7.12.06

Skrambansskrambi

Í gærkvöldi, klukkan svona 22, þegar ég hætti að læra, þá var ég alveg að drepast í augunum svo ég gat ekki horft á sjónvarp, lesið eða tölvast. Ég tók í staðinn upp á því að rissa upp kjól, sníða hann og sauma hann. Þegar ég átti bara eftir að festa eina og hálfa erm, tókst mér að skemma spóluhúsið (trúið mér.. Á saumavélamáli er það vont!). Núna get ég ekki klárað kjólinn minn fyrr en ég hef fundið varahlut :o(

Ég vona bara að það sé hægt að kaupa nýtt svona... Annars reyni ég kannski ALDREI aftur að vera húsleg. Heheh

Engin ummæli: