6.11.06

Oh, þessar græjur!

Í gær keypti ég mér taktmæli. Hann á að aðstoða mig í því að verða ofur-bassaleikarakvendi sem spilar á bassann sinn á daginn og berst við glæpamenn á nóttunni. Auðvitað er ég blinduð af neyslusemi og ég gat ekki hugsað mér að kaupa neitt sem eyddi ekki batteríum eða rafmagni. Taktmælirinn sem varð fyrir valinu er með litlum, stafrænum skjá og hann bípar í hvert skipti sem þessir retró mælar myndu tikka. Það er hægt að tengja hann við magnarann minn og svo er hækka og lækka stilling á honum. Að auki eru allskonar aðrir fídusar á honum (oh.. um daginn var ég að tala við kennara að það þyrfti að "decide which the main fidus' are". *Úff* ekki klassí. Feature á ensku Ósk. Feature!) eins og að pikka inn sjálfur tempóið og láta hann vaska upp fyrir sig.

Hljómar vel. Leiðnlegt samt að ég hafi fengið afgreiddann taktmæli sem er andsetinn af draugi Atla Húnakonungs með fyrirtíðaspennu. Hvernig getur draugur Atla Húnakonungs verið með fyrirtíðaspennu? Tja. Ef þið settuð það ekki fyrir ykkur að taktmælirinn minn væri andsetinn, en eruð að spá í því þá ætla ég ekki að eyða púðri í að réttlæta það.

Kvikyndið pípir skerandi hátt. Ef kona færir volume hjólið róóóólega upp, fer hann frá algjörri þögn upp í 5 á richter með svona eins og míkrómetra mun. Eftir að hafa hrisst hann illþyrmilega og hótað honum því að taka úr honum batteríin ef hann myndi ekki haga sér almennilega, komst ég að því að honum verður ekki haggað. Ég ætla sko að taka í hnakkadrambið á kvikyndinu og draga hann aftur í búðina sína og krefjast ó-andsetins taktæmlis í skiptum.

Varið ykkur á heift minni!

Engin ummæli: