16.12.06

Íslandið!

Elsku Ísland. Ég er komin til þín!

Síðan ég kom hingað í gær eftirmiðdag er ég búin að hitta allskonar fólk, fara í laaaangt bað, borða pizzu, fara í afmælisspil, sofa í rúminu mínu, hjálpa til við að skipuleggja julefrokost, fara í það boð og hitta ennþá meira fólk, skipta yfir í drullugallann og hjálpa bróður mínum og kærustunni hans að mála nýju íbúðina sína og rölta heim (þau eru í næstu götu við ma og pa) í frystikulda. Ég ætla aftur í bað eftir smá stund. Mmmmmbað.

Á morgun ætlum við að hjálpa prótótýpunni og fjölskyldu að flytja, en annars megið þið endilega heyra í mér. Ég er með íslenska númerið mitt á meðan ég á landinu :oD

Engin ummæli: