvað tíminn að vera svo yndæll að gefa okkur ókeypis klukkutíma. Þá gat ég sofið heillri klukkustund lengur, án þess að mæta of seint í skólann. Svo kemur bara í ljós að tíminn er vinur hans euro. Euro hagar sér sem sagt þannig að það gefur og gefur monnís og svo allt í einu bara upp úr þurru *BAMM* þú skuldar mér pening! Tíminn tók klukkutímann aftur um helgina. Í morgun vaknaði ég kl. 7:55, en í bio-klukkan mín var stillt á 6:55. Ég er klukkutíma of syfjuð.

Ég held að fleiri séu klukkutíma of syfjaðir. Þegar ég var í strætó á leiðinni heim úr ræktinni, var gamli maðurinn fyrir framan mig að lesa fötex tilboðsbækling á hvolfi. Hann var búinn að fletta í gegnum þrjár opnur áður en hann fattaði það.

Þetta er nóg. Það verður að stöðva tímann.... Í svona klukkutíma!

25.3.06

Hmmm...

Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja, svo að hérna er svín í kusu inniskóm.

ALDREI!

Munið þið eftir abflex. Abflex náði slíkum vinsældum að á tímabili var rætt um það á alþingi með fullri alvöru að bæta við brons abflex við hlið Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Allir áttu abflex og allir elskuðu abflex. Ég man. Aðeins 2 mínútur á dag og þú gætir þvegið þvottinn þinn á magavöðvunum. Aðeins 2 mínútur á dag og bumban myndi hverfa eins og geðheilsa Tom Cruse.

Svo fór fólk að fá innvortis blæðingar og abflexarnir voru gerðir brottrækir undir rúm og í dimmustu hornin á skápum og geymslum. Þar safna þeir ryki og bíða eftir að sinn tími muni koma að nýju.

Munið þið eftir fótanuddtækjum? Ég man ekki eftir þeim. Þau voru fyrir minn tíma, en ég hef séð þau við hliðina á abflex græjum í dimmustu og dýpstu geymslunum. Mamma sagði mér að allir hefðu viljað fótanuddtæki ein jólin og allir hafi fengið þau. Kannski fékk einhver innvortis blæðingar á fótanuddtækinu sínu. Kannski fékk einhver soðnar tásur. Ég veit ekki hvers vegna þau voru kvödd.

Stundum heyri ég fólk tala um brauðvélina sína á sama máta og abflex eða fótanuddtæki. Brauðvélin *MÍN* mun ekki verða tík abflex eða fótanuddtækis. Ég elska hana eins og póstkassarnir elska rauðan. Á meðan við vorum í bíóf að sjá V for Vendetta, beið hún heima, stillt og góð. Svo eftir að myndin var byrjuð, hóf hún að hnoða og hefa pizzadegið sem var svo einmitt tilbúið 2 mínútum eftir að ég kom heim.

Vinur.

The world greatest "if"

Hér

24.3.06

Multimedia message

Það þarf sko ekkert að skjóta feita, hæga fugla með haglabuxum til þess að vera veiðimaður og villikona. Ég læddist að ísskápnum og opnaði hann hægt og rólega, surprisingly cat-like... svo vatt ég upp hurðinni og ávaxtaskúffunni.... á leifturhraða greip ég þetta epli sem reyndi að skoppa í burtu undir eldavélina. Svo öskraði ég á það, svo það var lamað af hræðslu, réðst á það hnífnum mínum og skar á slagæð... svo át ég það hrátt! Gööööörrrrr...
Powered by Hexia

23.3.06

Aaaah.. loft!

Loksins er farið að hlýna. Í fyrsta skipti í leeengri tíma getum við verið með opna glugga og andað að okkur fersku lofti innan dyra. Mér líður eins og hamstri sem hefur verið tekinn úr búrinu sínu og settur í hamstrakúlu í fyrsta skiptið í langan tíma. Elsku hamstrakúlan!

Multimedia message

Ég var að prjóna þessa glæsulegu skó! Mikið hvað ég er myndarleg..
Powered by Hexia

22.3.06

Múúúh!

Mikið er ég þakklát fyrir það að mér hafi aldrei fundist það flott á meðan ég var unglingur að hafa viðbjóðslegt tribal tattú á mjóbakinu og freystast til að fá slíkt varanlega litað í húðina á mér. Úff hvað mér finnst það hallærislegt..

21.3.06

18 dagar!

Eftir 18 daga kem ég til Íslands. Ég ætla að hitta mömmu og pabba og Daða bróður og Rúnu og Óla frænda og Elvu og ömmu og afa og ömmu og afa og alla vini mína og ALLT!

Ég ætla að borða Indókína og Eldsmiðjuna og Subway og páskamat og páskaegg og fisk og lambakjöt og..og... FULLT!

Svo ætla ég að kaupa nautakryddblöndu og oreos í hvítu súkkulaði og speltpasta og opal og tópas og ALVÖRU kók og ...og... ALLSKONAR!

20.3.06

So does this turn you on?

...sagði kennarinn minn í data logic eftir að hann hafði útskýrt fyrir okkur skilaverkefni. Hann er:

a) Vondur í ensku
b) Geðveikur
c) rök-pervert

Hreinsidagur

Í dag er hreinsidagur hjá mér. Innrihreinsidagur. Neinei.. ég ætla ekki að grípa til notkunar stólpípu og kaffikorgs, heldur mun ég bara borða grænmeti, ávexti og fisk, drekka helling af vatni og detox-tei.

Í hádeginu fékk ég mér niðurskorið blómkál, broccoly, gulrætur, gúrku, papriku, epli, plómur, vínber og melónu (cantelope). Hver hefði trúað því að kona gæti orðið pakksödd af grænmeti og ávöxtum? Ég tek samt með mér smá í nesti fyrir skólann og svo er heill hellingur til þess að taka á móti mér þegar ég kem heim.

Áhugavert!

18.3.06

Pigwideon

Ég *vildi* að ég ætti gæludýr eins og Pigwideon... Mér finnst hann svo fyndin og ég held hann sé rosa mikið spons!

17.3.06

Multimedia message

Möntsj..
Powered by Hexia

Þetta fer að verða sárt!

Á menu barnum á tölvunni minni blasir við mér veðrið í Kaupmannahöfn og veðrið í Reykjavík hlið við hlið. Þetta var sérstaklega skemmtilegt fram í lok október á síðasta ári, þegar Köben sýndi ennþá 17°C á meðan að Reykjavíkin var að detta upp í 5°C í mesta lagi.

Karma.

Síðustu daga hefur íslenski mælirinn verið í 8 - 9°C en þessi danski aldrei farið yfir núllið. En þeir sögðu að það ætti að koma vor í mars. ÞEIR SÖGÐU! Allar minningar um hlý haustkvöld, þar sem við hr. mon sátum úti á svölum og spiluðum með bjór í hendi og kertaljós á borði flögruðu í burtu eins og fiðrildi þegar kuldinn kom. Nei. Eins og fuglabíbí í kuldaskóm, því ekki eru fiðrildin mikið að flögra núna og ekki flögra mörgæsir mikið. Þær bara kjaga.

Æi hvað það er eitthvað pathetic annars að leiðast út í að skrifa heilu færslurnar um veðrið. Svona gerist þetta í ellinni.

Ég er samt búin að ákveða að þetta verði skemmtileg helgi... Á morgun förum við til frænda hans Einars og kærustunnar hans og spilum quidditch.. Nei.. ég meina bara venjulegt spilakvöld með kannski bara catan, shittadales, actionary eða risk. Svo fáum við lambalæri, beint úr frystinum en upprunalega úr mosuðum heimahögunum í landi miðnætursólarinnar. Ég veit ekki hvað verður annað. Eitthvað skemmtilegt samt og lítið tölv. Ég held að það sé viturlegt að hvíla augun sín fyrir stórræði sem koma.... kannski einhverntímann

16.3.06

*hikk*

Færð þú líka *alltaf* hiksta þegar þú borðar blómkál?

Á fimmtudögum..

..er ég andlaus. Þá er eins og einhver hafi stungið röri í hnakkann á mér og drukkið mig. Eins og í futuramaþættinum þar sem Fry drakk keisarann. Muniði?? Muniði? Hehe. það var fyndið. Ahh.. ég þarf að fara að horfa á futuramað mitt aftur. Gott stöff.

Á fimmtudögum er eins og einhver hafi tekið mig og undið eins og tusku. Lífsþrótturinn lekið niður. Eins og dementor hafi reynt að kyssa mig.

Er þetta nógu mikið af samlíkingum fyrir ykkur? Samlíkingar eru ekki ósvipaðar og ullasokkar. Kona getur aldrei haft nógu mikið af þeim. Núna á ég enga ullasokka. Þessvegna orna ég mér á tásunum með samlíkingum.

15.3.06

Til þeirra sem leita..

Til þeirra sem leita..

Spurning um að gera góðverk í dag. Ég fór yfir 10 nýjustu leitarskilyrðin og ætla að redda fólkinu ef það kemur aftur...

túnfisk uppskrift:

Túnfisksalat
100 gr. létt kotasæla //Mér finnst gott að setja hana í maskínu fyrst og tæta úr henni kekkina
1 dolla túnfiskur í vatni
1 msk létt majó
1/4 saxaður laukur
Niðurskornar eggjahvítur af 2 harðsoðnum eggjum (henda rauðunum. Allt kólestrólið er þar)
aromat
season all
Blanda saman

Túnfiskvefja
Hita 1 heilhveiti tortilla köku
Setja á kökuna:
c.a. 100 grömm af túnfisksalati
Kál
Papriku
Gúrku

Stíflað

Hmm.. Ég veit eiginlega ekki hvort er stíflað hjá þér. Annars vegar mæli ég með því að þú borðir mikið af trefjum og ef það virkar ekki, athuga hvort apótekin eigi ekki eitthvað handa þér. Hinsvegar ættir þú að versla þér stíflueyði og drullusokk. Ekki rugla saman hvor lausnin skal notuð hvar.

landspítala kúrinn

"Næringarstofa Landspítala - háskólasjúkrahúss vill af gefnu tilefni vekja athygli fólks á því að "Efnaskiptakúr Landspítalans" sem var auglýstur í DV laugardaginn 29. maí sem vinsælasti megrunarkúr landsins um þessar mundir er ekki frá LSH kominn og að ekki er mælt með slíkum kúr af hálfu spítalans ."

Þetta er sem sagt skyndilausn og eitthvað segir mér að ef þú skellir þér á hann, verður þú alveg eins feit/feitur eða feitari á sama tíma á næsta ári. Ef þú ert engu að síður sjúr, þá er hann t.d. að finna hér.

veggsport

Veggsport var ræktin mín heima á Íslandi. Ég hef barasta gott um þá að segja. Lítil, persónuleg og sæt, en samt öll lóð og græjur sem þú þarft til að æfa almennilega. Mjög lítið um píkuskrækjandi íþróttaálfa í pallatímum eða þessháttar, en mér var slétt sama, því að ég sæki ekki í svoleiðis samkomur. Það eru samt alveg tímar þarna, t.d. spinning og svona.

Það er kannski vert að nótera það niður að það er ekki barnapössun í Veggsport, en það er barnahorn, með dóti og videoi, svo að hugsanlega er hægt að skilja eldri börn eftir á meðan á æfingu stendur. Já! Og eitt enn. Þeir eru með gufuböð. Ég kann mjög vel við gufuna í kvennaklefanum, ég sem almennt er ekki gufu-vinur.

skandinaviens næste topmodel 2006

Jeg kan ikke hjælpe dig. Jeg har kun set 1 program. Unskyld!

Jónína Ben Styrmir

Ennþá?? Ég hélt að fólkið sem googlaði eftir þeim væri að fara að gefast upp! Ég sá þessa pósta og ég get alveg sagt ykkur að það er betra, geðheilsu ykkar vegna að finna þá ekki! Sumt viltu bara ekki sjá fyrir þér..

Afmælisleikir

Ég skrifa eins mikið og ég nenni..

Hvísluleikur:
Krakkarnir/fólkið raðar sér í hring og einn ákveður orð. Viðkomandi hvíslar svo orðinu í eyrað á manneskjunni sem situr sér á vinstri hönd. Sú manneskja hvíslar svo því sem hún heldur að hún hafi heyrt í eyrað á manneskjunni sér á vinstri hönd og svo framvegis. Þegar hvíslað hefur verið í eyrað á síðustu manneskjunni, segir hún svo upphátt það sem henni heyrðist orðið vera. Þetta er skemmtilegra ef að krakkarnir eru margir... eða ef um fullorðið fólk að ræða, að það sé temmilega marinerað. Það er hægt að spila þennan leik einn, en þá þarf meira áfengi.

Sardínuleikur:
Twist á feluleik. Hérna felur einn sig og þegar einhver finnur hann, treður finnarinn sér líka á felustaðinn án þess að segja orð. Þegar ný manneskja finnur felarann, treður hún sér líka á felustaðinn o.s.frv., þangað til að allt afmælið hefur troðið sér þangað.

Pakkaleikur:
Lítill hlutur, t.d. litskrúðugut strokleður, eða annað ómerkilegt er pakkað inn í mörg lög af gjafapappír, dagblöðum, pappakössum, tapei og fleirra. Gestir setjast í hring og pakkinn er svo látinn ganga á milli veislugesta á meðan að tónlist er spiluð. Þegar græjumeistarinn smellir á pásu á tónlistinni, má sá sem heldur á pakkanum á þeirri stundu rífa eins mikið upp af honum og hann getur. Þegar tónlistin byjar aftur, þarf pakkinn að ganga að nýju. Sá sem nær að opna pakkann alveg, heldur honum.

Stólaleikur
Stólum, einum færri en gestum er raðað í hring. Gestir labba svo í kringum stólana á meðan að tónlist er spiluð. Þegar tónlistin er stoppuð eiga þeir svo að drífa sig að setjast á stólana. Sá sem nær ekki stól, dettur út. Einn stóll er fjarlægður og þetta heldur áfram þangað til að einn stóll og tveir aðilar eru eftir. Sá sem sest síðast á stól vinnur og fær kannski verðlaun.

Múmíuleikur
Sniðugari fyrir fullorðna. Í hverju liði eru 2-3 aðilar. Hvert lið fær allavega eina klósettpappírsrúllu. Keppnin gengur út á hvaða lið getur gert fínustu múmíuna á fyrirfram ákveðnum tíma, t.d. 3 mínútum.

Limbó
...þið kunnið limbó!

blogg +ekki

Nei. Þetta er ekki blogg. Þetta er pósk! Rétt hjá þér :o)

eyðsla unglinga

Ég get nú ekki hjálpað þér mikið hér, en ég mæli með því að þú splæsir bara á unglinginn vasapening og látir hann versla sér sín föt, bíómiða og þess háttar sjálfur. Þá lærir hann að þekkja "the value of money" og mjálmar ekki um að honum vanti 16.000 króna gallabuxur. Það vantar ENGUM 16.000 kr. gallabuxur. Magnað hvað fólk vill eiga frekar en peninga.

einkanúmer

Jánei. Ég hef áður sagt eitthvað um þau.

Einkanúmer eru númeraplötur fyrir bíla, sem eigandi sníður eftir sínu eigin höfði. Sniðið þarf þó að takmarkast við 1 - 6 stafi, og aðeins bókstafi eða tölustafi (þannig væri t.d. C++ ekki leyfilegt) Fyrir þessa númeraplötu borgar eigandinn í kringum 25.000 kr. við skráningu, og svo einhvern pening á hverju ári í viðhaldsgjald, eða hvað þetta nú heitir.

Í gamla daga, þegar svörtu númeraplöturnar voru enn upp á sitt besta, var alltaf hægt að sjá á bókstafinum á plötunni, hvaðan bíllinn kom. Þannig gátu saklausir borgarbúar passað sig á bílum merktum dreifarastöfum. Allir vita að dreifarar kunna ekki á menningalega umferðarhluti eins og umferðarljós, hringtorg (tja.. nema Mosfellsbæingar... þeir kunna sko sannarlega á hringtorg) eða bremsur. Þetta gengdi í rauninni sama tilgangi og að sérmerkja ökukennslubíla.

Í dag hafa dagar sérmerktra dreifarabíla liðið undir lok. Á þessum tímum getum við ornað okkur við einkanúmerin. Þið spyrjið mig kannski hversvegna?
Tja.. Það skal ég segja ykkur. Einkanúmer eru aðeins til eins hluts nytsamleg. Það fer enginn að gera lítið úr því gagni sem þeim hlut fylgir! Einkanúmer merkja vel og vandlega þá sem eru nægilega miklir plebbar til þess að fá sér einkanúmer. Þessa plebba ætta að sjálfsögðu enginn að hafa samskipti við.... nema vera skildu aðrir plebbar með einkanúmer!

14.3.06

Hawwy Potteh

Ég hlustaði á Potter (chamber of secrets) í ræktinni. Ég endaði með því að gleyma mér alveg og taka helmingi lengri brennslu en ég ætlaði. Djö.. Ég ætla aldrei að lesa venjulega bók aftur. Með þessu móti er hægt að "lesa" t.d. á meðan ég elda, er í ræktinni og er í strætó! Bók 2.0

13.3.06

Hinir ódauðlegu..

Ég var að fá wild hugmynd. Einhverstaðar las ég að augun séu eini líkamshlutinn sem stækkar ekkert frá fæðingu OG! það sem meira er, eyrun og nefið hætta aldrei að stækka. Hugsið ykkur þá ef að einhver gæti fundið "fountain of youth" eða eitthvað því um líkt. Verið hálendingur eða annar skrambi. Ætli að kona gæti alltaf þekkt hina ódauðlegu á axlasíðum eyrum og nösum sem gætu falið litla kisu?

I'm back!

Einu sinni var ég að hanga með ónefndum vini mínum. Svo hringdi síminn hans, hann talaði, skellti á og sagði svo: "I'm back". Samtímis sagði hann "...from out of space" og ég "..in black", sem algjörlega undirstrikaði mismunandi persónuleika okkar.

En já. Drottningin ykkar hefur snúið aftur frá fríinu sem var tekið af heilsufarsástæðum. Ég held að Petra hafi saknað mín. Það var að sjálfsögðu gagnkvæmt. Þetta var annars ágæt helgi, þrátt fyrir tölvuleysi. Ég væri alveg til í næstu helgi bara strax.

Ég gat loksins sent LÍN einkunnirnar mínar og námslánin ættu að koma í vikunni. Helmingurinn sagðist hafa séð auglýsingu á 300 króna lestarmiðum til Hamburgar. Núna er ég að leita. Væri alveg til í stutta helgarferð sem "LÍN fyllerí". :oP

12.3.06

Multimedia message

augnæfingar..
Powered by Hexia

Multimedia message

Hmmm.. Ætli augun mín séu skárri? Best að kíkja. Jú! Allavega aðeins. Í gær fórum við í svakalega skemmtó dýrabúð á þremur hæðum. Þar voru allskonar dýr, meira að segja risa stór tankur með hákarli og nemófiskum. Skrýtið að hann borði þá ekki. Þarna voru líka snákar, eðlur, apar og allskonar fuglar. T.d. tukan fuglar í huge búrum. Einusinni var víst skunkur þarna, sem búið var að klippa á spreyið á. Hann hagaði sér eins og hundur.

Mér líður eins og ég sé í survivor. Engar bækur og engin tölva... Ég er búin með sex og hálfan tíma af Potter og er að spá í að draga fram pastavélina á eftir og búa til ravioli eða eitthvað. Eða kannski sauma ég kjól. Blöh.
Powered by Hexia

11.3.06

Multimedia message

Ég er að "lesa" Harry Potter. Búin að "lesa" í rúma tvo tíma samfleytt. Sérstaklega sniðugt fyrir lasin augu.
Powered by Hexia

Multimedia message

Ég skellti í eina franska, því eitthvað þarf kona í tölvubanni að gera af sér. Breytti henni svo í kaktus með jarðaberjum. Við fórum bæði næstum því í sugar-indused coma eftir eina sneið. Fórum líka í bíó í gær og sáum uppáhalds myndatýpuna mína; vampírumynd. Svo málaði ég fíl á tannburstaglas og gíraffa á sápugaur. Það er gott að eiga postulínsmálningu. Other than that er ég búin að dansa með rauða ofnhanska á höndunum fyrir framan Einar á meðan hann er í tölvunni og rissa upp krókódíl fyrir bómullarpostulíns... eh.. glas.. Spurning um að fara niður í bæ eða eitthvað... Skilja ofnhanskana eftir heima.
Powered by Hexia

10.3.06

Multimedia message

Mér er svo illt í augunum að ég ætla ekkert að tölvast og lesa sem minnst alla helgina. Verð að finna mér eitthvað annað til dundurs. Ég gerði til dæmis þennan "army of chickunz", sem mun brátt marsera um göturnar og hrella ánamaðka! My minions. Mér fannst ninjur og storm-trooperar aðeins of áberandi og klysjukenndir..
Powered by Hexia

8.3.06

Gleðigleðigleði

Ég hef nokkru sinnum tekið við einhvejrum pökkum hér í DK og póstmennirnir eru alltaf ótrúlega glaðir og kammó. Brosa allan hringinn, grínast og svo þegar þeir fara segja þeir "Ha' godt dag". Núna lenti ég í því að ég var bara með kort, en ekki seðla. Póstmaðurinn var hinsvegar ekki með posa með sér. "Það er nú allt í lagi", sagði hann. "Ég sæki bara posa á pósthúsið og kem aftur". Svo kom hann aftur stuttu seinna með posa með sér, ennþá voða glaður.

Ég hef líka upplifað þennan "ligeglad-ism" í storcenterinu, þegar ég sé skrifstofufata klæddan pabba í eltingaleik við dóttur sína, eða litlar stelpur röltandi um í öskubuskukjólnum sínum, þykkum sokkabuxum og kuldaúlpu á venjulegum laugardegi.

Ég ætla að verða svona þegar ég verð stór!

7.3.06

En undarlegt!

Ég hló þegar ég sá þessa mynd. Mér finnst hún ennþá rosalega fyndin, en get engan vegin fattað af hverju..

Amerískir talíbanar?

Dæmið sjálf..

Tiða!

Mér finnst gaman af kisum. Þær eru mjúkar og það er gott að klappa þeim. Svo geta þær farið með sig sjálfar út í labbitúr og þær gera stykkin sín í kattasandinn sinn, í staðinn fyrir að það þurfi að taka þau upp í plastpoka úti á víðavangi. Ef eigandinn vill fara í stutt frí, þá fær hann bara einhvern til að vökva kisuna á meðan.

Mér hefur alltaf þótt gaman af kisum og ég suðaði oft í foreldrunum að fá eina slíka á heimilið. Það féll ekki í góðan jarðveg, þar sem að ég virðist vera eini fjölskyldumeðlimurinn sem er ofnæmislaus.

Einn daginn, þegar ég var að labba heim frá henni Völu minni (líklega svona 9 ára) þá trítlaði til mín kisa. Ég beygði mig niður og klappaði henni. Það fannst henni gott. Hún rölti á eftir mér alla leiðina heim. Ég klappaði henni stundum á leiðinni þegar hún nuddaði sér upp við lappirnar á mér. Ég bjó í blokk þá. Ég opnaði hurðina að andyrinu og kisan skaust inn með mér. Ég sagði henni að hún mætti eiginlega ekki elta mig lengra, því að ég væri að fara heim til mín. Hún vitist ekki skilja það, því að þó ég hafi bara gert pínulitla rifu á hurðina inn á stigaganginn, svo ég gæti smogið mér þar inn, stakk kisan sér á eftir. Ég labbaði upp á þriðju hæð og kisan elti. Þegar ég opnaði hurðina að íbúðinni okkar hljóp kisan þar inn og gerði sig heimakomna uppi í sófa.

Eftir allt kisusuðið í mér trúði mamma sko EKKI þegar ég sagði henni að hún hefði elt mig heim. Ég held að hún hafi séð fyrir sér að ég hefði dröslað kettinum með sperrtar klærnar, þvert gegn vilja hans alla leiðina heim og upp stigana til þess að geta púllað: "Hún elti mig heim, megum við eiga hana?". Það stóð á ólinni hennar að hún byggi í nágrenninu, svo kisunni var hent út aftur og málið var dautt. Samt langaði kisunni alveg eins mikið að eiga mig eins og mér langaði að eiga hana.

Þegar ég flyt aftur til Íslands, verslum við Hr. Mon okkur eigin heimili fljótlega. Þar má víst heldur ekki vera kisa, þar sem að þá gæti hvorki fjölskyldan mín, né tengdarfjölskylda komið í heimsókn og ég vil ekki svona hárlausa kisu.

6.3.06

En undarlegt..

Ef við segjum "Íslendingur", af hverju ætli það sé þá talað um "Dana" og "Norðmann" en ekki "Danmerking" og "Noreiging"?

"Ég gaf kettinum mínum stólpípu"

Sko.. ekki ég. Hann.

Ég get galdrað!

Eða allavega stundað voodo (I love that voodo that you do). Ég veit ekki alveg hvort það er. Í gær var nefnilega svo voðalega kuldalegt úti og ég var eitthvað löt. Ég óskaði þess inni í mér að það væri frí í skólanum daginn eftir, því að ég var engan vegin í stuði fyrir mánudag. Stuttu seinna bárust skilaboð frá kennaranum sem kennir mér á mánudögum og hann sagði að það yrði frí.

Í dag er því þriðji dagurinn í fimm daga helginni minni. Ég ákvað að halda upp á það með því að henda deigi í brauðvélina mína þegar ég kom heim úr ræktinni. Hún malar núna svo ósköp fallega á meðan hún hnoðar speltdeigsblöndu með C-vítamín gostöflu. Ekki spyrja mig. Þessi uppskrift fylgdi með vélinni.

Núna óska ég þess inni í mér að ég vinni aðalvinninginn í lottói. Það er samt meira streach, því að ég kaupi aldrei lottómiða.

5.3.06

Krummi

Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.

Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,
því sólelsk hjörtu í sumum slá,
þótt svörtum fjöðrum tjaldi,
svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi.

Krunk, krunk, krá.
Sumum hvíla þau álög á
aldrei fögrum tóni að ná,
þó að þeir eigi enga þrá
aðra en þá að syngja,
fljúga eins og svanirnir og syngja.

Krunk, krunk, krá.
Fegri tóna hann ekki á,
og aldrei mun hann fegri ná.
Í kuflinum svarta hann krunka má,
uns krummahjartað brestur,
krummahjartað kvalið af löngun brestur.

Krummi gamli er svartur,
og krummi er fuglinn minn.
Krunkið eru söngvar hans
um sólina og himininn.

- Davíð Stefánsson

Já.. og auðvitað líka trusty sidekick eins og Tóbakstuggu..

Himininn yfir Danmörku er með króníska flösu. Allt sem ég þarf til að stöðva þennan endalausa vetur, er einkennisbúningur, 20.000 lítrar af head and sholders sjampói og geimflaug!

Ég hef annars ekkert að segja í dag. Jú! Afskaplega langar mig mikið í chicken faijta subway. Ég myndi myrða fyrir subway. Hmm.. Myrða er kannski svolítið sterkt til orða tekið. Ég myndi sparka milli fast í sköflunginn á einhverjum, ef viðkomandi væri minni en ég..... fyrir chicken fajita subway!

4.3.06

Áhrif eiturlyfja á köngulær

Myndir hér

Multimedia message

...ég og stígvélin...
Powered by Hexia

Multimedia message

...við erum ógjösslega góðir vinir...
Powered by Hexia

Hallóóóó stígvél!

Mikið eruð þið fallega svört og hæfilega há. Og mikið er flati botninn ykkar fínn. Já.. svo ég tali nú ekki um hvað þið eruð flott uppreimuð og rennd. Mikið passið þið vel og rosalega eruð þið þægileg. Best af öllu, þá eruð þið mín. MÍÍÍÍÍÍÍN!!!!

*Krossleggja lappir uppi á borði rétt í þessu*
Einar: Hahaha.. ertu í stígvélunum?
Ég: Öh... NEI! Æi.. ég er bara að prófa sko..

Ekki segja, en ég er að spá í að sofa í þeim í nótt....

Ágætis gær alveg hreynt

Ætli það séu ellimerki að finnast rosa gaman á föstudegi án þess að stredderíiast neitt? Ég var til 10 í skólanum og fór svo í hádeginu upp á flugvöll til þess að hitta hann Maddlú. Hann millilenti á Kastrup á leiðinni til Austurríkis í surprice heimsókn til frúnnar. Ég þorði ekkert að minnast á þetta hér fyrr, svona on the off chance að hún eða einhver henni tengdur myndi ramba hingað inn. Úff hvað það var gaman að sjá smá of mæ píböls! Við snæddum hádegismat og hann gaf mér ÍSLENSKT laugardagsmöntsj, tvær 1/2 lítra kókflöskur og tvo drauma. Svo blöðruðum við bara saman þangað til að hann þurfti að fara í tengiflugið sitt.

Á leiðinni heim stoppaði ég í Fields, sem er voða fínt mall, staðsett úti í rassgati (rétt hjá flugvellinum). Ég ætlaði að leita að stígélunUM! sem hafa heimsótt mig í sýnum og draumum, en ég hef aldrei séð í físísku formi. Þau eru alveg eins og venjuleg pæjustígvél, nema alveg flatbotna og ekki með neinni upphækkun. Svo rábaði ég bara um í Bilka og í föndurbúðinni og ákvað að mig langaði að sauma regnpils. Kíkti ekki einu sinni í áttina að skóbúð. Ég held að það sé alveg bókað mál að ég kunni ekki að versla. Þarf alveg mann með mér. Þetta var náttúrulega best þegar ég og Hákon fórum í kringluna á hverjum föstudegi. Hann er besti verslunarbuddy í heimi. Ahhh.. rútínu föstudagar! Hver einasti föstudagur í svona 1 ár. Þá kláraði skólinn kl. 11:45, ég sótti Palla upp í DT, við fengum okkur hádegismat einhverstaðar, svo skilaði ég honum og sótti Hákon og við fórum í ljós og í ríkið í Kringlunni og rábuðum svo eitthvað á milli búða. Svo var stredderí um kvöldið. Alltaf.

Ah. Já.. allavega. Back to the ... past.

Ég tók Metro-ið á leiðinni heim. Þá var klukkan 15:30 og það er næstum háannatími, því að Danir vinna svo stutt. Sætin í metro-inu eru svo ofboðslega lítil, en eiga samt að vera fyrir tvo. Það sat maður (næstum því) ofan á mér alla leiðina. Oh hvað mér finnst óþægilegt þegar ókunnugt fólk kemur við mig einhvern veginn. GET ekki farið í sund þegar það er mikið að gera. Ojj.. ennþá verra þegar ókunnugt, hálfnakið fólk kemur við mig. Maðurinn sem sat í kjöltunni á mér saug upp í nefið og blés lofti í gegnum það til skiptis stanslaust. Ég var farin að hægspila það á endurtekningu í huganum hvernig það myndi líta út ef ég myndi kýla hann í nebbann. Lét samt ekki verða að því. Ég var orðin skíthrædd um að lestirnar myndu allar tefjast, því að það snjóaði svo mikið, að ég lét hann bara komast upp með þetta. Nenni ekki þessum sjó lengur. Þetta er hætt að vera fyndið.

Þegar ég kom heim, þá sá ég að Hr. Mon hafði tekið til, ryksugað og meira að segja þryfið allt baðherbergið. Vá hvað ég var glöð! Venjulega gerum við þetta í sameningu á laugardögum, en núna er bara frí hjá minni í tiltektinni þessa vikuna. Pfff.. blóm hvað!? Svo fékk ég líka afskaplega gott heilnudd og lúllaði pínu eftir það. Það tekur á að vakna snemma skal ég segja ykkur!

Um kvöldið horfðum við bara á Dogma, sem er afskaplega skemmtileg mynd. Svo las ég í Vampire role play bókinni minni.

Já, sveimér þá ef ég er ekki að verða gömul. Þarf ekki annað en að hitta góðan vin, eiga frábæran Einar og slappa vel af til að eiga brilliant dag!

Held ég þurfi að reyna að eignast vini í Danmörku. Hvernig eignast kona vini þegar hún er 24 ára? Held að "Viltu vera memm" virki ekki alveg lengur..

3.3.06

Íslenskt sjónvarpsefni

Um daginn horfði ég á netinu á einhvern hollustuþátt sem er framleiddur af skjá einum. Eitt atriði þótti mér stórkostlegt og það var þegar anit-sykur fasistakonan byrjaði á að blanda sykri út í gerviblóð og sýna þannig áhorfendum hversu fljótt sykur leystist upp í blóðinu. Þvínæst blandaði hún eplabitum út í annan skammt af gerviblóði, en þau leystust að sjálfsögðu ekki upp. Þetta átti að sannfæra okkur um að náttúrulegur sykur væri betri en venjulegur. Þetta er án efa rétt, en hefði konan hent mars stykki ofan í blóðið hefði það ekkert leyst upp med det samme. Gefðu okkur smá kredit kona!

Ég fékk líka nettan aulahroll þegar kærastinn hennar var að elda og gaf henni að smakka og hún kom með rosa surprised: "MMMM! Þetta er rosa gott!". Jáh.. Eins og hann hafi aldrei eldað þetta ofan í hana áður. Jööh ræt.

Ágætis þáttur samt. Ég held bara að líf án alls sykurs eða gervisykurs sé ekkert mjög skemmtó til legndar. Lifi laugardagar!

Brødrene Løvehjerte

Á sunnudaginn byrjaði ég að lesa bókina "Bróðir minn Ljóshjarta" á dönsku. Ég ákvað að ég þyrfti smá æfingu í þessu guðsvolaða máli. Í gær kláraði ég hana. Það var ekki eitt einasta orð sem ég átti í vandræðum með og ég las hana á svipuðum hraða og enska eða íslenska bók. Þetta er alveg temmilega skemmtó bók og temmilega spennandi á köflum líka :o) Var eiginlega alveg búin að gleyma söguþræðinum.

Upp úr þessari litlu tilraun hef ég komist að því að íslenska menntakerfið hefur brugðist mér. Ég skil ritaða dönsku alveg rosalega vel, en hins vegar ef ég á að fara að tala hana eða þegar fólk talar við mig frekar hratt þá gæti ég alveg eins verið að horfa á fótbolta. Manni var alltaf bara kennt að bera textann fram alveg eins og hann er skrifaður. Hmm.. kemur ekki bara í ljós að það hefur nákvæmlega ekkert upp á sig...

1.3.06

Útfyrir endimörk alheimsins!

Ég var að fá alveg glæsilega mynd af guðsyninum í Bósa Ljósár öskudagsbúninginum sínum. Hann er með bros allan hringinn, alveg hrikalega montinn yfir þessu. Ef ég hefði ekki frétt að ég væri að fara til Íslands áðan, þá hefði þetta totawwy made my day! :oD Núna bætti þetta bara á gleðina.

Meiri un-dead pælingar

Væri necromancer sem ætti un-dead elskhuga náriðill!?

Vampírur..

Fyrst að vampírur sjá ekki spegilmynd sína, hvernig geta þær alltaf verið svona svalar? Er alltaf einhver Vladimir snyrtir eða eitthvað að tuskast í kringum þær og snurfusa þær til? Ég krefst svara!

Íslandið mitt góða

Ég er að fara til Íslands í páskafríinu því að ég á svo góða mömmu og pabba. *hopphopp* Mikið hlakka ég til. Ég verð alveg í 10 daga. Ég ætla að reyna að hitta ALLA og borða páskamat og subway og spila role-play og..... ALLT

Áðan var ég að labba..

Ætlaði að fara að taka strætó heim úr ræktinni. Þá sagði heilinn á mér allt í einu: "Hingað og ekki lengra Ósk! Ég tek ekki annað skref fyrr en ég fæ að hlusta á David Gray". Þetta þótti mér undarlegt þar sem ég hef ekki hlustað á hann svo mánuðum skiptir. "Aha!!", sagði heilinn. "Og er þá ekki kominn tími til?". Til allrar hamingju var ég með iPodinn minn með mér, svo að ég gat hlýtt. Annars væri ég ennþá föst á miðri gangstéttinni á milli stoppustöðvarinnar og aðalbyggingarinnar í skólanum. Þarna skall sko hurð nærri hælum!