31.10.06

Hjálparkall til Vodafone fólks!!

Ég er búin að vera að reyna síðustu mánuði að setja upp aftur íslensku mms styllingarnar í Nokia 7250i símann minn án árangurs. Það virkar ekki að fá sent sms með styllingunum, líklega vegna þess að ég er í Danmörku.

Mér þætti afskaplega vænt um að geta farið að nota "Myndablogg" fídusinn aftur, svo ég tala nú ekki um að geta nýtt þennan 600 kall sem ég borga í hverjum mánuði í eitthvað sniðugt.

Anyone?? Ég skal gefa reddaranum sleikjó í jólagjöf!

Heppna stelpan

Ég er svo heppin að eiga svo voðalega gott fólk að (amma og afi, hin amma og afi, foreldrar hans Einars, Ösp frænka og fjölskylda og Sigrún frænka og fjölskylda) sem ekki bara mundi eftir afmælinu mínu, heldur sá sér líka fært að gefa mér pening í afmælisgjöf.

Af því tilefni skrapp ég út í H&M áðan og valdi mér öll fötin sem mér fannst fín, án þess að spá neitt í því hvað þau kostuðu. Ég held ég hafi aldrei gert svoleiðis áður. Vissulega hef ég tekið verslanaflipp í útlandaferðunum mínum, en ég hef alltaf spáð mikið í verðmiðana á þeim flippum.

Eftir þessa H&M heimsókn er ég einum kjól, tvennum pilsum, einni skyrtu, trebba, húfum og vetlingum ríkari en ég var áður. Það sannaðist líka að ég sé með frekar ódýran smekk, því að allt þetta kostaði í kringum 1000 DKr,

Ég er afskaplega vel klædd og glöð stelpa í dag!

*muldrmuldr*

Skrambans síða að senda ekki til Danmerkur!

29.10.06

Símhringing!

Hingað til hef ég haldið mig við "ring-ring" hringingu. Í gær heyrði ég hinsvegar síma hringja með þessu lagi. Núna er ég mikið að íhuga að finna mér þetta á mp3 og nota sem hringitón!

Það tekur mig að meðaltali fjögur ár að ná þessu af heilanum á mér.

HAMingja

Hver vissi að HAM væri að toura? Ekki ég! Reyndar vissi eiginlega enginn af því í allri Danmörku, þó þeir hafi verið að spila hérna í gær. Einar komst að því fyrir tilviljun á föstudaginn, vegna þess að það voru víst einhver auglýsingaplaggöt hengd upp í þvottahúsið á kollegíi þar sem íslenskir gaurar sem við þekkjum búa á.

Ehh. Þeir búa sem sagt á kollegíinu. Ekki í þvottahúsinu. Bygones.

Við keyptum miða á tónleika með HAM og hljómsveitum frá Færeyjum, Grænlandi og Danmörku. Það voru ekki margir núverandi og fyrrverandi þegnar dönsku krúnunnar mættir á staðinn, líklega vegna þess að þessi tónleikar voru meira leyndarmál en hinn sanni aldur Cher.

Fyrsta hljómsveitin til þess að stíga á sviðið var frá Færeyjum og hét Makrel. Þetta kvöldið skartaði hún lánsgítarspilara, vegna þess að gítarleikari hljómsveitarinnar var fjarri góðu gamni. Það má lesa um hvers vegna hérna. Ég var ekkert sérstaklega impressed. Söngvarinn ofnotaði gjersamlega microphone sem var með einhverjum hálf hallærilegum effect og ég var afskaplega þakklát þegar ég sá að það var verið að taka hann niður áður en næsta hljómsveit tók við. Ég var skíthrædd um að þeir gætu freystast til þess að nota hann líka (bæði söngvarann og mikeinn sko..)

Eftir Makrel tók við grænlensk sveitaballapopps/rokkhljómsveit sem tryllti alla Grænlendinga á staðnum með því að henda glosticks út í salinn (ég fékk fjólublátt). Grænlendingar eru spes (alhæfing. Ég veit það). Það var sérstaklega einn pissfullur miðaldra maður, sem sá um að knúsa alla aðra Grænlendinga sem hann sá á staðnum, sem sá um spesheitin. Það sat stelpa við hliðina á okkur Einari sem var í kjólling (ef kjólar eru nógu litlir, eru þeir þá ekki kjóllingar?) sem 16 ára ég hefði verið stolt af. Hún keðjureykti eins og það væri "Reyktu eins og þú villt án þess að fá krabbamein" kvöld. Þegar þessi fulli kom að henni, var hún að reykja (augljóslega) og tala við vinkonu sína. Fulli knúsaði eitthvað í áttina að henni, svo að hún brenndi sig á eyranu með sígarettunni og glóðin datt ofan í hálsmálið á henni. Eftir mikið fát tókst henni að koma í veg fyrir að það kveiknaði í sér og hún fann part af kúlinu aftur. Fulli bauð henni heldur óstöðugan eld og hún gat snúið sér aftur að sígarettunni og vinkonunni. Fulli ákvað hinsvegar að reyna aftur að stinga sér til knús, en í þetta skiptið rakst sígarettan framan í hann. Við þetta brá honum svo mikið að hann sparkaði bjórnum hennar um koll. Hann reyndi nokkrum sinnum aftur, en núna var stelpan orðin ansi súr út í hann og ýtti honum frá sér. Fulli ákvað því að snúa sér að nútímadansi með tvö glosticks í hendinni og hann trítlaði um eins og fiðrildi það sem eftir lifði af kvöldinu/nóttinni. Öðru hvoru sá ég að aðrir Grænlendingar gáfu honum meiri bjór. Ég veit ekki hvort að hann sé svona drepleiðinlegur edrú, hvort fólk hafi gaman að fiðrildadansinum hans eða hvort að fólk hafi verið að vonast til þess að hann myndi sofna á einhverjum stól eftir "bara einn í viðbót".

En HAM voru góðir! Þeir hækkuðu meðalaldur hljómsveitanna um svona eins og 50 ár eða svo, en þeir rokkuðu miklu meira en ungviðið! Vegna þess að það var ágætis pláss á gólfinu myndaðist skemmtileg blanda fólks sem dansaði eins og það væri á skemmtistað og fólks sem flösuþeytti.

Eftir HAM drusluðumst við bara heim til þess að ná síðustu lestinni. Það voru tvær hljómsveitir eftir, en það er alltaf best að hætta á toppnum!

27.10.06

Many years ago..

..I came to be in the possession of my first cell phone. Christmas 1996 to be exact. Back then it was quite the kewliz for anyone to have a mobile phone, let alone a 15 year old.

The coming 24th of December (Icelanders do the gift-thing on Christmas eve), will be my 10 year cell phone anniversary. I almost feel obligated to do something special to celebrate. Buy a new mobile or something. I have a brilliantly beautiful Pocket PC which I use a lot. It has the ability to function as a phone as well (a smart phone even), but it is somewhat too big to use for that function on a regular basis.

The problem with mobile phone shopping is that it isn't as easy as it used to be. New phones have all these extra gadgets, which you cannot live without once you get to know them. Oh.. And not only that, I just read that NTT DoCoMo have been doing some field tests for the 4th generation of mobiles and managed to get up to 2.5Gbps (yes. That is per second. On a mobile phone. While traveling in a car). What do you do with 2.5Gbps on a mobile phone? I don't even come close to that kind of a bandwidth on my ADSL!

To answer a part of my own question, right now all the hype for the future is to get television into your mobile no matter where you are. Entrepreneurs have even started discussing coming up with special mobile stations which specialize in a limited topic each (sports, news, cartoons, etc.) and have material which is suitable for small screens and is repeated a lot. Of course, the consumers are crazy and just go with the hype. Just look at myspace for forks sake! Personally though, I don't see myself spending gazillions on mobile-phone-television. If I *were* to use this kind of a service, it would have to be video on demand and not a full fledged television station. I would probably watch a specific news report or a specific cartoon at my own leisure and not the stations whim.

No matter how you look at it, the truth is that somehow the phone part has become a secondary feature of the mobile. Nokia has even started making devices which don't even include phones in them. Only the extra goodies. I cannot help but feel that we should find a new name for this type of gadgets now. The only thing I ask is that we do not figure one out until after Christmas! That way I get to celebrate my anniversary first :o)

25.10.06

Sköpunargleðin alveg að fara með mig!

Það er heppilegt að ég sé ekki skapari heimsins, hún heimsskapari. Ég myndi nefnilega örugglega ganga út í öfgar í öllum hlutunum sem ég byggi til. Núna langar mig alveg afskaplega að kaupa stórt og myndarlegt grasker og skera það út eins og hrekkjavökufagnandifólk myndi skera það út. Nema bara betur. Og með glæsilegra myndavali.

Ég er búin að vera að skoða öll graskerin sem er hægt að kaupa í búðunum núna með girndar augum og ég er alvarlega að spá í að láta verða að þessu. Graskerið gæti verið úti á svölum og komið á smá hrekkjavökustemmara hjá okkur. Mikið finnst mér ég hafa verið rænd í æsku, sökum skorts á hrekkjavöku! Spurning um að skella sér í einhvern búning líka þann 31. okt bara svona for good measure!

24.10.06

Ég veit að núna verð ég ekki vinsæl..

..vegna þess að núna eru -2°C í Reykjavík, en ég er alveg að frjósa úr kulda, þrátt fyrir að það standi 15°C á hitamælinum hérna. Ehm. Úti, ekki rass. Mest krípí samt. Þegar Einar fékk lungnabólgu keypti hann mæli sem má nota sem annað hvort munn- eða rassamæli. Spáið í því að ruglast. Úff, stundum er sveigjanleiki í svona málum ekki classy!

Ég sit sem sagt uppi í sófa, dúðuð í teppi og sting öðru hvoru höndunum undir laptoppinn minn, til þess að hlýja þeim á batteríinu. Ég fór í sturtu í morgun og hélt að ég myndi breytast í ís-skúlptúr. Ég hríðskalf allavegana eins og hjálpartæki ástarlífsins á hröðustu styllingu!

Það er alveg spurning með að fara að kveikja á ofnunum.

22.10.06

In Sweden it is not considered among the basic human rights to pee..

..it's considered a privilege! No matter where you go; malls, burger king, the main street - each toilet booth has a little money collecting device on it. A vampiric money collecting device, which sucks your wallet dry! Every single pee costs 5 Swedish kroner (which is equivalent to about 70 US cents, 54 euro cents, 4 Danish kroner or 47 Icelandic kroner). When the first money collecting device I came across bit my wallet I was a bit nervous. You see, I was sure there would be a person unknown to me standing in the booth, ready to message my shoulders while I was taking a leak sitting on a toilet of gold. I was not quite sure I would be able to perform under that kind of pressure. It was a false alarm. The toilet was a standard, white one and there was no-one inside other then myself. Who knew peeing could be that expensive?

The part I saw of Sweden (Malmö) was lovely though. It had more parks and green areas then all other cities in the solar system combined. Maybe it has something to do with that perhaps not all Swedish people can afford peeing in public toilets all the time....

Vááááááááts!

Sjáiði hvað það er gaman að eiga 25 ára afmæli þegar kona á svona góðan Einar!!? Hann gaf mér þennan bassa, standinn og ólina sem hann er með á þessari mynd, magnarann sem er á borðinu fyrir aftan, töskuna sem sést skaga inn vinstra megin og svo pússiklút, stillingagræju og fleira sem er á borðinu hjá magnaranum. Svo er hægt að tengja headphonea og iPod við magnarann, svo ég geti grúvað með uppáhalds lögunum mínum án þess að pirra nágrannana. JEIIIIIJ!

Þetta er í fyrsta skipti sem ég á *alvöru* hljóðfæri. Ég hefði aldrei keypt mér bassa sjálf fyrr en einhvern tímann eftir að við hefðum flutt aftur til Íslands. Ég er svo voðalega glöð :oD


Þegar ég vaknaði í morgun, þá meikaði allt svo mikið sense

Það var eins og heimurinn hefði allt í einu gefið út leiðbeiningabók og ég hefði einhvern veginn lesið hana í svefni. Engu að síður tók það mig smá stund að gera mér grein fyrir því hvers vegna allar þessar upplýsingar voru mér núna aðgengilegar. Svo fattaði það. Oh. Auðvitað!

ÞAÐ ER AF ÞVÍ AÐ ÉG ER ORÐIN 25 ÁRA!

Veiiiii ammli!!

19.10.06

Þeir eru knáir þessir Danir

Í ár, eins og í fyrra, þá byrjar að kólna akkúrat þegar haustfríið byrjar. Magnað að þeir hafi tímasett þetta svona vel.

Í gær fórum við til Malmö, með Kristjáni sem var með okkur í HR. Reyndar erum við búin að hitta fleiri HR-inga síðustu daga. Viggi, Sæli og Kristján eru allir búnir að heimsækja DK í sitthvoru laginu. Fönnís. Ætli Danir fari ekki að panikka og óttast aðra yfirtökuhrinu frá Íslandi? Kannski það neiti allir að fá Nyhedsavisen til þess að reyna að sporna gegn þessu.

Malmö var alveg prýðileg. Við skoðuðum bæinn, allskonar torg, kíktum á fínt safn sem var í fjórum hlutum og skoðuðum Turning torso, sem er voðalega há bygging. Mjög smart og mjög skrítin. Við máttum ekki fara á efstu hæðina og skoða útsýnið, því það opnar ekki fyrr en 1.nóv. Svikin.

Annars á ég ammó á sunnudaginn. Verð 25 ára og allt. Af því tilefni má ég keyra bílaleigubíl í fyrsta skiptið! Við ætlum að skella okkur í Lego-land á morgun. Kannski bara ég keyri part af leiðinni og alles. Aldeilis að kona er orðin fullorðin. Bara lífsreynsla lekandi út úr eyrunum á henni!

17.10.06

Gööööörrrr!! eins og ligerarnir segja

Ég reyndar veit ekkert hvað ligerar segja. Ég gat mér bara þess til að þeir segðu "görr". Það hljómar svo voðalega stórakattadýralegt.

En já. Ég segi allavega görr núna! Ég væri alveg til í að vera bara komin með skilgreint mastersverkefni NÚNA, en svo er víst ekki. Ég er búin að fara 3 ferðir til þess að tala við væntanlegan verkefnakennara (fjórar ef ég tel með samtalið við manninn sem talar eins og fiskurinn í American Dad, en ég ákvað að finna frekar annan kennara) og í hvert skipti sem ég tala við hann, endar hann á því að senda mér 3-4 200+ blaðsíðna papera í email. Núna er ég reyndar búin að þrengja þetta svolítið niður og það er komið að því að ég þurfi að "heilastorma" allrosalega til þess að finna mér samboðið verkefni. Held og vona samt að loka niðurstaðan verði spennó, enda mun ég gera fátt annað frá febrúar og fram í júní eða svo.

Annars er ég í rosalegri innri baráttu núna. Téður væntanlegur verkefnakennari sagði mér að hann og deildin hefðu mikinn áhuga á því að ég skellti mér bara í doktorinn hjá þeim. Með liði A spilar Dr. Ósk, sem er strax farin að íhuga hverskonar "minion" hún ætti að ráða sér. Á móti liði A spilar allt frekara líf sem myndi þurfa að vera sett á pásu í 3 ár aukalega og meistari Ósk, sem hefur nú þegar verið í skóla í 20 ár í röð.

16.10.06

If I *had* to chose a celebrity to idolize...

I don't think I have ever been a *real* fan of any actors or musicians. Even when I was 13 and many of the chicks around me plastered their walls with Take that posters and commented teary eyed that Johnny Depp was just soooooooo dreamy, I didn't give them much thought. That doesn't mean I don't like music or films. I do. I just don't go all crazy over the people creating and/or contributing to them.

That being said, if I were to chose a celebrity now to idolize, it would be John Mayer. The reason is not that I like his music, even though I do (something a 3 years younger me would probably kick my ass for and tell me that there is no metal in it). The reason is not that I begin to breath irregularly and giggle when I see pictures of him (which I actually don't). I guess the answer lies in his "blog" (hate that word).

If I had stumbled upon his web page and he was just a .. say.. a computer nerd (shut up! Computer nerds are cool), I would have become a frequent reader anyway. The fact that a celeb is writing about zombies, that he will not say "stay classy" or use any reference to a whale's vagina on a concert in San Diego or that he put his own pic into my heritage only to discover that he actually looked more like Jessica Lange than himself makes this just so much more juicy.

I guess that just goes to show that I'm a more of a sucker for sense of humor and personality than just good looks and fame. Go figure.

15.10.06

Hann á aaaammæææælllíííídag

Hann á afmæli hann prins Christian...
Hann á afmæli í dag!Verður kona ekki að fagna svona hlutum með fólkinu í landinu sem hún býr í? Alveg spurning um að draga upp litla danska borðfánann sem ég keypti fyrir afmælið hans Einars.

This is so funny..

..if you know the game it is referring to.

click me!

14.10.06

Kulturnatten

Ég, Einar og sú Lettneska (hmm.. líklega best að fara að nota nafn á hana. Hún er kölluð Ola), keyptum okkur barmmerki með frekar ljótri mynd. Þetta barmmerki veitti okkur ókeypis aðgang að lestum, strætóum og metroi, ásamt ókeypis aðgangi inn á öll söfn og ýmsa aðra staði.

Strax og ég kom niður í bæ, mætti ég stelpu sem gaf mér og Olu bleika rós. Mín var mjög fín til að byrja með, en svo duttu laufblöðin af henni eitt og eitt og að lokum kom í ljós að hún var bara alvarlega lasin. Ég jarðaði hana í ruslinu stuttu áður en ég fór heim.

Menninganótt á Íslandi er nú bara algjört prump í samanburði við þessa í Köben verð ég að segja. Með barmmerkinu fengum við þykkan og mikinn bækling sem lýsti alveg endalaust mikið af atburðum sem stóðu konu til boða. Mig langaði mikið að heimsækja Moskuna þar sem var m.a. talað um stöðu islam í Evrópu, fara í Búddasenter og skoða hvað þeir væru að gera þar og á Jóga og hugleiðslusenter, þar sem hefði verið hægt að taka klst. kennslutíma í hugleiðslu og hálftíma kennslutíma í útgáfu af powernapping sem getur verið meira effektívur en 8 klst af svefn. Því miður gafst ekki tími í þetta, þar sem að allir þessir staðir voru fyrir utan miðbæinn.

Það hefði reyndar verið hægt að setja saman ansi þunglyndislega dagskrá líka. T.d. með því að fara í heimsókn á einhverja stofnun og upplifa sig sem minnihlutahóp (var tekið dæmi um múslima, homma og fatlaða), þar sem einhverjir leikarar myndu gera aðsúg að þér eða fara í rauðakrossinn og upplifa hvernig það væri að vera einmana í stórborginni.

Við ákváðum að láta ekki gera aðsúg að okkur og fórum þess í stað að skoða þinghúsið hátt og lágt. Arkítektúrinn þarna inni er bara klikkaður. Það var líka mjög gaman að koma inn í þingsalinn þeirra og skoða atkvæðagreiðsluaðferðir og þannig. Þingmenn voru röltandi um og voru að reyna að hössla nokkur atkvæði í leiðinni. Einn flokkurinn var búinn að setja upp herbergi sem var þannig að fyrir utan var konu afhent umslag fullt af gervipeningum og inni í herberginu voru körfur með mismunandi fyrirsögnum. T.d. "aukin tækifæri eftir háskólanám", "betri her", "meiri styrkur við ellilífeyrisþega" o.s.frv. Fólk átti svo að dreifa fjárlögum ríkisins í þessar körfur, svo flokkurinn hefði betri hugmynd um hvað það var sem almenningurinn vildi. Annar flokkur bauð upp á ókeypis prufutíma í líkamsrækt, fótsnyrtingu á staðnum og vatn og appelsínur. Það var hálf skrítið að sjá einhverjar kvennsur liggjandi á bekk með tærnar út í loftið á meðan þær voru snyrtar fyrir allra augum.

Við skoðuðum líka ráðhúsið, sem var ekki alveg eins fínt en alveg prýðilegt (en hver borgarráðsmanneskja var með spes tölvuskjá í sætinu sínu), rosalega fína kirkju, ekki eins fína kirkju, póst og síma safnið, kíktum í leikhús sem strákur sem er með mér og Olu í verkefnishóp var eitthvað að vesenast í kringum, röltum um og skoðuðum fólkið, fórum inn í klikkað flottan sal sem tengist skrýtna skrúfuturninum sem skrúfast í vitlausa átt (og arkítektinn framdi sjálfsmorð út af), skoðuðum rosa fínar mósaíkmyndir með gulli í sér, kíktum á hálf melankólíska listasýningu, skoðuðum ljósmyndir hjá Politiken blaðinu og margt fleirra. Já. Og svo lentum við líka í rosalega geðveikislegum öfgasinnaðum áróðri um "öryggi á internetinu". Við leituðum uppi einhvern stað sem átti að vera með eitthvað um IT-security, en jáneinei það var sem sagt öfgageðveikismaður sem hélt yfir okkur svaka ræðu um að við hefðum rétt á að vera nafnlaus á netinu og þetta fólk hafði þróað allskonar leiðir til þess að skipta út MAC addressum og fara í krókaleiðir í gegnum tölvunet til þess að tölvan á hinum endanum myndi ekki þekkja þig. Já.. forrit og afrita DVD og geisladiska með copy-protection. Svo sagði hann okkur að hann og 3 vinir hans væru allir að deila með sömu nettengingu frá TDC, þó það væri sagt að það mætti bara einn vera með hverja tengingu og "the man" gæti sko ekkert bannað honum þetta. Þegar hann var farinn að segja Olu að fólkið á kolegiinu hennar hefði engan rétt á að banna henni að skipta um MAC addressu (en þetta er notað þar vegna þess að hver einstaklingur hefur bara ákveðna bandvídd á mánuði svo að netið haldist almennilega hratt) og hún gæti notað eitthvað af þessum forritum til að "svindla á kerfinu" var ég farin að reyna að fikra mig að hurðinni. Við sluppum loksins út. Lifandi. Takk fyrir. Ég var orðin virkilega hrædd um að hann væri farinn að hugsa að samfélagið gæti ekkert bannað honum að fremja morð heldur ef honum langaði til þess. Fólkið þarna lét okkur samt fá geiskadiska með öllum þessum forritum í kveðjugjöf. Áhugavert.

Við ætluðum að taka strætó í dýragarðinn og sjá einhverja spes næturopnun, en klukkan var bara næstum miðnætti og allt að loka svo við fórum heim. Það hefði örugglega verið gaman að sjá hann allan upplýstan. Kannski að dýrin hefðu samt verið að lúlla sér.

Ég veit ekki alveg af hverju íslenska menninganóttin er ekki svona fín. Kannski er það vegna þess að allskonar söfn, fyrirtæki, klúbbar og stofnanir vilja ekki opna dyr sýnar fyrir ómenningalegum Íslendingum á stútfylleríi.

11.10.06

It isn't easy being green. Having to spend each day the color of the leaves..

Well, the leaves on some of the trees here in Denmark have started to turn yellow, red or a number of other non-regulatory colors for leaves. I wonder if Kermit the frog changed colors during the autumn as well.

I am not too crazy about the autumn. You see, summer is my favorite season. With summer comes jacket- and sometimes sweater-less fun in the sun with the occasional ice cream and usually no homework. Summer is like the weekend, which would mean that the autumn is a Monday. Monday with rain, wind, stress and cold weather. I do not really see the romance in it.

Here in Denmark, they have added an autumn holiday to make this retched season a little less annoying. Actually, a Danish guy told me that the autumn holiday has something to do with the olden-days and harvest, but personally I think that is just an excuse.

Last year, we took this opportunity to visit Vienna. A gorgeous city, with not equally gorgeous inhabitants. The over all beauty of it is however above average. This year we are pondering (love that word. Reminds me of "plunder") to visit Sweden. It is just a flaming Moe away (well, actually just a short train ride away, but I'm sure the train ride takes about as long as drinking a flaming Moe, if you really savor it).

In Sweden I expect to see meatballs, Ikea, blond people in skimpy clothing and a match factory or two.

7.10.06

Slagsmálabardagahundur með sítt að aftan

Ég skellti mér í kvikmyndahús og sá þar Fearless, sem er nýjasta myndin hans Jet Li. Þessi myndi er ekki sýnd á Íslandi alveg strax. Ekki láta ykkur líða illa samt! Í síðustu viku sá ég Click, sem var alveg ný komin í bíó hérna, en var löngu dáin úr elli í bíbbunum heima. Vá hvað það var ekki skemmtileg mynd. Ég hélt að ég væri að fara á grínmynd og svo bara BAMM. Drama og högg í brisið. Mínus högg í brisið.

Fearless var hinsvegar töff. Hún er líka merkileg fyrir þær sakir að þetta er líklega síðasta bardagamyndin hans Jet Li, en hann hyggst nú snúa sér að hefðbundnum kvikmyndaleik. Það eru sorgarfréttir fyrir okkur sem kunnum að meta góðar slagsmálamyndir, en vissulega betri fréttir en þær að Jackie Chan hafi slíkt hið sama í huga. Munurinn er nefnilega sá að Jet Li getur alveg leikið, á meðan að Jackie Chan getur það sko aldeilis ekki.

Fearless er mynd um kínverska slagsmálakappann Huo Yuan Jia, sem gat lamið alla í klessu, óháð þjóðerni. Eins og það hafi ekki verið feikinóg, þá var bara líka splæst á þetta söguþræði og ágætis upptökustöðum og stúdíóum.

Þessi mynd er öll á kínversku, svo að ég þurfti að lesa danskan texta á fleygiferð til þess að botna í henni. Í fyrstu fannst mér hann fara helst til fljótt af skjánum, en ég komst í æfingu og mér tókst barasta ágætlega að keppa við textann. Sko stelpuna! Næst verður hún farin að setja remúlaði út á All branið sitt á morgnana og spjalla um fríblöð á dönsku við fólkið í strætó!

Barabaraaffíbara

6.10.06

Svefngalsi og sætir læknar

Ég er með svefngalsa. Ég eyddi nefnilega stórum hluta gærnætur á slysó og mætti svo hress og kát (mínus hress og kát) í tíma í morgun eftir mjög lítinn svefn. Ég lenti nefnilega í þeim skramba að bílhurð var lokað á hægri þumalputtann minn (a.k.a feitaputta, en það nafn á ennþá betur við hann núna). Hurðin lokaðist meira að segja alveg og ég varð að væla ítrekað á einhvern til að opna hurðina aftur svo ég gæti losnað úr prísundinni. Ég er aðalega bara þakklát fyrir að bíllinn hafi ekki keyrt af stað og tekið feitaputtann með sér og selt hann á ebay. Hvernig ætti ég ÞÁ að spila xbox? Ofan á það væri nánast ómögulegt að koma í veg fyrir klónun.

Já. Allavega. Þegar ég loksins þorði að líta á hendina á mér, sá ég að það var djúpt far ofan í puttann þar sem að bílhurðin hafði knúsað hann. Ég líka meiddi mig alveg ofboðslega mikið. Rökhugsun mín, hún rökhugsun, ákvað að puttinn hlyti að vera sæmilega tjónaður eftir þetta, þannig að það var tekin sú ákvörðun að kíkja á slysó.

Eftir sígarettufýlutaxaferð og móttökudömuspurninguna hvort ég hafi "dottið" tók við hefðbundin slysóbið. Við hr. mon vorum ein á biðstofunni, ásamt slysósjónvarpinu, sem ég kýs að kalla Slysósjónvarpið og nammi-, kaffi-, samloku- og kóksjálfsölunum, sem ég kýs að kalla Sjálfsalana. Sjálfsalarnir voru allir tómir, nema nammisjálfsalinn. Hann urraði öðruhvoru og otaði twixi reiðilega í áttina að okkur. *Bllluuuuurrrg* sagði hann.

Slysósjónvarpið náði fyrst að fá okkur til þess að slappa af með Fraiser þætti og svo WHAM! (ekki hljómsveitin samt), sló það okkur utanundir með Americas Funniest Home Videos. Shift hvað það var illa gert. Kona var föst í svona "verða að horfa á sjónvarp" stað, eins og þegar hún er lappalaus (laptop sko, ekki fóta) í flugvél. Ofan á það, var feitiputti núna orðinn þrefaldur og kominn með sinn eigin sársaukapúls, algjörlega úr takti við restina af líkamanum.

Það leið og beið og á endanum kom læknir að sækja mig. Þessi læknir var á aldur við mig, sem var áfall út af fyrir sig. Hvenær varð ég eiginlega nógu gömul til þess að læknar væru á mínum aldri? Þessi læknir var líka alveg sérstaklega sætur. Alveg Hollywood myndarlegur. Allavega fannst mér það þangað til að hann fór að klípa og pota í aumingja slasaða puttann. Á einum tímapunkti tók hann bréfaklemmu úr læknamannabrjóstvasanum sínum, tók hana í sundur og potaði í puttann með henni. Mér finnst að vísu alltaf gaman af bréfaklemmupyntingum, þar sem að Clippy (office bréfaklemman) hefur eyðilagt mig fyrir lífstíð, en það er ekki eins gaman þegar bréfaklemmupyntingar og feitaputtapyntingar fara saman.

Klemmi læknir ákvað að láta taka rönken af mér til öryggis. Eftir meira Americas Funniest maraþon með allskonar leiknum atriðum og fólki að detta og meiða sig, hlaupa á myndavélina og hoppa út af trampolínum kom rönkenkona að sækja mig. Rönkenkona, sem var líka á mínum aldri, fór með mig í rönkenherbergið. Í rönkenherberginu var rönkenmaðurinn, sem var líka jafnaldri okkar. Vöddafork!? Ég er ekkert læknafólkagömul!

Ég var látin snúa hendinni á mér í ólíklegustu hringi og ég var nánast farin að mjálma: "No, NO.. it doesn't bend that way!" undir lokin. Svo fékk ég einhverskonar geislavarnarpúða á bumbuna á mér ef ske kynni að ég væri preggó (HEY! ég var að fatta.. did she just call me fat!??) og svo var smellt af.

Eftir meiri pyntingar frá Slysósjónvarpi og Fyndnum fjölskyldumyndum kallaði Klemmi mig aftur inn. Klemmi sagði mér að ég væri ekkert brotin (phew). Svo klemmdi hann puttann á mér aðeins meira og potaði í hann eins og til að kveðja hann held ég. Svo boxaði hann mig í öxlina og sagði "you're all right!", en bætti svo við "you just have one more week to live". Okay, reyndar ekki. Hann boxaði mig í öxlina, sagði "you're all right" og sagði svo að ég ætti eftir að vera aum og dofin í feitaputta næstu daga.

Í dag er feitiputti fjólublár eins og bláberjaskyr og jafn feitur og lítill Jabba. Hann er samt allur að koma til. Hann er trooper!

4.10.06

Kreisistöff

hjólaskautanötter

Mini-vísó!

Þegar ég var í HR, þá fór ég reglulega í vísindaferðir á föstudögum, þar sem kona náðaði rútu með návist sinni og svo héldu ýmsustu fyrirtæki fyrirlestur og buðu svo upp á misfínt möntsj (djöfull hata ég samlokubakkana frá sóma. Ekkert smá margir sem fóru að koma með þannig í staðinn fyrir pizzur) og mismikla mareneringu.

Microsoft náttúrulega sigraði heiminn (eins og þeim einum er lagið) og voru með eldsmiðjupizzur ásamt bjór, stelpubjór og allskins skotum. Það er eitthvað við forstjóra sem rölta upp að konu með hot 'n sweet skot á bakka og spyrja svo hvort hún þurfi ekki að fara að fá sér meiri bjór.

Já. Allavegana.

Svona ferðir eru ekki í Danmörkunni. Ég sagði einum Dananum frá þessu og hann horfði á mig stóreygður og spurði: "Ókeypis.. bjór?", en það er það fallega sem danskt fólk getur hugsað sér. Meira að segja þó að hann kosti milljón og einni krónu minna hérna en á Ísa landi.

Á föstudaginn, áður en ég fer á tyrkneska kvöldið, er ég að fara í mini-visó í Telia, sem er símafyrirtæki. Áðurnefnd balkasnót bauð mér með sér, en þessi ferð er á vegum einhvers kennara í telecommunications deildinni (sú lettneska er þar. Ég er í annarskonar námi).

Ég veit ekki hvað það verður mikið um möntsj og marineringu, þar sem ferðin á að vera á milli 14 - 16, en það *verður* rúta! Við Albert, það verður RÚTA!

2.10.06

Mmmmmmgottgott

Okay.. Þið vitið hvað það er góð tilfinning að fara í glænýja sokka. Þeir eru allir mjúkir og kósí innan í sér. Ímyndið ykkur hvernig tilfinning það er að fara í glænýjar sokkabuxur! Sama mjúka, kósí tilfinning upp eftir öllum löppunum. Schnilld!

Ég er að spá í að pattenta þessa tilfinningu og tappa á flöskur. Nýjasokkabuxnatilfinning á fljótandi formi....

1.10.06

One more for good measure

..it works the same way as the one before (click and press F5 a couple of times in a row to re-watch)Stelpa frá Lettlandi var að bjóða mér, Íslendingnum, að koma með sér á tyrkneskt kvöld í Danmörku

Nokkuð massívt og fjölþjóðlegt ha? Mest finnst mér þó skemmtó að mér sé boðið einhvert. Ég er eiginlega alltaf með strákum í hópverkefnum og svona (sökum áhugaverðs strákar-stelpur hlutfalls í tölvutengum fögum) og þeir eru oft duglegir að leggja til að við ættum að gera eitthvað skemmtilegt saman, þangað til að ég minnist á að ég eigi kærasta. Ég held þeir hætti ekki af því að þeir hafi eitthvað verið að reyna við mig, heldur frekar að það er líklega ekki khosier að byrja að hanga með lofuðum kvenmönnum.

Ætli það sé almennt þannig? Kona heldur í karlkyns vini sem hún átti fyrir upphaf sambandsins en bætir ekki fleirum við?

En jæja. Ég sigraðist á kerfinu. Ég kom mér í hóp í einu fagi þessa önnina sem inniheldur aðra stelpu! Hafðu þetta kerfi. Hafðu þetta!

I do know that animated gif's are evil but..

..I created the one below all on my onceies.


Yes way!

I made it on my beautiful pocket PC. In order to make it a little less annoying, it only goes one round each time. If you want to check it out again, press its link and refresh a couple of times.

Mörgæsir elska mig!

Allavega þessi mörgæs