27.12.06

Míbbmíbb

Þá eru svona þessir merkilegustu jóladagar búnir. Þeir voru rosalega fínir. Ég fékk fullt af góðum mat, hitti marga ættingja og fékk allskonar glæsilegar gjafir. Núna eigum við bara 5 daga eftir á landinu. *sniff*

Eins og ég elska jólamatinn, þá verð ég samt að segja að eftir saltfisk, hamborgarahrygg, hangikjöt og saltað svínalæri (back to back), þá bara get ég (og líkami minn) ekki beðið eftir því að borða ósaltan mat sem inniheldur ekki rautt kjöt.

21.12.06

Kona jólasveinsins á ekkert í mig!

Í dag málaði ég jólagjafir fyrir sex ættingja, pakkaði inn jólagjöfum fyrir álíka marga aðra, bakaði eina sort af smákökum, gerði konfekt, tæklaði jólakortin og var samt tilbúin í partý fram undir morgun með augnmálningu í stíl! Pffff... það er ekkert mál að vera í fríi!

19.12.06

Erfiðari þrautin

Þetta er hin þrautin sem ég lofaði ykkur. Tjékkitát.

Annars er það helst í fréttum að ég fór til dleruvulæknis sem skoðaði augun mín og sagði að ég þurfti ný dleruvu. Ég er búin að kaupa þau og allt. Þau eru frá Armani. Ég er gella með þau. Svo sé ég líka allt svo skírt og vel og fallega. Meira að segja hluti sem eru lengst í burtu, hinu megin við götuna. Gæti örugglega séð vængina á mýflugu ef þær væru að flugast í desember.

16.12.06

Íslandið!

Elsku Ísland. Ég er komin til þín!

Síðan ég kom hingað í gær eftirmiðdag er ég búin að hitta allskonar fólk, fara í laaaangt bað, borða pizzu, fara í afmælisspil, sofa í rúminu mínu, hjálpa til við að skipuleggja julefrokost, fara í það boð og hitta ennþá meira fólk, skipta yfir í drullugallann og hjálpa bróður mínum og kærustunni hans að mála nýju íbúðina sína og rölta heim (þau eru í næstu götu við ma og pa) í frystikulda. Ég ætla aftur í bað eftir smá stund. Mmmmmbað.

Á morgun ætlum við að hjálpa prótótýpunni og fjölskyldu að flytja, en annars megið þið endilega heyra í mér. Ég er með íslenska númerið mitt á meðan ég á landinu :oD

14.12.06

Sniðugt

Þetta er svolítið sniðugt. Tekur ekkert mjög langan tíma að rúlla í gegnum þetta :D

Ég hlakka svo til..

Við erum búin að taka til, kaupa næstum allar jólagjafirnar, pakka öllu nema handfarangrinum, setja á jólatónlist og nú bíðum við bara eftir því að það komi morgun. Við erum bæði alveg að pissa í okkur af spenningi og tillhlökkun.

Ég hlakka SVO til að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég hlakka til að sjá stóra, fallega rúmið mitt. Ég hlakka til að fara í bað og sund. Ég hlakka til þess að sjá Elliðarárdalinn minn og fá mér subway. Ég hlakka til að búa til konfekt, jólaföndra og borða góðan fisk og kannski lambakjöt.

Úffffff.. á þessum tíma á morgun verð ég í flugvél á leiðinni til Íslandsins.

13.12.06

Thingamadjigg

Þið ættuð endilega að kíkja á Woxit. Bookmark manageing hjá mér var í tómu tjóni. Ég bætti alltaf bara við meira og meira og svo var kominn svaka scroll gaur og.. og.. og. Já. Woxit reddaði þessu. Svo ætla ég líka að setja upp nýja ubuntu útgáfu á Petru laptop um jólin og þá þarf ég ekkert að stressa mig á því að tapa bookmarks eftir straujun. VEI!

10.12.06

Gleðin og hamingjan sem fylgir því að læra fyrir próf!

Síðasta vika hefur verið brjáluð. Alveg snælduklikkuð. Þannig er nefnilega mál með vexti og vaxtavexti á sérstaklega óhentugum kjörum, að á mánudaginn á ég að skila tveimur stórum verkefnum og á þriðjudaginn á ég að skila stóru verkefni og fara í 100% próf. Ég hef því verið að vinna í því gjersamlega frá morgni til kvölds síðustu daga að klára öll þessi verkefni svo ég geti nú farið að læra fyrir prófið. Ég náði að klára það síðasta (sem ég vann með fólkinu sem er á hreyfimyndinni) kl. 23:15 á föstudaginn, eftir næstum því 15 klst törn (mínus eitt samlokustopp).

Þó svo að maginn á mér væri byrjaður að melta sjálfan sig sökum hungurs, þá var ég með stærra bros á vörunum heldur en alla hina dagana í desember til samans, þegar ég hljóp til þess að ná strætó heim úr skólanum þetta kvöldið. Í dag og í gær hef ég sitið samviskusamlega við prófalærdóm, sátt eins og kisa, japlandi á harðfisk og liggjandi á mátulega hlýjum ofni.

Björgvin Halldórsson hvað það er gott að geta einbeitt sér algjörlega að einum hlut! Ég er viss um að ef ég hefði ekki verið að elta fjórar kanínur í einu síðustu daga, hefði ég ekki verið næstum því eins dugleg og ég er búin að vera.... Hvað þá beinlínis ánægð að hafa tækifæri á því að læra fyrir próf í merkilega þurru fagi.

Hakuna matata!

8.12.06

Jólakuldi?

Mikið finnst mér það skrítið að ein ástæða þess að ég hlakka til að koma til Íslandsins (en ástæðurnar eru afskaplega margar), sé sú að það sé kalt þar. Ég fæ einhvern veginn ekki jólafílínginn í æð hérna. Það er nefnilega ekkert kalt og í morgun mætti ég meira að segja skemmtiskokkandi spandexplebbum í stuttermabolum. Desemberspandexplebbar!

Á móti kemur að við förum á ástkæra fósturjörðina eftir slétta viku, svo ég held að það sé alveg feykinægur tími til þess að setja upp jólasveinahúfur þar. Úff hvað ég hlakka til. ÚFF!

7.12.06

Ég er svo skapandi!

Forsaga: Ég er að vinna verkefni með þremur aðilum í einum kúrsinum. 2/3 af þessu fólki eru gersamlega handónýt í allri verkefna vinnu og ég held að þau hafi barasta aldrei skilað af sér á réttum tíma, mætt á réttum tíma á fundi eða almennt gert neitt rétt. Sem betur fer þá skilum við þessu verkefni í síðasta lagi á mánudaginn, svo ég þarf ekki að stressa mig á þessu mikið lengur :o) Hinsvegar gerði ég þessa stuttu hreyfimynd til þess að deila með heiminum mínum innstu fantasíum...Ýtið á ctrl + F5 til þess að sjá þetta aftur.

Skrambansskrambi

Í gærkvöldi, klukkan svona 22, þegar ég hætti að læra, þá var ég alveg að drepast í augunum svo ég gat ekki horft á sjónvarp, lesið eða tölvast. Ég tók í staðinn upp á því að rissa upp kjól, sníða hann og sauma hann. Þegar ég átti bara eftir að festa eina og hálfa erm, tókst mér að skemma spóluhúsið (trúið mér.. Á saumavélamáli er það vont!). Núna get ég ekki klárað kjólinn minn fyrr en ég hef fundið varahlut :o(

Ég vona bara að það sé hægt að kaupa nýtt svona... Annars reyni ég kannski ALDREI aftur að vera húsleg. Heheh

6.12.06

Ekki skil ég fólk sem horfir á Americas Next Top Model út af kexinu henni Tyru Banks.

Þegar fyrrverandi ofurfyrirsætan og núverandi ofurtíkin Janice Dickinson náðaði hvern þátt með tilveru sinni, þá var sko gaman. Núna er hún búin að gefa út jólalag.Það sem henni skortir í að halda tóni, bætir hún upp með hressandi texta og já bara almennum hressleika.

4.12.06

Æðislegt... aaaalveg æðislegt

Ég er við það að fá magasár, taugaáfall og hjartatruflanir af stressi og gaurinn sem ætti að vera að fara yfir lokaverkefnistillöguna mína virðist vera að reykja krakk á sama tíma. Þegar ég fékk seinni póstinn frá honum sem var algjörlega út úr samhengi og fullur af einhverju hallæris copy-pastei var það alveg augljóst mál að hann hafi bætt á pípuna. Mig langaði til að fara að grenja. Ég gerði það samt ekki, því ég er orðin 25 ára. Það þýðir að ég sé fullorðin. Fullorðið fólk grenjar ekki. Fullorðið fólk biður um fund og ætlar sér að heilla helvítis melinn í persónu til þess að skrifa upp á skrambans tillöguna. Tja.. eða allavega láta frá sér pípuna nógu lengi til þess að útskýra hvað í andskotanum sé í gangi.

Eins og það sé ekki nóg að ég megi ekki grenja, heldur er ég líka að fara yfir texta sem fólk með mér í hóp í einu faginu skrifaði. Það virðist vera að allir hafi málfræðikunnáttu í ensku á við 7 ára krakka frá Vínarborg. Einn af þessum aðilum á (að eigin sögn allavega) 3ja ára nám í Englandi að baki. Af hverju er *ég* að fara yfir málfræði hjá einhverjum sem hefur búið í Englandi í þrjú ár? Ætli þessi gaukur kaupi krakk hjá sama náunga og þessi hérna í frásögninni fyrir ofan? Alveg skrifaði ég ekki upp á það að gerast prófarkalesari með því að skrá mig í þetta nám. Hafið þið SÉÐ stafsetninguna hjá mér? Pff. Þakka Alberti Kóalabirni fyrir spell-check.

Ég er að segja ykkur það! Ef þetta hefði verið fyrsta önnin mín í þessum skóla, hefði ég bara hætt og farið aftur heim. Gengið út í sólarlagið, eða allavega inn í jólatívolíið, með miðjufingurinn í allri sinni dýrð sperrtan í áttina að þessu fólki. Sem betur fer er Hr. Mon að gera sitt besta til að halda mér frá því að taka appelsínugulabeltiskaratetrikk á fólk með almennum yndislegheitum. Ekki veit ég hvar ég væri stödd án Hr. Mons. Ábyggilega á flæðiskeri!

3.12.06

Þið getið öll andað léttar!

Ég fékk jóladagatal. Það er Mikka-mús smartees dagatal. Einar fékk Kinder dagatal.

Aðventulausn

Í dag er fyrsti í aðventu. Við erum með myndarlegan aðventukrans, sem ég gæti sýnt ykkur ef mms stillingar hjá vodafone væru rétt settar upp í símanum mínum. Þið verðið bara að trúa mér að hann sé flottasti krans fyrir sunnan Vestmannaeyja!

Í gær minntist ég á að það yrði nú að hafa smá aðventukaffi í tilefni dagsins og fékk þá í andlitið að ef þetta væri "kaffi" yrði ég að drekka kaffi. Ég drekk ekkert kaffi. Mér finnst það ógeðslegt og svo er það líka ekkert hollt. Af hverju á ég að pína eitthvað í mig sem er ekki einu sinni hollt? Eftir miklar umræður um að þetta ákvað ég að breyta nafninu á "aðventukaffinu" yfir í "aðventumjólk". Það verður sem sagt aðventumjólk í boði hjá okkur í kringum mjólkurtímann (áður þekktur sem kaffitími. Honum skal ekki rugla saman við mjaltartímann). Ef einhver er í nágrenninnu og vill vera memm, endilega hringið í mig eða Hr. Mon!

2.12.06

Sorg og vonbrigði

Í gær kvöldi var ég með svefngalsa. Ég byrjaði á því að dansa og svo fór ég að sveifla ipod headphonunum mínum í kringum mig svo það kæmi svona *vússsshj* hljóð. Það var rosalegt. Ég upplifði mig eins og svona manneskju á ströndinni í bíómyndum sem er með reipi sem logar á endanum. Sérstaklega glæsilegt allt saman. Svo rákust þau í og duttu í sundur. Núna heyrist ekkert hljóð hægra megin. Ég veit hvað þið eruð að hugsa! Þið eruð að áfellast Einar fyrir að hafa ekki stoppað mig, er það ekki? Ég reyndi það líka, en hann sagðist hafa ákveðið að leyfa mér að gera mín eigin misstök. Oh! He's good!

Í dag trítluðum við út í Fötex til þess að kaupa jóladagatal. Það koma engin jól öðruvísi. Ég hefði meira að segja bara opnað gluggann og geymt eða gefið nammið, því að ég borða ekki nammi núna. Það voru engin jóladagatöl í hillunum í Fötex. Eða Irmu. Eða Magasin. Ég er alveg í öngum mínum og alveg yfir mig stressuð að öllum dagatölum sé kippt úr sölu um leið og 1. des er liðinn. Einar sagði að við myndum fara að leita að jóladagatölum á morgun. Vonandi finnum við eitthvað. Vonandivonandi.

Annars er það helst í fréttum að mér er alveg rosalega illt í augunum, en þau fá enga hvíld frá tölvuskjá á næstunni. Ekki fyrr en 12. des. 10 dagar and counting........

1.12.06

Jólalög

Ég er að hlusta á jólalög á íslensku útvarpsstöðvunum í gegnum internetið! Lifi tæknin :o)

Annars þarf ég að fara að kaupa jóladagatal. Ég er með valkvíða. Það er svo mikið í boði hérna að ég bara veit ekki hvað er best. Það er meira að segja hægt að kaupa bjórdagatöl þar sem maður fær einn bjór á hverjum degi. Held ég skelli mér ekki á það samt.