22.10.06

Vááááááááts!

Sjáiði hvað það er gaman að eiga 25 ára afmæli þegar kona á svona góðan Einar!!? Hann gaf mér þennan bassa, standinn og ólina sem hann er með á þessari mynd, magnarann sem er á borðinu fyrir aftan, töskuna sem sést skaga inn vinstra megin og svo pússiklút, stillingagræju og fleira sem er á borðinu hjá magnaranum. Svo er hægt að tengja headphonea og iPod við magnarann, svo ég geti grúvað með uppáhalds lögunum mínum án þess að pirra nágrannana. JEIIIIIJ!

Þetta er í fyrsta skipti sem ég á *alvöru* hljóðfæri. Ég hefði aldrei keypt mér bassa sjálf fyrr en einhvern tímann eftir að við hefðum flutt aftur til Íslands. Ég er svo voðalega glöð :oD


Engin ummæli: