31.1.06

Ég keypti mér hliðartösku í dag undir skóladkótið mitt. Á henni stendur .why not. Nákvæmlega það sem ég hugsaði! Frábært líf! Núna á ég íþróttatösku OG skólatösku, alveg eins og heima á Íslandi.

30.1.06

Skóla rant
Fyrir jól skráði ég mig í einhvern Microsoft kúrs. Eða.. kúrs sem er kenndur af fjöldanum öllum af starfsmönnum frá Microsoft. Lýsingin var fín. Sagði að kúrsinn fjallaði um allt sem við kemur hugbúnaðarþróun... alveg frá agile methods og niður á verðlagningu. Ég hélt að hann yrði voðalega spennó, þangað til að ég las yfirlit yfir dæmatímana (sem var í doc skjali, sem mér finnst sæmilega dónalegt). Þeir innihalda æsispennandi hluti eins og "að setja upp MS Project" (hrollur) og "Að búa til Team project í VS.NET", svo eitthvað sé nefnt. Út frá fyrsta tímanum, sem var í dag, varð mér enn frekar ljóst að þarna eru basically kenndir hlutir sem ég er alveg með á hreinu úr BSc náminu mínu, nema hvað að þarna eru allir þessir framkvæmdir í einhverju með MS stimpilinn á rassinum.

Við Einar röltum samt í frímínútunum og spurðum kennarann út í það hversu mikil áhersla væri lögð á ákveðin forrit og að hversu miklu leiti þekking úr kúrsinum myndi nýtast okkur í öðrum umhverfum. Gaurinn sagði að öll þekkingin myndi nýtast okkur annarstaðar. Í næsta fyrirlestri var svo farið í það skref fyrir skref hvernig það er hægt að einingaprófa í VS.NET. Við gengum út.

Skemmst er frá því að segja að ég hef nú skráð mig í kúrsinn "graph theory" í staðinn fyrir þennan káta kall. Núna er ég í þremur "fræðilegum" kúrsum. Úffpúff. Held samt að "data logic" sé skemmtilegur. Það er pabbi hans strjállar stærðfræði og maður forritar í prolog. Mér finnst gaman að forrita í prolog.
Það var svo erfitt að vakna í morgun. Mér finnst svo langt síðan að það stóð 6: eitthvað á vekjaraklukkunni minni þegar ég fór á fætur.

29.1.06

Ég sótti mér ScummVm til að ég geti spilað the day of the tentacle aftur (ætlaði fyrst að spila Sam & Max því að það er lengra síðan ég spilaði hann, en hann var eitthvað hálf lasinn greyjið).

Ég er sem sagt að spila Day of the tentacle í ScummVM sem er sett upp á XP VM vélinni minni sem ég keyri á ubuntu vélinni minni. Bjútíföl!
Í dag er síðasti dagurinn í fríinu mínu. Ég vil meira frí!

28.1.06

Allt sem þið vilduð (ekki?) vita um tölur
Ég kláraði þriðju Artimis Fowl bókina í gær. Byrjaði á þeim um jólin. Las reyndar eina Kvenspæjarastofa nr. 1 bók á milli fyrstu bókanna, því Einar var að lesa á undan mér og var ekki á nógu góðum hraða. Heh. Þessar bækur eru þrususkemmtilegar. Við eigum ekki síðustu og núna get ég ekki beðið eftir að panta hana af Amazon. Murrrr.
Blint stefnumót
Við röltum út á veitingastaðinn "okkar" og fengum okkur yndælis kvöldmat. Besta hálfmána í heimi. Nammimatur. Mmm.

Á borðinu við hliðina á okkur sat mamma hans Waterboy. Hún hafði reyndar klippt á sér hárið, skellt sér í innvíðar, bláar gallabuxur, hvíta íþróttaskó og fleeze peysu, en við þekktum hana samt. Stuttu eftir að við höfum komið okkur fyrir og fengið matseðilinn í hendurnar, kom stapler gaurinn úr Office space. Hann hafði reyndar lagt svolítið af og fórnað semi-formlegu fötunum fyrir gallabuxur sem náðu aðeins fyrir ofan öklana og casual peysu, en þetta var alveg augljóslega hann.

Mamma hans waterboy og stapler gaurinn ræddu aðeins saman og það kom í ljós að þau hefðu eitthvað farist á mis. Mamman hafði verið farin að hafa áhyggjur á því að hann myndi hafa chickað út úr þessu, en hann hafði víst verið að bíða eftir henni á lestarstöðinni. Það sást á stapler gaurnum að hann var farinn að óska að hann væri ennþá á lestarstöðinni.

Mamman hans waterboy byrjaði svo að tala á stapler gaurinn. Hún talaði og talaði og talaði og á meðan heyrðist ekkert í honum. Þau pöntuðu sér mat. Hún pantaði hvítlaukspizzu í forrétt, en hann fékk sér engan slíkan. Á meðan að mamma waterboy hámaði í sig hvítlaukspizzuna, sá hún líka um að halda uppi samræðum með fullan munninn, ekki ósvipað og viðbjóðslega fyrrverandi Ísland í dag kvenndið. Reyndar hefði stapler gaurinn alveg geta verið einhverstaðar annarstaðar, þar sem það eina sem heyrðist frá honum var uml (ekki tölvu UML sko) öðru hvoru á meðan andlitið sökk í frekara vonleysi.

Á meðan að á þessu stóð kom það einhvern veginn upp í samræðum okkar Einars um stefnumót (þar sem að blinda stefnumótið var í gagni á vinstri væng og á hægri væng var aðeins meira sjarmerandi fólk á stefnumóti líka. Karlinn gerði sitt besta í að brynna konunni með allri rauðvínsflöskunni og hún var orðin þvoglumælt og komin með daðurstilbrigði), að ég hefði einhvern tímann lesið að það væri viss matur sem fólk ætti að forðast á fyrstu stefnumótunum. Þar væri spaghetti efst á lista, þar sem að fólk ætti reglulega erfitt með að vera heillandi á meðan það borðar spaghetti. Ég hafði varla sleppt orðinu en að aðalrétturinn var borinn á borð fyrir stapler gaurinn og mömmu hans waterboy. Stapler gaurinn var með voða girnilegan lax, en mamma waterboy var með fullan disk af spaghetti. Hún skrúfaði ekki spaghettí-ið á gaffalinn eins og fólk gerir flest, heldur tróð hún lengjunum upp í sig með gafflinum og slafraði því niður. Stapler gaurinn var næstum því farinn að gráta.

Þegar þarna var komið við sögu þoldum við Einar ekki lengur við og greiddum okkar reikning og röltum heim á leið. Það er svo fallegt þegar kvikmyndapersónuleikar finna hvorn annan á stefnumótamarkaðnum.......
Fishy, fishy, fishy oh. Who went... whereever I did go.

27.1.06

Áðan biðum við í röð í einn og hálfan tíma til þess að endurnýja líkamsræktakortið okkar. Röðin í morgun var samt 4x minni en röðin í gær (ég er ekki að ýkja). Við tókum bara ekki sénsinn á því að öll kortin myndu seljast upp, svo við dembdum okkur í röðina. DTU ræktin er mjög fín, það er rosalega þægilegt að sprikla í skólanum upp á tímasparnað og síðast en ekki síst kostar hálft ár þarna bara 400 krónur.

Sem Íslendingi þykir mér þó fátt leiðinlegra en að bíða í röð... Sérstaklega ef einhver frönsk beygla stendur fyrir aftan mig allan tímann og jórtrar tyggjó með opinn munninn, með tilheyrandi smjatthljóðum. *HAT*. Mér finnst virkilega að það ætti að banna tyggjó í Evrópu.

26.1.06

Multimedia message

Issss... Thinkgeek ætlaði að rukka mig um jafn mikinn sendingakostnað og blíngið sem ég ætlaði að kaupa kostaði, svo ég bjó bara sjálf til d20 hálsmen. Nokkur. Og svo má skipta út teningum í 2 þeirra eftir litum á outfitum sem ég er í. Ég á maaaarga d20. Ég elska fallega teninga...
Powered by Hexia

Ég tek alsberu stelpuna fram yfir þetta any day..
Oj. Einar fór með mér í ræktina í dag og lenti í búningsklefaáfalli. Hann skellti sér í gufuna eftir rækt. Þegar hann kom út aftur, sá hann gaur halda á viðbjóðslegustu sokkum sem hann hafði séð. Þeir höfðu líklega einhvern tímann verið hvítir, en núna voru þeir næstum því svartir af drullu. Gaurinn labbaði inn í sturturnar og byrjaði að skrúbba sokkana undir vatninu. Svo bætti hann smá sápu við og hélt áfram að skrúbba. Á endanum tók hann sig til og fór að vinda vatnið úr sokkunum og svona brúnn taumur lak úr þeim. Svo skellti hann sér bara í þá og í skóna utan yfir og labbaði út. Það heyrðist víst *plask* í hverju skrefi.

*hrollur*

25.1.06

Multimedia message

Hér er búið að opna einn pakkann..
Powered by Hexia

Multimedia message

Hahaha... pakkningin utan um músasnípana... svo þeir skemmist ekki í flutningum eða eitthvað. Ég setti sprittkerti með til samanburðar
Powered by Hexia

Við fengum 9 fyrir viðbjóðslega verkefnið í viðbjóðslega faginu. Nema hvað... hér í Danmörku er 9 ekki það sama og 9. Hér er 9 það sama og svona 8 (give or take). Jább. Þeir eru nefnilega með 13 skala. Nema hvað að það er ekki hægt að fá allar einkunnirnar á skalanum. Það er hægt að fá:
00, 03, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13.

Þeir gefa yfirleitt ekki 11 og 13, nema að fólk sé að koma fram með eitthvað rosalega magnað sem kannski engum hefur dottið í hug áður. Auðvitað meikar þetta kerfi ekki sense, svo Danirnir eru að spá í að skipta því út. Fyrir 10 skalann? Neibb.. not so much. Þeir eru að spá í einkunnir á 7 skalanum. BLAAAH.. :o)
Kaaaaldar tásur (sungið við Bubbi byggir lagið)

24.1.06

Mig langar í svona og mig myndi langa í svona ef hann væri til í stelpó.

But MOST of all... þá langar mig í SVONA!. Ég á svo marga 20 hliða teninga að ég gæti skipt út eins og ég vildi eftir því í hvernig fötum ég væri hverju sinni. Svoooooooooo flott. Villvillvillvill... VILL
Afmæliskakan hans Óla frænda var R2D2 kaka. Hversu kúl er það??
Mmmm.. Ég bjó mér til súkkulaði muffins. Núna er svo góð lykt í íbúðinni og mallinn minn er svo glaður.
Fordómar eru byggðir á fáfræði. Ég er með fordóma. Þeir ágerast líka bara með tímanum. Núna er ég ekki að tala um fordóma fyrir Húsvíkingum, tískufórnalömbum eða fólki sem fílar hiphop. Ég er að tala um miklu alvarlegri fordóma en það.

Ég var náttúrulega alin upp í allt öðru samfélagi með öðrum gildum, svo það hefur kannski einhver áhrif. Ég bara get ekki á nokkurn hátt skilið hvernig fólk getur talið það betri kost að skera sína eigin dóttur eða systur á háls, frekar en að una henni að eyða lífinu með einhverjum sem hún elskar. Ég get ekki skilið hvernig pöbbum getur þótt það í lagi að giftast sjálfir konu sem er annarar trúar, en geta ekki unað dætrum sínum sama munaðar. Ég get ekki skilið hvernig fólk getur lamið eða myrt dætur sínar fyrir að vera of vestrænar í hegðun, þegar téð fólk flutti sjálft með þær til vesturlanda. Ég verð líka leið þegar ég sé svona 8-9 ára systkini labba saman í frostinu. Strákinn í snjógalla og með húfu, en stelpuna í síðu pilsi með slæðu utan um hárið....

Ég verð alltaf svo reið þegar ég hugsa um þessa hluti. Ég verð svo reið af því að mér finnst þetta svo rangt og ég get ekki skilið þetta.

23.1.06

Ég í ræktinni í morgun..
Ég vaknaði í morgun við að síminn hans Einars hringdi. Það var Dell fólkið að láta okkur vita að við þyrftum að vera heima á miðvikudaginn á milli 17-22, því að þá kæmi sending til okkar. Þessi sending er reyndar bara með 10 stk. músasnípum fyrir laptoppa og þeir virðast ekki geta sett þetta inn um bréfalúguna. Reglur eru reglur. En bjúrókratískt af þeim.

Allavegana. Ég fattaði það þegar ég vaknaði úr miðjum draumsvefni að oft dreymir mig eins og í sjónvarpsþáttum eða bíómyndum. Ég er ekki einu sinni í draumunum, ég er bara að fylgjast með öðru fólki. Þetta er í þriðja skiptið á stuttum tíma sem ég verð var við þetta.

Ég allavega klæddi mig í íþróttafötin og dröslaðist í ræktina. Tók efripart (bi, tri, brjóst, axlir, bak) og brennslu, því ég komst ekki í gær sökum afmælis og lestatafa. Á leiðinni aftur heim lenti strætóinn minn í árekstri. Eða. Það heyrðist svaka ískur þegar hann straujaði alla hliðina á sér. Ég sat vitlausu megin svo ég sá ekki hvað var í gangi. Svo fór strætóbílstjórinn út í einhverjar 10 mínútur og kom svo aftur inn og keyrði áfram. Ég er ennþá geðveikt forvitin.

Ég labbaði framhjá Hjálparstofnun kirkjunnar búðinni í götunni minni og fannst fyndið að þau voru með innrammaða mynd af litla prinsinum og allt skreytt með danska fánanum. Ég labbaði svo framhjá bakaríinu í götunni minni og fannst fyndið að þau voru að auglýsa súkkulaði trekant á tilboði.

Gaman að vera í fríi..

22.1.06

Ammskjamms. Við fórum í 4 ára afmælisveislu frænku minnar í dag. Það var aldeilis gaman. Reyndar var veislan haldin í bæ rétt hjá Ringsted, sem er svolítið frá menningunni. Við þurftum því að leggja undir okkur eilitla lestarferð. Ferðin þangað gekk fínt. Hún tók tilskyldan tíma og var bara rétt 5 mínútna seinkunn. Maður frænku minnar (og pabbi frænku minnar og frænda ef út í það er farið) sótti okkur á lestarstöðina og keyrði með okkur í afmælið. Öll trén á leiðinni voru í klakahjúp, því að það var svo kalt (c.a. -7°C).

Það var svo hörkustuð í afmælinu. Íslensku- og/eða dönskumælandi litlar stelpur hlupu út um allt hús í bleikum og rauðum kjólum og léku sér með bleika einhyrninga, bratz dúkkur, bleika blómálfavængi og fleirri bleika hluti. Svo var bakkelsi, nammi og bleik kaka.

Ferðin til baka gekk ekki eins vel. Þegar við komum á lestarstöðina, skíthrædd um að missa af lestinni heim, kom í ljós að á henni var 30 mínútna seinkunn. Þegar þessar 30 mínútur voru liðnar, bættust við aðrar 6 til. Svo aðrar 2. Svo aðrar 6. Svo aðrar 2. Alltaf smá í einu, svo kona myndi örugglega ekki hafa tíma til að fara inn og hlýja sér. Ég hélt að ég myndi aldrei fá tilfinningu aftur í tærnar. Ég hafði rangt fyrir mér. Þegar við loksins fórum inn í lestina og tásurnar fóru að þyðna, fékk ég þvílíka verki að það var eins og það væri verið að stinga milljón nálum í tærnar á mér. Ávi. Á þeim tímapunkti hefði ég frekar kosið að hafa aldrei aftur tilfinningu í tásunum.

Þegar lestin loksins kom á aðaljárnbrauta stöðina (en ferðin tók líka lengri tíma en til var ætlast), stoppaði hún þar heillengi. Eftir svona 15 - 20 mínútna stopp, með næst mest pirrandi barn í öllum heiminum öskra á mömmu sína allan tímann, lagði hún af stað á næstu stöð, sem var einmitt stoppustöðin okkar. Þar ætluðum að taka lestina heim í Lyngby. Skemmst er frá því að segja að lestin sem við ætluðum að taka heim var biluð. Hún færðist ekkert úr stað í góðar 20 mínútur, á meðan að mest pirrandi barn í öllum heiminum öskraði á mömmu sína og pabba. Á endanum var kallað upp í hátalarakerfinu að hún myndi ekki fara lengra. Það leið og beið og loksins náðist að koma helvítis járndraslinu í burtu og lestirnar byrjuðu aftur að renna í gegnum sporið, eins og fiskur.

Ferðin þangað tók 45 mínútur, en ferðin til baka tók 2 klst og 20 mínútur. Þó ég sé hálf spent, ískalt og hálf kvekt eftir þessar hremmingar, er ég aðalega bara þakklát fyrir að þetta hafi ekki verið á hinn veginn, því þá hefðum við misst af afmælinu! :o)

21.1.06

Ég er í fríi í heila viku frá skólanum. Heila viku plús eina helgi nánar tiltekið! Danir kunna þetta sko! Já, þeir kunna eiginlega of vel að vera í fríi held ég barasta. Ég er allavega ekki enn búin að fá eina einustu einkunn, en fyrir jól var síðasta prófið/skila dagsetningin mín 12. des.

Þetta er ansi vel að verki staðið. Ég held líka að ég hafi verið of góðu vön úr HR. Þar var kona ekki fyrr búin að skrifa nafnið sitt á prófblaðið, en hún var búin að fá einkunn. Dönunum er náttúrulega drullusama, því að þeir fá borgað að vera í skóla, án tillits til einkunna. Við Íslendingarnir þurfum að sýna fram á námsframvindu til að LÍN miskunni sig yfir okkur og láni okkur monnís á vöxtum.

Allavega, þá fékk ég póst frá einum kennaranum sem sagði að einkunnir yrðu komnar inn í síðasta lagi í dag. Innranetið er ekki sammála. Annar kennari sendi póst og sagði að einkunnir komi inn einhvern tímann í byrjun febrúar. Ekkert hefur heyrst frá kennurum í þriðja kúrsinum.

Jæja. Ætli ég verði ekki bara að bíða. Bíðibíðibíð... BÍÍÍÍÐ! :oÞ
Mér finnst það ógeðslega fyndið að danski prinsinn heiti prins christian. :o)

20.1.06

Vúhúhúhúúúúúuú.. Bæði ég og Einar erum snillingar samkvæmt MENSA!!

Við gátum bæði 19 hluti í þessu prófi.

Vúúúhú.. Ég var líka örugglega einhvern einn og hálfan tíma að þessu. Ekkert smá climax þegar ég gat nítjánda hlutinn. Ætlaði sko EKKI að hætta fyrr en ég var komin með nógu marga í að vera snillingur fyrst ég var svona nálægt. Ég er líka HÆTT núna.. Ætla ekkert að reyna fleiri. Getur verið gífurlega frústrerandi.

Ég gat 1, 2, 3, 4, 6, 7, 10, 13, 16, 18, 19, 20, 21, 23, 25, 26, 27, 32 og 33.

Einar gat alveg eins nema í staðinn fyrir 13 og 33 gat hann 29 og 30

Multimedia message

Það er svo rosalega íslenskt veður úti. Snjór og rok, aldrei þessu vant. Ég setti upp rokheldu húfuna að þessu tilefni, þó hún sé svo sem ekki í miklu uppáhaldi annars...
Powered by Hexia

Fyrir fjórum árum síðan í dag, kom guðsonur minn organdi í heiminn. Skrýtið hvað tíminn líður rosalega hratt. Mér finnst svo stutt síðan ég sá hann í vöggunni á spítalanum (meðganga, fæðing, súrheyisturn herbergið), þegar hann var agnarsmár og eign þvottahús spítalanna.

19.1.06

Ég elda. Einar gengur frá. Ansi ljúfur díll.

Ég bjó til kjötbollur í matinn í kvöld. Einar kom rétt í þessu úr eldhúsinu til að forvitnast um það hvernig í alle verden ég hefði farið að því að káma kjötbollublöndu á ALLA sleifina, líka toppinn.

Hmmm.. það er ekkert svo flókið skal ég segja ykkur. Ég hrærði fyrst með höndunum, svo blandaði ég sleifinni út í þegar þær voru orðnar of messí. Köllum þetta bara counter attack. Einar virðist nefnilega alltaf taka video af mér þegar ég læt eins og fáviti og get ekki séð hann. Við horfðum einmitt á heimavídjóv í gær.

Fyrra vídjóvið:

- Einar: Hvað ertu segir þú? Fiðrildalifra?
- Ég (vafin inn grátt í teppi frá toppi til táar): híhíhh.. nei lirfa!
- Einar: Og ætlar þú ekki að koma út fyrr en sólin kemur?
- Ég: híhíhíhíh.. NEI!
- Einar: Þó ég sé að taka þetta á video..?
- Ég: HÍHÍHÍ.. Nei!
- Einar: *tosar* teppið af mér
- Ég: Neiiiii.. þú drapst fiðrildið! Nú verð ég að vera vampíra.. *set teppið í vampírustellingar*

Hitt.

- Myndin er sýnd af mér, búin að snúa sængurveri á rönguna og fara algjörlega inn í það. Eftir að ég hef leikið draug í smá stund, gríp ég í hornin á sænginni og hoppa upp í rúm og hristi sængina og sjálfa mig til og frá til að sjá hvort sængin komist í verið. Á þessum tímapunkti er ég næstum því köfnuð úr hlátri yfir því hvað ég er fyndin og reyni að komast út úr sængurverinu, en ég festist eitthvað hálf í því, en næ hausnum út. Þá sé ég að Einar er að taka þetta upp á video og finnst þetta allt ennþá fyndnara.
Líf mitt væri svo miklu einfaldara ef egg væru framleidd án rauðunnar... Bara síðan í gærkvöldi hef ég sigtað rauðuna úr 10 eggjum. Af hverju heitir þetta annars rauða? Þetta er miklu frekar gula. Hún er gul eins og sólin og gamalt fólk!!

18.1.06

Vá.. Magnað. Öll þau pósk sem ég hef póskað, alla þá daga, mánuði og ár sem ég hef póskað.. hef ég aldrei skrifað orðið "lirfa".

Best að skemma það.

Lirfa.
*Grát og gnýstan tanna* Ég paper-cuttaði á mér miðnesið... Það er svo sárt.. Og svo týndi ég pennananum mínum í leiðinni.. Áháháhááááiii
Mér er kalt á tánum. Samt er ég í strympilega strumpuðu dúnsokkunum mínum. Stundum er of kalt til að dúnsokkar ráði við það.

Á föstudaginn flytjum við kynningu á paper-num (mér finnst "ritgerð" einhvernveginn ekki eiga við og heldur ekki "verkefni". Vantar gott orð yfir þetta á Íslensku. Pappír er heldur ekki málið. Það er eins og þetta sé eldhúsrúlla eða eitthvað) sem við erum búin að vinna í 3ja vikna kúrsinum sem við erum í. "Aðgangsstjórnun í vefþjónustum" myndi þetta líka útleggjast (c.a.) á upp á íslenskuna. Það verður spes að flytja kynningu á ensku. Samt fínt að fá einhverja æfingu í því...

17.1.06

Albert kóalabjörn hvað ég er södd!

Þetta var aldeilis erfiður dagur. Ég vaknaði seint í dag, svo ég varð að kötta niður í 5 máltíðir með fleiri kaloríum. Það er búið að vera aldeilis erfitt. Í dag er ég búin að borða...

Taco pasta salat
- Neðst: Pastaskrúfur
- Í miðjunni: 3-6% feitt hakk steikt (ekki með olíu) og blandað saman við taco krydd og græn paprika mixuð út í
- Efst: Smá salsa sósa

Eggjahvítukaka og hafragrautur
- 5 eggjahvítur og 1 rauða mixuð saman við oregano og svartan pipar og steikt sem eggjakaka
- 50 grömm haframjöl mixuð í örbylgjuhafragraut. Kanel ofan á

Túnfisk-vefja
- Tortilla hituð í ofni
- Svo hent á hana túnfisksalati (túnfiskur, létt kotasæla, aromat, allhliða krydd), rauðri og gulri papriku og káli

Kjúklingabringa
- Grilluð Cajun kjúklingabringa
- Kartöflur
- Gufusoðið blómkál, broccoly og gulrætur

Súkkulaði myoplex lite með banana
- Gat ekki meira :oP Ekki séns ég hefði geta borðað annan bita... svo ég drakk hann í staðinn!

Náði samtals 1460 kaloríum, reyndar í 40-40-20, en það er bara betra. Ég fór líka að lyfta eftir kvöldmatinn, en fer venjulega snemma á morgnanna. Það var mjög spes upplifun. Enginn trúðabuxnamaður..
Fyrir jól.
Bíó.
Anti Piracy texti kemur á skjáinn.
Gaur úti í sal: Jhaaarrr..


Ég hlæ ennþá öðru hvoru að þessu.. Phew. Þarf ekki mikið til að skemmta mér.
Vá, er allt endanlega að hverfa í snjó á Íslandinu?

16.1.06

Multimedia message

Nammmmmm... Sjúklega góður ís. Bara 100 kaloríur samtals það sem er þarna, enginn sykur og nánast engin fita. Eina vandamálið er að ég þarf þá að borða meira í kvöld..
Powered by Hexia

Danir geta ekki borið "three" rétt framm. Þeir segja alltaf tree eins og tré á ensku. Spurning um hvort það virki að slá þá utan undir í hvert skipti sem þeir bera þetta vitlaust fram og sjá hvort það hafi áhrif til lengri tíma litið...

15.1.06

Rant: Bara rétt að koma þessu öllu á hreint..
Ef þið nennið ekki svona skuluð þið bara lesa fyrstu punktana. Kílóamissismítur fólks pirra mig nefnilega
- Ég er ekki í megrun, því ég vil ekki vera mjó. Ég vil vera fit.
- Ég er ekki í átaki, því að átök enda og 95% þeirra sem fara í svoleiðis fitna aftur.
- Ég er ekki á kúr, því að þá borðar fólk almennt alltof fáar kaloríur og missa vöðvamassa. Ég vil ekki missa vöðvamassa.
- Ég veit að það að missa kíló er ekki það sama og að missa fitu eða grennast
- Ég er ekki að berjast við að sjá einhverja tölu á BMI reiknivél, því að samkvæmt BMI væri ég ekki einu sinni vannærð ef ég væri með fitulaus (0% fitu) og BMI staðsetur þriðja hvern einstakling rangt (m.a. mig) og sérstaklega íþróttafólk og "skinny fat" fólk (fáir vöðvar, temmilega mikil fita)
- Ég veit að hæð segir ekki til um kjörþyngd, heldur fituprósenta, og ég ætla að ná niður í 17 - 18% fitu og halda mér undir 20% næstu árin
- Ég veit að vöðvar eru lykilatriði til að halda brennslunni uppi og ef fólk borðar færri kaloríur en þeirra "maintanance level" er á það á hættu að missa vöðva og þannig meiri hættu á að fitna aftur
- Ég veit að fitumissir og vöðvaaukning fara almennt ekki saman og kvenmenn sem vinna staðfastlega að því að bæta á sig vöðvum ná sjaldnast meira en fáeinum kg á ári, með náttúrulegum aðferðum. Ég mun þessvegna ekki setja mér nein takmörk í að bæta á mig vöðvum, aðeins að viðhalda þeim sem ég hef. Til þess eru lóðalyftingar augljóslega nauðsynlegar.
- Ég veit að til þess að ná almennilegum árangri þarf ég að leggja hart að mér í ræktinni þegar ég er þar og ég þarf að mæta reglulega (ég fer 6x í viku, en er aldrei meira en klst í einu)
- Ég veit (of vel) að mataræði og líkamsrækt haldast hönd í hönd í þessum málum og fyrir flesta er ekki nóg að vera dugleg(ur) í ræktinni, ef mataræðið er ekki endurskoðað líka
- Ég er ekki á einhverjum svelti kúr. Ég reyni að ná 1500 HOLLUM kaloríum á dag (ATH að karlmenn þurfa meira), dreift jafnt yfir 6 máltíðir (50% kolvetni, 30% prótein, 20% fita, sem er góð skipting samkvæmt Tom Vento og helluvalot auðveldari en 40-40-20 skiptingin).
- Ég mun leggja nammidaginn til hvíldar, þar sem að ég átti það til að fá illt í mallann á honum
- Í staðinn borða ég 2 "whatever" máltíðir um helgar (fékk mér bara eina máltíð þessa helgi reyndar. Ekkert annað en pizza var worthy) til þess að halda efnaskiptunum uppi, koma í veg fyrir að ég fórni höndum og gefa mér enn tækifæri á að borða allt sem mér finnst gott endrum og eins
- Ég trúi því ekki að heilbrigt líferni eigi að taka enda eftir að ákveðnum árangri hefur verið náð
- Ég veit að það er enginn sem er ennþá að lesa þegar hingað er komið við sögu
- Eftir fimm daga af því að fara algjörlega eftir prógramminu mínu hafði ég misst 800 grömm af fitu svo ég veit hvað ég er að tala um :oP
Reglur hins illa overlord
Híhíh.. Ég prufaði "Linux Distribution Chooser" og fékk út (meðal tveggja annara) nákvæmlega það distro sem ég er með!

14.1.06

Multimedia message

Við fórum á danska hönnunarsafnið í dag og keyptum þessi æðislegu listaverk sem voru til sölu á einni sýningunni. Við byrjunina á henni voru innkaupakörfur og við endann voru búðarkassar. Sýningin var sett upp eins og búð. Þar var hægt að kaupa krukkur af ákvarðanatöku, pillubox af t.d. "lifestyle related disease killers", eða "how to feel oneself" , rjómafernur af 1/2 mínútu með hvoru öðru, flöskur með 100% hreinu lofti, drykkjardós með 2 mínútum af þögn og margt fleira.

Nýju baðherbergis listaverkin okkar eru pilluboxin "presence" og "non reachability", en þetta sett fannst okkur svo smart saman, því þá eru þau ádeila á að fólk í dag tekur lyf við öllu. Hægt að taka eina af hvoru og koma út á sléttu. Við keyptum líka "Ultra healthy vibes" spreyjið, því mér fannst kúl að setja eitthvað í það og nota svo á hverjum degi...
Powered by Hexia

Multimedia message

Glasið sem ég fékk er með brotinni brún. Tilraun til morðs!!
Powered by Hexia

Multimedia message

Hliðarprófíl
Powered by Hexia

13.1.06

Trúðabuxnamaðurinn og alsbera stelpan
Síðustu viku hafa tímarnir mínir byrjað kl. 9 á hverjum degi, svo ég hef verið á sama tíma á morgnana í ræktinni líka. Þessi fimm skipti, var alltaf sama fólkið þarna. Trúðabuxnamaðurinn og alsbera stelpan.

Trúðabuxnamaðurinn er alltaf í öklasíðum hvítum, bláum, rauðum, grænum.... já.. sem sagt röndóttum buxum. Hann er lyftir á hverjum degi alveg ágætis þyngdum. Hann er svona rebel. Ekki með neitt prógram, heldur ræðst bara á næstu græju eða handlóð sem hann sér og gerir eitt sett af einhverri æfingu og ráfar svo áfram að næstu græju. Trúðabuxnamaðurinn á ekki mp3 spilara, heldur gengur hann með lítið útvarp með sér. Í útvarpinu spilar hann stöð sem flytur morgunfréttirnar í bland við blöðrupopp. Þegar hann er búinn að lyfta nægju sína, skiptir hann úr trúðabuxunum yfir í gallabuxur bara í miðri ræktinni, en er áfram í sama bolnum og skónum. Svo röltir hann út, tilbúinn að takast á við daginn.

Alsbera stelpan mætir yfirleitt seinna en ég og er búin fyrr, meira að segja þegar ég tek bara stutta brennslu. Hún gerir nokkrar magaæfingar og situr svo í læratækjunum í 2-3 mínútur. Hún er ekki alsber meðan að þetta á sér stað. Þegar ég kem hinsvegar niður í búningsklefann, þá er hún alsber. Yfirlett búin í sturtu, en samt ekki búin að klæða sig eða setja á sig handklæði eða neitt. Svo fer ég í sturtu, þvæ kannski á mér hárið og nota sturtugel og allan skrambann og þegar ég kem til baka þá er hún ennþá alsber. Hún þurrkar á sér hárið nakin, setur á sig krem nakin, greiðir sér nakin og málar sig nakin. Ég hef reyndar bara einu sinni séð hana klæða sig í nærbuxur. Það var því að ég var að lyfta fyrir hendur ogtók nokkur sett sem bara er hægt að gera fyrir aðra hendina í einu. Ég var sem sagt í síðasta lagi út úr klefanum.
Ohhhhh.. Kúkabúð! Eða sko.. hún selur ekki kúk persejj.. En.. já.. allavega.

Ég fór á síðasta laugardag og pantaði mér Wi-Fi kort fyrir Kalla. Á netinu stóð að þetta myndi taka 3 - 5 daga ef ég pantaði frá Englandi. Ég ákvað samt að tékka hvort að einhver ætti þetta til á lager og fór í eina búðina sem HP mælti með. Búðarmaðurinn sagðist ekki eiga þetta til, en að ég gæti pantað og sótt á miðvikudag eða fimmtudag. Ég ákvað að slá til.

Ég hafði ekkert heyrt frá þeim, svo ég ákvað að tékka á þeim í dag. Búðarmaðurinn sagði að þetta væri ekki komið. Ég var hálf hissa og tjáði honum að mér hefði verið lofað afgreiðslu fyrr í vikunni. Hann sagði þá að kortið gæti hugsanlega komið í næstu viku, en hann gæti ekki lofað því. Ég spurði hann hálf pirruð hverju það sæti að ég gæti pantað Wi-Fi kort á netinu frá Englandi og fengið fljótari afgreiðslu, en honum var fátt um svör. Ég afpantaði kortið í fýlukasti og fór heim á netið.

Ætla sko ekkert brenna mig tvisvar sinnum á sama loganum þenkjúverímötsj. Það sem sökkar samt mest, er að fyrir 2 dögum pantaði ég tösku og wi-fi signal locator af sömu síðu. Tvöfaldur sendingakostnaður. Görrrr...

12.1.06

Það eru fótspor í smjörinu!!

Heldur fyrir ranann á honum þangað til að hann verður blár og drepur hann síðan með bláu byssunni!!

Hann sagði ekki neitt því að hann þekkti þá ekki!

Hver setti smjör á kaðaliiiiiiiiinn!?!

Þú hlýtur að vera í vitlausum brandara!!

Nei Sven! Skrappstu á klósettið?
Einu sinni, þegar ég var 4 ára og hafði verið úti að leika við krakkana í hverfinu, kom ég skellihlægjandi heim. Mamma spurði mig hvað væri svona fyndið. Ég sagði henni í gegnum hláturskastið að ein stelpan, Berglind (Belglind ef hún kynnti sig sjálf) hafi sagt að ég væri kúgull.

Það var einmitt þessi Belglind sem átti stóran þátt í vali óvinahúsinss. Flestir krakkahópar eiga óvinahús. Belglind var að labba framhjá húsinu þegar hún datt. Maðurinn sem bjó í því var úti í garði. Hann hló að henni og benti og sagði : "Rassmus klaufi!". Belglind sagði okkur öllum frá þessum mannraunum og óvinahús fæddist. Ekkert okkar þorði lengur að labba framhjá þessu húsi. Við hlupum alltaf ef við þurftum þess. Ef húsráðandinn var þetta kaldrifjaður (og belívjúmí okkur fannst þetta sérstaklega gróft), vissi enginn hverju hann gæti tekið upp á næst.

Annars var Belglind aldrei í miklu uppáhaldi. Hún átti blómálfadót og dúkkur og það féll ekki vel í kramið. Við bróðir minn áttum hinsvegar 2 bestu vini, í húsunum sitthvoru megin við okkar. Annar var með okkur í leikskóla og bjó, með mömmu sinni. Hann fór aðra hvora helgi til pabba síns. Okkur bróður mínum fannst hann ALLTAF vera hjá pabba sínum þegar við spurðum eftir honum.

Hinn vinurinn slefaði þegar hann talaði og var yfirleitt með hor. Við vildum aldrei bíða eftir honum inni í eldhúsi þegar hann borðaði morgunmat, þó svo að mamma hans biði okkur það. Hann tuggði nefnilega með opinn munninn. Þessi vinur fullkomnaði he-man dótið okkar. Hann átti alla kallana sem við áttum ekki.

Við fjögur eyddum heildu dögunum í að hlaupa um með lök á bakinu, í nærbuxunum utanyfir, hoppandi yfir blómabeð í stóra garðinum okkar (sem var merkilega huge miðað við hvað íbúðin var pínulítil). Fyndið hvað það er alltaf annað hvort sól og sumar eða allt á kafi í snjó í minningunni.......

Multimedia message

Það er ekkert lítið sem elska nýja vöfflujárnið. Það gerir svona djúp-holóttar vöfflur eins og eðaljálkurinn, Vöffluvagninn.
Powered by Hexia

11.1.06

Við röltum út í H&M áðan til þess að kíkja á hvað væri gómsætt á útsölu. Ég fann mér aldeilis ágætt pils fyrir 99 krónur. Ég var að íhuga að máta það þegar ég fékk allt í einu rosalega hugmynd. Héðan í frá mun ég ekki kaupa mér fín föt, flott föt eða ágætt föt. Héðan í frá mun ég aðeins kaupa mér STÓRKOSTLEG föt (í caps meira að segja til að undirstrika mál mitt)!! Ég setti pilsið aftur á slánna og rölti svöl eins og Fonzie (sem fann bara þennan eina stórkostlega leðurjakka virðist vera) í burtu. Ég keypti mér engin föt, því ég fann engin stórkostleg. Ég keypti mér málningadót í staðinn. Ætla að prufa eitthvað nýtt í stredderíis stríðsmálningu. Ekki það að ég fari mikið á stredderí nú til dags....

Multimedia message

frumraun mín í pastagerð; Heilhveitispaghetti og tagliatelle
Powered by Hexia

Tungúmálamanneskjan Ósk
Á meðan ég hámaði í mig morgunmatinn minn, sem að þessu sinni samanstóð af eggja(hvítu)köku og karföflum rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér er reglulega sögð. Ég var 3ja ára og með famelíunni á úti í Hollandi. Á því tímabili var ég sérstaklega hrifin af eggjakökum. Það var hinsvegar mikið mál fyrir þau eldri að panta eggjaköku fyrir mig á veitingastöðum þar sem að ég öskraði á þau af öllum lífs og sálarkröftum: "ÉG VIL EKKI OMMMMELTT! ÉG VIL EGGJAKÖKU!!" eftir að þau höfðu lagt fram beiðnina. Ég tók að sjálfsögðu ekki mark á þeim lygum að þetta væri það sama, svo undir það síðasta voru mamma og pabbi farin að hvísla þessu að þjóninum, eins og þau væru að biðja hann um að redda sér kettlingakjöti eða eitthvað.

Já, ég hef sko alltaf staðið á mínu! :oP

10.1.06

Það er bara eitt sem er hægt að gera í stöðunni. Hætta að kaupa DV. Þá verður kannski hætt að gefa það út.

DO IT!
Á sunnudaginn keypti ég aloe vera gel. Í gær brenndi ég mig. Í dag brenndi ég mig aftur.

Ætli ég sé með 6. skilningavitið...?

9.1.06

Á sumrin og um kvöldin og helgar á vetruna (og reyndar líka sumrin for that matter) þegar ég var í menntaskóla, vann ég í búð. Ég var reyndar svo heppin að mér var strax úthlutað starfi í kjötborðinu. Þar lærði ég mikið og slapp við fullt af leiðinlegum kúnnum sem níddust eitthvað á kassafólkinu í staðinn. Engu að síður hélt þetta jobb mér í skóla. Mér fannst nefnilega ekkert rosalega gaman í skóla hliðinni af menntó. Þar þurfti ég að læra allskonar hluti sem voru lengst út fyrir mitt áhugasvið (þó þeir gagnist mér kannski að vissu leiti í dag í Trivial og svona). Eða.. ég lærði aldrei, ekki að það hafi komið að einhverri sök. Mætti bara og teiknaði.

Búðin hélt því uppi að ef ég héldi ekki út menntó og kæmist í eitthvað sem mér þætti skemmtó í háskóla, yrði ég föst í þessari vinnu að eilífu. Ég er ekkert að gera eitthvað lítið úr fólki sem vinnur í búð, þetta átti bara engan veginn við mig. Ég er nefnilega, þrátt fyrir að ég scori alltaf á einhvern dularfullan hátt sem "extrovert" á öllum þessum prófum, ekki people person. Svona ykkur að segja, þá langaði mig oft að slá fólk utanundir með ýsuflaki.

Áður en búðin opnaði á morgnanna, var uppáhalds tíminn minn. Þá raðaði ég í og skreytti í borðið. Ég var andskoti góð í því og gerði þetta á sérstaklega listrænan máta. Ég held að það hafi ekki liðið sá dagur sem ég fékk ekki hrós frá kúnnunum fyrir hvað þetta væri fínt. Stundum finnst mér að ég sé á rangri hillu. Ég hefði frekar átt að fara í Listaháskólann. Oftar finnst mér að ég sé á réttri hillu. Þegar ég er ekki viss, þá spái ég í því hvort það sé betra að vera tölvunarfræðingur með listræn áhugamál eða listamaður með tölvutengd áhugamál. Svarið liggur beint við...

Ég bjó líka til svona tilbúna kjöt- og fiskrétti. Oft notaði ég aðkeypt "gúllash", en stundum tók ég fisk eða kjöt sem leit hálf laslega út, skar það niður og sullaði því saman við einhverja sósu, að beiðni þeirra sem hötuðu rýrnun meira en allt annað. Ég man ennþá eftir því þegar ég flakaði og úrbeinaði afskaplega slappan lax og bjó til úr honum laxagúllas í capri sósu. Einhver konan sem keypti þetta, spurði næstum því á hverjum degi í svona ár, hvenær slíkt góðgæti væri aftur á boðstólnum. Það var erfitt að svara henni. Ég gat nefnilega ómögulega vitað hvenær heill lax dagaði uppi, í viðbjóðslegu, ljósbleiku og lausu formi næst.

Á morgnana kom gamalt fólk til þess að spjalla, kvarta yfir verðhækkunum og leita að hinu fullkomna ýsuflaki. Í hádeginu kom enginn. Þá var líka klukkutíma matarhlé. Hvurn andskotann hefur kona að gera við klukkutíma matarhlé einhverstaðar í Garðabæ? Það er ekki eins og það sé eitthvað mikið að gera þar. Ég endaði oftast á því að fara með einhverjum úr staffinu á rándýrt kaffihús, eða að lesa aftur yfir þessi 2 blöð sem voru á kaffistofunni. Ég kunni þau orðið utan að. Hefði geta sagt hvaða orð var það þriðja frá hægri í fimmtu línu á blaðsíðu sjö, eins og regnmaðurinn eða eitthvað. Tom Cruse giska ég á svona eftir á. Þetta voru nefnilega alltaf erlend slúðurtímarit sem einhver hafði skilið eftir. Það fer ekki vel með manneskju að vera of mikið inni í slúðrinu.

Eftir hádegi var meira að gera. Þá voru allir að koma úr vinnunni og þurftu að versla sér eitthvað í matinn. Þá var líka meira um fávita. Ég man eftir manni sem helti sér yfir mig fyrir að við værum að selja grillaða kjúklinga, á tímum kamfelóbakter. Ég sagði honum að þeir væru allir hitamældir og ekki teknir út fyrr en þeir hefðu náð 180°C kjarnhita. Hann sagði að það hjálpaði nú ekki mikið, því þeir myndu aftur kólna. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að þetta væri nóg til að drepa bakteríuna og að fólk borðaði almennt ekki 180°C heitan mat, en allt kom fyrir ekki. Á endanum sendi ég hann til verslunarstjórans. Ég gerði það alltaf þegar einhver var leiðinlegur.

Ég man eftir öðrum manni sem vildi að ég færi á date með syni hans. Það var hálf vandræðalegt að tækla það án þess að vera dónaleg og vera jafnframt snögg af því, vegna þess að fólk beið eftir afgreiðslu. Þennan var víst ekki hægt að senda til verslunarstjórans. Held að hann hefði ekki viljað að sonur sinn myndi deita hana.

Kúnnarnir voru ekki alltaf það versta. Stundum þurfti ég að taka á öllu sem ég átti til þess að höndla samstarfsfólkið. Ég er ekkert bara að tala um að mér hafi verið sagt í óspurðum fréttum að einhver væri í bleyju af barninu sínu því að dömubindin á heimilinu hefðu klárast sko... Dropi í hafið!

Á sumrin seldum við grillhamborgara á 99 krónur stykkið. Einn daginn labbaði konan sem vann með mér þann daginn upp að mér með bros allan hringinn.
Hún: Núna þurfum við ekki lengur að reikna út hvað hamborgararnir kosta í reiknivélinni
Ég: Ha?? En þeir kosta 99 krónur stykkið.. það er ekkert m..
Hún: SJÁÐU!!

Og svo ataði hún stolt að mér blaði þar sem var einhvern veginn svona (nema með meiri útreikningum):

1 stk - 99
+ 99
_______
2 stk - 198
+ 99
______
3 stk - 297
...o.s.frv.

Svo var það stelpan sem reyndi að draga mig á Píanóbarinn við hvert tækifæri. Ég náði alltaf að hafna því pent. Hún sagði alltaf að ég hefði misst af miklu eftir helgina.

Svo var það strákurinn með fjólubláa hárið. Fyrst hélt ég að hann væri rosalega flippaður að lita hárið á sér fjólublátt, en eftir að hann hafði unnið þarna í nokkra mánuði, komu 3 vinir hans í heimsókn. Þeir voru allir með fjólublátt hár.

Æi, ég held þetta sé ágæt upptalning í bili. Kona verður víst að passa sig hvað hún skrifar á netið fyrir allra augum. Spurning um að fara að plögga aðgangsstýringu svo ég geti gert grín.. Neeeh..
Ég er að kjammsa á epli með kotasælu. Mamma át víst heilu balana af þessu þegar ég var bumbubúi og mér hefur alltaf þótt þetta góður réttur. Ég hef hinsvegar reglulega verið spurð að því hvort ég sé ólétt sjálf þegar fólk sér mig gæða mér á þessu. Veit ekki alveg af hverju, en þetta virðist vera talið freaky.

Eftir að ég fattaði að bæta smá kanil við líka, þá finnst mér eins og ég sé að borða eftirrétt. Merkilegt nokk, þá er þessi matur líka leifður í stranga mataræðinu mínu, því það er svo mikið prótein í létt kotasælu og lítil fita.

8.1.06

Það var víst kominn tími til að sýna greyjunum athygli. Ég tók mig til og straujaði Petru, losaði mig við Hoary Hedgehog og setti upp á hana Breezy Badger (sem er sem sagt nýjasta Ubuntu útgáfan). Einar var svo í "góðum fílíng" að setja upp VM Ware með XP á tölvurnar okkar (þurfum windows í einum kúrsi á næstu önn og ég þarf ég nokkur forrit sem takmarkast við það stýrikerfi).

Ég skýrði virtual vélina Lúlla. Lúlli er alltaf að grenja eitthvað, eins og við var að búast. Allar þessar hugganir og öryggisupdate taka fleiri fleiri klukkutíma.

Lúlli og Kalli (fallegi pocket PCinn minn) eru vinir. Þeir voru syncaðir saman (formed "partnership" samkvæmt bæklingnum) og ég gat sem sagt loksins sett upp tomtom á ponsunni og sótt stórt og fallegt kort af Köben og nærsveitum inn í hann. Ég pantaði líka Wi-Fi kort fyrir Kalla í gær og núna er ég að leita að spiffy tösku á netinu. Þetta er dekurdýr.

Tilkoma XP gerði mér einnig kleift að stratta kaloríuskiptingu morgundagsins. Yup. Það gleður mig að tilkynna endurkomu mína í fitness heiminn. Einhverstaðar undir þéttingunni leynist hasargella sem skal nú dregin út með valdi.

7.1.06

Við keyptum okkur Anchorman, Dogma og Conan the Destoryer samtals fyrir 100 kall. Vúhú..
Stundum, þegar ég er að fara að sofa, þá held ég að ég tappi inn þúsundir af annara manna samtölum. Ég get allavega oft ekki sofnað því að hausinn á mér er fullur af algjörlega handahófskenndum setningum...

6.1.06

Multimedia message

Þessi mynd á held ég að vera rosa listræn af tveimur manneskjum að snertast, eða tilvísun í Sköpun Davíðs eftir Michelangelo. Allt sem ég sé er samt "togaðu í fingurinn á mér"...
Powered by Hexia

uffff hvad 90 minutna fyrirlestur an pasu drepur andann og kremur ahugan...

5.1.06

Multimedia message

Einar benti mer a tetta nedra og fannst tad fyndid. Svo fattadi eg hvad hann meinti og ta fannst mer tad lika fyndid... :o)
Powered by Hexia

Við fórum á King Kong í gær með Daða og Rúnu. Hún var alveg ágæt. Ég held að það sé erfitt að gera betri mynd um nákvæmlega þetta efni. Hún var líka rosalega epísk og Peter Jacksonleg. Annars var King Kong svolítið fanatískur. Ég held að það sé hættulegt að vera svona rosalega tilfinningalega tengdur gæludýrinu sínu. Ekki hefði ég fórnað mér ítrekað fyrir hamstur.

Fyrir ykkur sem hafa séð þessa (eða frumgerðina eða fyrri endurgerðina): Hafið þið aldrei spáð í því að 17 manns dóu við að reyna að bjarga kvenpjásunni í staðinn fyrir bara að dæsa og segja "við misstum tvo á þessari eyju"?

4.1.06

Mér finnst gíraffar svo fyndnir. Já og orðið "dindill" er líka fyndið.
Pocket pc posk. Ain't life awesome? vantar reyndar enn islenska stafi...

3.1.06

Eftir að hafa farið til Austurríkis í október síðastliðin og komist að því að ekki nokkur maður eða kona kunni ensku, var ég svolítið skeptísk á kennarann sem kennir mér 3ja vikna kúrs (access control) núna í janúar. Hann er nefnilega þaðan. Kemur ekki bara í ljós að hann talar þessa líka fínu Einstein-ensku. Mér finnst þetta allavega vera meiri Einstein-enska en Schwarzenegger-enska. Kannski því að hann er ekki mjög buffaður og hefur yfirvaraskegg.

2.1.06

Ah.. ég fór í stelpó. Stelpó er ekkert svo ósvipaður mömmó, nema það er enginn mamma, enginn pabbi og ekkert barn. Í staðinn er löng sturta með snobbsjampói, djúpnæringu og sturtugeli, svo bodylotion, andlitsmaski, brunkukrem, naglalakk og í þessu tilfelli mikið um að hár sé rifið upp með rótum. Ég notaði rífiháragræjuna undir hendurnar og núna eru engin hár þar, aðeins tómir, bólgnir, blóðrauðir hársekkir. Hmm. Ég held að það sé sniðugt í framtíðinni að silkepila einum eða tveimur dögum fyrir stredderí, því þetta er ekkert mjög foxy.
Vá hvað það á eftir að vera erfitt að vakna í skólann á morgun. Úfff..

1.1.06

Hafðu ÞETTA
Fyrsta pósk ársins. Vá. Spennó.

Ráðhústorgið í gær var spes. Allt fullt af fólki og verið að sprengja flugelda allstaðar í kringum okkur. Út um allt á torginu og á hverri einustu umferðareyju niðri í bæ. Það var frekar erfitt að passa sig á flugeldunum, því að þeir komu allstaðar að og þeim var beint í allar áttir. Stundum sprungu þeir inni í strikinu og þá kom alveg rosalegur hávaði. Stundum sprungu þeir á Ráðhústorginu sjálfu og fuðruhattaklætt fólkið sem stóð þar skrækti. Ég sá samt bara einn sjúkrabíl. Magnað. Danir fara eins varlega með flugelda og naut í hælaskóm.

Ég held að þetta hafi verið um það bil eini staðurinn í Danmörku þar sem sprengiríið var á íslenskan mælikvarða í magni. Það var bara svona ein og ein terta sem fékk að springa í úthverfunum. Þegar klukkan nálgaðist miðnætti varð allt alveg brjálað. Fleirri *bang* *pæng* og *sprengj* og lætin bergmáluðu svo á milli húsana að við heyrðum ekki þegar fólk taldi niður. Sáum bara að sumir voru með putta á lofti sem fækkuðu með hverri sekúntunni.

Hápunktur kvöldsins fyrir mig var án efa annar en flugeldarnir. Það snjóaði mjög, mjög fáum snjókornum. Það lentu kannski 10 snjókorn á mér á hverri mínútu. Í fyrsta skipti sem ég man eftir gat ég horft á snjókornin og séð fullkomlega með berum augunum krystalana sem þau mynda. Það var alveg ótrúlegt. Á meðan flestir horfðu upp í himininn, horfði ég á trefilinn minn eða hárið á mér og virti fyrir mér snjókornin sem höfðu lent þar, áður en þau náðu að bráðna.

En já. Anyways. Gleðilegt nýtt ár! :o)