8.9.06

Ýmislegt um ýmislegt

Á hverju einasta ári hefur kærastinn átt þann leiðinda ávana að eiga afmæli. Ég hef svo sem ekkert á móti afmælinu hans sem slíku, en vesenið er að gefa honum gjöf. Hann er nefnilega þeim eiginleika gæddur að kaupa sér alltaf það sem honum langar í jafnóðum (við erum með budget system sko) og svo þykist honum ekki vanta neitt, sem gerir gjafaversl einstaklega erfitt.

Í ár tókst mér sko að tækla þetta í fyrstu verslunarmiðstöðvar ferðinni! Muhaha! Þetta er risa stór pakki. Eins stór og kassinn utan af lego-kastalanum hans Óla frænda. Þetta er samt ekki legó-kastali. Eða.. *hóst* sko nei.. Þetta GÆTI alveg verið legó kastali. Þetta gæti verið HVAÐ SEM ER! Ég er ekki að gefa nein hint. Na-aa!

Annars eru allir heimsækjarar farnir aftur til Íslands. Ösp frænka kíkti við hjá okkur á mánudaginn og fór á þriðjudaginn. Ma og pa komu á miðvikudag og eru núna í flugfáknum á leiðinni heim. Við erum því, eins og svo oft áður þegar þau kíkja við, orðnir tímabundnir umsjáendur bíls umsemjanlegrar ástríðu. Að þessu sinni er það virðulegur leiguvolvo.

Engin ummæli: