4.12.06

Æðislegt... aaaalveg æðislegt

Ég er við það að fá magasár, taugaáfall og hjartatruflanir af stressi og gaurinn sem ætti að vera að fara yfir lokaverkefnistillöguna mína virðist vera að reykja krakk á sama tíma. Þegar ég fékk seinni póstinn frá honum sem var algjörlega út úr samhengi og fullur af einhverju hallæris copy-pastei var það alveg augljóst mál að hann hafi bætt á pípuna. Mig langaði til að fara að grenja. Ég gerði það samt ekki, því ég er orðin 25 ára. Það þýðir að ég sé fullorðin. Fullorðið fólk grenjar ekki. Fullorðið fólk biður um fund og ætlar sér að heilla helvítis melinn í persónu til þess að skrifa upp á skrambans tillöguna. Tja.. eða allavega láta frá sér pípuna nógu lengi til þess að útskýra hvað í andskotanum sé í gangi.

Eins og það sé ekki nóg að ég megi ekki grenja, heldur er ég líka að fara yfir texta sem fólk með mér í hóp í einu faginu skrifaði. Það virðist vera að allir hafi málfræðikunnáttu í ensku á við 7 ára krakka frá Vínarborg. Einn af þessum aðilum á (að eigin sögn allavega) 3ja ára nám í Englandi að baki. Af hverju er *ég* að fara yfir málfræði hjá einhverjum sem hefur búið í Englandi í þrjú ár? Ætli þessi gaukur kaupi krakk hjá sama náunga og þessi hérna í frásögninni fyrir ofan? Alveg skrifaði ég ekki upp á það að gerast prófarkalesari með því að skrá mig í þetta nám. Hafið þið SÉÐ stafsetninguna hjá mér? Pff. Þakka Alberti Kóalabirni fyrir spell-check.

Ég er að segja ykkur það! Ef þetta hefði verið fyrsta önnin mín í þessum skóla, hefði ég bara hætt og farið aftur heim. Gengið út í sólarlagið, eða allavega inn í jólatívolíið, með miðjufingurinn í allri sinni dýrð sperrtan í áttina að þessu fólki. Sem betur fer er Hr. Mon að gera sitt besta til að halda mér frá því að taka appelsínugulabeltiskaratetrikk á fólk með almennum yndislegheitum. Ekki veit ég hvar ég væri stödd án Hr. Mons. Ábyggilega á flæðiskeri!

Engin ummæli: