25.10.06

Sköpunargleðin alveg að fara með mig!

Það er heppilegt að ég sé ekki skapari heimsins, hún heimsskapari. Ég myndi nefnilega örugglega ganga út í öfgar í öllum hlutunum sem ég byggi til. Núna langar mig alveg afskaplega að kaupa stórt og myndarlegt grasker og skera það út eins og hrekkjavökufagnandifólk myndi skera það út. Nema bara betur. Og með glæsilegra myndavali.

Ég er búin að vera að skoða öll graskerin sem er hægt að kaupa í búðunum núna með girndar augum og ég er alvarlega að spá í að láta verða að þessu. Graskerið gæti verið úti á svölum og komið á smá hrekkjavökustemmara hjá okkur. Mikið finnst mér ég hafa verið rænd í æsku, sökum skorts á hrekkjavöku! Spurning um að skella sér í einhvern búning líka þann 31. okt bara svona for good measure!

Engin ummæli: