11.9.06

Þar sem nördarnir hittast

Við helmingurinn ákváðum loksins að skella okkur í klúbb. Það er eitthvað svo upphefjandi við það að vera partur af einhverjum klúbbi.

"Fyrirgefðu að ég svaraði ekki símanum í gær. Ég heyrði ekki í honum. Ég var nefnilega í klúbbnum!"

"Þetta er sérstaklega góð samloka! Ég smakkaði svona í klúbbnum..."

Já! Sko! Einstaklega upphefjandi.

Þessi "klúbbur" er nördaspilahópur í skólanum okkar, þar sem c.a. öll borðspil í heiminum eru spiluð, ásamt roleplay, magic og warhammer svo eitthvað sé nefnt. Í fyrstu fundum við ekki herbergið sem klúbburinn á. Ég kom með þá tillögu að finna nörd og elta það og sjá hvert það færi. Þegar næsta nörd labbaði framhjá, snaraði ég mér í spæjaramode-ið og læddist á eftir honum. Einari var ekki farið að lítast á blikuna þegar við vorum farin að rölta niður einhvern undarlegan gang, en ég reyndist samt hafa haft rétt fyrir mér! Við hinn enda gangsins var herbergi með rosalegasta boardgame skáp í heimi. Við fengum tour um skápinn þar sem að leiðsögunördið sagði okkur að hin og þessi spil væru ófáanleg í dag og allskonar safnarar væru með bónerinn upp úr buxunum og tárin í augunum að grátbiðja um að fá að kaupa þau.

Fyrr en varir fylltist herbergið af mis-nördalega útlítandi nördum og gott ef við Einar séum ekki búin að skrá okkur í einhverskonar D&D kampein á miðvikudagskvöldum. Fyrsta kvöldið okkar í "klúbbnum", sem hittist alltaf á mánudögum, spiluðum við spil sem heitir puerto rico og svo einn catan á dönsku. Það er mjög spes að stunda viðskipti á dönsku.

"Jeg har en får, men jeg mangler korn! Så skal jeg ha' et udvilkningskort."

Þetta lærði ég í klúbbnum sko..

Engin ummæli: