17.10.06

Gööööörrrr!! eins og ligerarnir segja

Ég reyndar veit ekkert hvað ligerar segja. Ég gat mér bara þess til að þeir segðu "görr". Það hljómar svo voðalega stórakattadýralegt.

En já. Ég segi allavega görr núna! Ég væri alveg til í að vera bara komin með skilgreint mastersverkefni NÚNA, en svo er víst ekki. Ég er búin að fara 3 ferðir til þess að tala við væntanlegan verkefnakennara (fjórar ef ég tel með samtalið við manninn sem talar eins og fiskurinn í American Dad, en ég ákvað að finna frekar annan kennara) og í hvert skipti sem ég tala við hann, endar hann á því að senda mér 3-4 200+ blaðsíðna papera í email. Núna er ég reyndar búin að þrengja þetta svolítið niður og það er komið að því að ég þurfi að "heilastorma" allrosalega til þess að finna mér samboðið verkefni. Held og vona samt að loka niðurstaðan verði spennó, enda mun ég gera fátt annað frá febrúar og fram í júní eða svo.

Annars er ég í rosalegri innri baráttu núna. Téður væntanlegur verkefnakennari sagði mér að hann og deildin hefðu mikinn áhuga á því að ég skellti mér bara í doktorinn hjá þeim. Með liði A spilar Dr. Ósk, sem er strax farin að íhuga hverskonar "minion" hún ætti að ráða sér. Á móti liði A spilar allt frekara líf sem myndi þurfa að vera sett á pásu í 3 ár aukalega og meistari Ósk, sem hefur nú þegar verið í skóla í 20 ár í röð.

Engin ummæli: