8.9.06

Tilboðsbæklingar!

Á föstudögum koma allir tilboðsbæklingarnir í hús, fyrir utan fötex og netto (uppáhalds tilboðsbæklingarnir mínir). Að því tilefni ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum. Hver um sig er tekin úr mismunandi tilboðsbæklingum.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um hversu ógeðslegt það er að til sé ostur sem heitir "klovborg". Mig langar sko ekkert heldur að spá í hvernig hann er framleiddur..


Hversu danskt er þetta? Ef þú hefur ekki tilefni til að skála, búðu það til!


Þessi viðbjóðslega pulsa er í nánast hverjum einasta tilboðsbæklingi. Ég vona að það sé vegna þess að hún selst ekkert. Danirnir kalla hana "medister", ég kalla hana "þarmapulsu".

Engin ummæli: