3.11.06

Mér er ekki skemmt..

Það er ógeðslega kalt hérna. Alveg mínus eitthvað. Alveg skyrta, þunnur jakki, lopapeysa, þykkari jakki og feitur, 3.5 metra trefill vafinn utan um mig alla plús húfa og vetlingar kalt. Þegar ég vaknaði í morgun hefði ég alveg sparkað í sköflunginn á einhverjum (drepið er aðeins of stórt til orða tekið) fyrir að lúra aaaaaðeins lengur. Heyrðu. Svo skrópar gestafyrirlesarinn ekki bara, sem hefði gefið mér tækifæri á alveg einum og hálfum klukkutíma af glorious snooze-i.

Samfélagið hefur gert mig svona! Kennarinn, sem er alveg í þreföldum mínus yfir þessu (tvöfaldur mínus væri nefnilega plús..) sagði okkur að nota tækifærið til þess að vinna í hópverkefninu sem við þurfum að skila í þessum kúrsi. Það væru bót í máli ef einhver af hinum þremur sem ég er með í hóp hefði mætt. Ég giska á að þau séu að snooza nákvæmlega núna. Bastards.

Viðbætt: Það voru að berast fréttir þess efnis að ástæða þess að fyrirlesarinn er fjarverandi sé sú að hann hafi farið á Tónlistaverðlaunahátíð MTV í Evrópu og hann hafi svo verið á villtu djammi í alla nótt. Núna er hann líklega dauður eða þunnur heima hjá sér. Stuð.

Engin ummæli: