8.12.06

Jólakuldi?

Mikið finnst mér það skrítið að ein ástæða þess að ég hlakka til að koma til Íslandsins (en ástæðurnar eru afskaplega margar), sé sú að það sé kalt þar. Ég fæ einhvern veginn ekki jólafílínginn í æð hérna. Það er nefnilega ekkert kalt og í morgun mætti ég meira að segja skemmtiskokkandi spandexplebbum í stuttermabolum. Desemberspandexplebbar!

Á móti kemur að við förum á ástkæra fósturjörðina eftir slétta viku, svo ég held að það sé alveg feykinægur tími til þess að setja upp jólasveinahúfur þar. Úff hvað ég hlakka til. ÚFF!

Engin ummæli: