10.9.06

Allt að gerast..

Stór hluti mon-fjölskyldunnar á afmæli í dag. Daði bróðir minn er 26 ára í dag og besti Einar í heimi er 27 ára. Ég hefði gefið þeim báðum tannbursta með spes tunguþrifs áhaldi á bakinu, hefði ekki verið fyrir þá staðreynd að Einar á nú þegar einn slíkan og ég fattaði þetta ekki fyrr en pakkinn hans bróður míns var á leiðinni til Íslands.

Hversu æðislegt er það að eiga tannbursta með "tunguskröpu"? (bein þýðing af dönsku leiðbeiningunum á burstanum mínum).

Engin ummæli: