31.10.06

Heppna stelpan

Ég er svo heppin að eiga svo voðalega gott fólk að (amma og afi, hin amma og afi, foreldrar hans Einars, Ösp frænka og fjölskylda og Sigrún frænka og fjölskylda) sem ekki bara mundi eftir afmælinu mínu, heldur sá sér líka fært að gefa mér pening í afmælisgjöf.

Af því tilefni skrapp ég út í H&M áðan og valdi mér öll fötin sem mér fannst fín, án þess að spá neitt í því hvað þau kostuðu. Ég held ég hafi aldrei gert svoleiðis áður. Vissulega hef ég tekið verslanaflipp í útlandaferðunum mínum, en ég hef alltaf spáð mikið í verðmiðana á þeim flippum.

Eftir þessa H&M heimsókn er ég einum kjól, tvennum pilsum, einni skyrtu, trebba, húfum og vetlingum ríkari en ég var áður. Það sannaðist líka að ég sé með frekar ódýran smekk, því að allt þetta kostaði í kringum 1000 DKr,

Ég er afskaplega vel klædd og glöð stelpa í dag!

Engin ummæli: