27.12.06

Míbbmíbb

Þá eru svona þessir merkilegustu jóladagar búnir. Þeir voru rosalega fínir. Ég fékk fullt af góðum mat, hitti marga ættingja og fékk allskonar glæsilegar gjafir. Núna eigum við bara 5 daga eftir á landinu. *sniff*

Eins og ég elska jólamatinn, þá verð ég samt að segja að eftir saltfisk, hamborgarahrygg, hangikjöt og saltað svínalæri (back to back), þá bara get ég (og líkami minn) ekki beðið eftir því að borða ósaltan mat sem inniheldur ekki rautt kjöt.

Engin ummæli: