1.10.06

Stelpa frá Lettlandi var að bjóða mér, Íslendingnum, að koma með sér á tyrkneskt kvöld í Danmörku

Nokkuð massívt og fjölþjóðlegt ha? Mest finnst mér þó skemmtó að mér sé boðið einhvert. Ég er eiginlega alltaf með strákum í hópverkefnum og svona (sökum áhugaverðs strákar-stelpur hlutfalls í tölvutengum fögum) og þeir eru oft duglegir að leggja til að við ættum að gera eitthvað skemmtilegt saman, þangað til að ég minnist á að ég eigi kærasta. Ég held þeir hætti ekki af því að þeir hafi eitthvað verið að reyna við mig, heldur frekar að það er líklega ekki khosier að byrja að hanga með lofuðum kvenmönnum.

Ætli það sé almennt þannig? Kona heldur í karlkyns vini sem hún átti fyrir upphaf sambandsins en bætir ekki fleirum við?

En jæja. Ég sigraðist á kerfinu. Ég kom mér í hóp í einu fagi þessa önnina sem inniheldur aðra stelpu! Hafðu þetta kerfi. Hafðu þetta!

Engin ummæli: