18.11.06

Gátur

Munið þið eftir gátunum sem kona var spurð sem barn? Einu krakkarnir sem gátu svarað þeim voru þeir sem höfðu heyrt eða lesið svarið áður. Það er ekki eins og "tágarkarfa" hafi almennt verið í orðaforða 8 ára krakka á þeim tíma. Eða að það hafi verið sérstaklega augljóst að svaka romsa sem innihélt m.a. "settist á vegginn fótalaus, þá kom maður handalaus og skaut fuglinn bogalaus".. hafi átt að tákna snjókorn sem vindur feykti af vegg.

Samt, einhverra hluta vegna, voru þessar gátur endurteknar aftur og aftur þangað til að allir kunnu örugglega svörin. Fólk getur verið undarlegar kexkökur.

Engin ummæli: