3.12.06

Aðventulausn

Í dag er fyrsti í aðventu. Við erum með myndarlegan aðventukrans, sem ég gæti sýnt ykkur ef mms stillingar hjá vodafone væru rétt settar upp í símanum mínum. Þið verðið bara að trúa mér að hann sé flottasti krans fyrir sunnan Vestmannaeyja!

Í gær minntist ég á að það yrði nú að hafa smá aðventukaffi í tilefni dagsins og fékk þá í andlitið að ef þetta væri "kaffi" yrði ég að drekka kaffi. Ég drekk ekkert kaffi. Mér finnst það ógeðslegt og svo er það líka ekkert hollt. Af hverju á ég að pína eitthvað í mig sem er ekki einu sinni hollt? Eftir miklar umræður um að þetta ákvað ég að breyta nafninu á "aðventukaffinu" yfir í "aðventumjólk". Það verður sem sagt aðventumjólk í boði hjá okkur í kringum mjólkurtímann (áður þekktur sem kaffitími. Honum skal ekki rugla saman við mjaltartímann). Ef einhver er í nágrenninnu og vill vera memm, endilega hringið í mig eða Hr. Mon!

Engin ummæli: