3.9.06

Bhlerg

Í kvöld var svínakjöt í matinn í svona fjórða skiptið síðan við fluttum hingað út. Það er ekki af því að ég hét því að borða aldrei svín aftur eftir að hafa horft á Vaska grísinn Badda eða neitt svoleiðis. Mér bara finnst svínakjöt ekkert spes (með nokkrum undantekningum, t.d. hamborgarahrygg). Svo er það líka með vonda fitu og það er slæmt fyrir kólestrólið. Tja. Eða gott fyrir það. Það allavega hækkar kólestrólið. Bygoes.

Já. Allavega. Svínakjöt. Ég keypti svínalundir sem voru á ofurtilboði. Þegar ég var að snyrta þær fékk ég rosalegt kjötborðastarfsmannsflashback. Átti allt eins von á því að upp úr jörðinni myndi spretta samstarfskona, eins og túlípani, og segja mér að hún sé í bleyju af barninu sínu. Til allrar hamingju gerðist það ekki og ég gat haldið áfram að elda án þess að henda mér í fósturstellinguna, halda fyrir eyrun og kyrja strumpastuðslag. Ég gerði mean fyllingu úr döðlum, hvítlauk, fersku basil, sólblómafræjum og fleirra djúsí stöffi. Þetta var bara alveg prýðilegasti matur. Ég borðaði ekkert meira en vanalega en svona 5 mínútum eftir matinn... out of the blue.. þá var ég allt í einu ógeðslega södd. Ég ligg ennþá fyrir með bumbuna út í loftið eins og ég sé komin 7 mánuði á leið. Hey! Why have a 6-pack when you can have a keg? Hehe.

Gerir svínakjöt þetta almennt? Blæs út eftir á eins og friggin' pöffer fiskur?

Engin ummæli: