14.12.06

Ég hlakka svo til..

Við erum búin að taka til, kaupa næstum allar jólagjafirnar, pakka öllu nema handfarangrinum, setja á jólatónlist og nú bíðum við bara eftir því að það komi morgun. Við erum bæði alveg að pissa í okkur af spenningi og tillhlökkun.

Ég hlakka SVO til að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég hlakka til að sjá stóra, fallega rúmið mitt. Ég hlakka til að fara í bað og sund. Ég hlakka til þess að sjá Elliðarárdalinn minn og fá mér subway. Ég hlakka til að búa til konfekt, jólaföndra og borða góðan fisk og kannski lambakjöt.

Úffffff.. á þessum tíma á morgun verð ég í flugvél á leiðinni til Íslandsins.

Engin ummæli: