19.10.06

Þeir eru knáir þessir Danir

Í ár, eins og í fyrra, þá byrjar að kólna akkúrat þegar haustfríið byrjar. Magnað að þeir hafi tímasett þetta svona vel.

Í gær fórum við til Malmö, með Kristjáni sem var með okkur í HR. Reyndar erum við búin að hitta fleiri HR-inga síðustu daga. Viggi, Sæli og Kristján eru allir búnir að heimsækja DK í sitthvoru laginu. Fönnís. Ætli Danir fari ekki að panikka og óttast aðra yfirtökuhrinu frá Íslandi? Kannski það neiti allir að fá Nyhedsavisen til þess að reyna að sporna gegn þessu.

Malmö var alveg prýðileg. Við skoðuðum bæinn, allskonar torg, kíktum á fínt safn sem var í fjórum hlutum og skoðuðum Turning torso, sem er voðalega há bygging. Mjög smart og mjög skrítin. Við máttum ekki fara á efstu hæðina og skoða útsýnið, því það opnar ekki fyrr en 1.nóv. Svikin.

Annars á ég ammó á sunnudaginn. Verð 25 ára og allt. Af því tilefni má ég keyra bílaleigubíl í fyrsta skiptið! Við ætlum að skella okkur í Lego-land á morgun. Kannski bara ég keyri part af leiðinni og alles. Aldeilis að kona er orðin fullorðin. Bara lífsreynsla lekandi út úr eyrunum á henni!

Engin ummæli: