24.10.06

Ég veit að núna verð ég ekki vinsæl..

..vegna þess að núna eru -2°C í Reykjavík, en ég er alveg að frjósa úr kulda, þrátt fyrir að það standi 15°C á hitamælinum hérna. Ehm. Úti, ekki rass. Mest krípí samt. Þegar Einar fékk lungnabólgu keypti hann mæli sem má nota sem annað hvort munn- eða rassamæli. Spáið í því að ruglast. Úff, stundum er sveigjanleiki í svona málum ekki classy!

Ég sit sem sagt uppi í sófa, dúðuð í teppi og sting öðru hvoru höndunum undir laptoppinn minn, til þess að hlýja þeim á batteríinu. Ég fór í sturtu í morgun og hélt að ég myndi breytast í ís-skúlptúr. Ég hríðskalf allavegana eins og hjálpartæki ástarlífsins á hröðustu styllingu!

Það er alveg spurning með að fara að kveikja á ofnunum.

Engin ummæli: