21.11.06

Glyðrur og óstabílar endur

Er það bara ég, eða er Andrésína Önd algjör glenniflyðra? Gengur á milli Andrésar og Hábeins eftir sinni hentisemi og eftir því hvor á flottari bíl hverju sinni og hvað lítur betur út fyrir yfirstéttaöndunum sem hún vill hanga með. Usss, ekki fallegt.

Annars er eiginlega enginn sérstaklega stabíll í öllum Andabæ. Það er einna helst Georg Gírlausi, en hann er svolítið utan við sig. Amma Önd kemst líklega næst því að vera heil á geði í þessum seríum, en hún býr í sveitinni fyrir utan Andabæ og telst því ekki með.

Engin ummæli: