3.11.06

Sardína

Í strætóinum á leiðinni heim úr skólanum í dag var svo mikið af fólki að þegar hann kom að minni stoppustöð fórum við fjögur sem vorum að bíða þar inn og hurðinn lokaðist á rassinn á þessum síðustu tveimur. Það hefði ekki komist fyrir einn kólimbrífugl í viðbót í þennan strætó. Þegar hann stoppaði loksins og hleypti okkur út á Lyngby station (endastöð), kom í ljós að Einar hafði verið í sama vagni og ég, en hefði bara farið inn 2 stoppustöðum fyrr (held það séu 5 stoppustöðvar á DTU svæðinu). Það var bara ekki nokkur leið fyrir okkur að sjá hvort annað, þar sem að það voru svona á að giska 250.000 manns þar inni í einu.

Greinilega allir að drífa sig heim úr skólanum upp úr hádegi til þess að undirbúa sig fyrir J-Dag... eða eitthvað.

Engin ummæli: