4.10.06

Mini-vísó!

Þegar ég var í HR, þá fór ég reglulega í vísindaferðir á föstudögum, þar sem kona náðaði rútu með návist sinni og svo héldu ýmsustu fyrirtæki fyrirlestur og buðu svo upp á misfínt möntsj (djöfull hata ég samlokubakkana frá sóma. Ekkert smá margir sem fóru að koma með þannig í staðinn fyrir pizzur) og mismikla mareneringu.

Microsoft náttúrulega sigraði heiminn (eins og þeim einum er lagið) og voru með eldsmiðjupizzur ásamt bjór, stelpubjór og allskins skotum. Það er eitthvað við forstjóra sem rölta upp að konu með hot 'n sweet skot á bakka og spyrja svo hvort hún þurfi ekki að fara að fá sér meiri bjór.

Já. Allavegana.

Svona ferðir eru ekki í Danmörkunni. Ég sagði einum Dananum frá þessu og hann horfði á mig stóreygður og spurði: "Ókeypis.. bjór?", en það er það fallega sem danskt fólk getur hugsað sér. Meira að segja þó að hann kosti milljón og einni krónu minna hérna en á Ísa landi.

Á föstudaginn, áður en ég fer á tyrkneska kvöldið, er ég að fara í mini-visó í Telia, sem er símafyrirtæki. Áðurnefnd balkasnót bauð mér með sér, en þessi ferð er á vegum einhvers kennara í telecommunications deildinni (sú lettneska er þar. Ég er í annarskonar námi).

Ég veit ekki hvað það verður mikið um möntsj og marineringu, þar sem ferðin á að vera á milli 14 - 16, en það *verður* rúta! Við Albert, það verður RÚTA!

Engin ummæli: