11.11.06

Mér líður eins og, að hausinn á mér sé að springa. Dadadda-dararara

Eftir að hafa ekki drukkið deigan dropa af áfengi í 8 mánuði af þessum 10 sem eru af þessu ári, fékk ég mér alveg þónokkra í gær. Ég get ekki farið út í nákvæmlega hvað marga því að ég keypti engann af þeim sjálf. Thus, no track keeping. Það var allavega bjór og það var að minnsta kosti hálfur vermuth on the rocks.

Ég vaknaði rétt í þessu með púlsandi hausverk og óbragð í munninum. Stökk í veiðigallann og veiddi mér samarin og tannbursta. Af hverju er mér illt í ungliðnum á hægri hendinni?

Ég held að ég sé komin í hljómsveit. Einar komst í eitthvað dönskutali stuð í gær þegar við flúðum "lífið" og héldum í "dauðan". Dauðinn er næturstrætóinn galvaski, þar sem að fólk er dautt í öllum hornum. Ég meira að segja greip til þess ráðs að vera óviðræðuhæfari en ég var í raun og veru til þess að leiðast ekki út í dönskuspjall um tónlist. Gaurarnir sem Einar var að tala við á dænsku (dönsku með sænskum orðum inni á milli) sögðu: "Ó. Spilar kærastan þín á bassa? Okkur vantar einmitt kvenkyns bassaleikara. Alveg sama að hún hafi bara spilað í 2 vikur". Einar lofaði að hringja í þá í dag til þess að við gætum spjallað eitthvað saman. Ætli þeir séu raðmorðingjar?

Af hverju smakkaði ég pulsu í gær? Þær eru ógeðslegar og búnar til úr kjötfarsefni eða eitthvað. Allavega hef ég þverneitað að borða pulsur síðustu árin og svo bara fékk ég alveg tvo bita af einni franskri í gær án þess að blikna.

Iron Maiden spilaði í gegnum heila plötu sem enginn hafði heyrt um. Ég batt vonir um að þeir myndu allavega splæsa á okkur "Run to the hills" eða "The number of the beast" eða einhverju sem allir þekktu for good measure í seinna uppklappi. Það var ekkert seinna uppklapp. Svikin.

Úff. Eftir klukkutíma byrjar all-day innfluttningspartý hjá danska DMinum okkar. Sé ekki fram á að við kíkjum fyrr en í kvöld. Einar er allavega ennþá sofandi, dreymandi um umboðslaunin sem hann fær eftir að ég verð celeb bassaleikari eða eitthvað. Vá hvað ég á eftir að drekka lífrænan gulrótasafa í kvöld.

Engin ummæli: