24.8.06

Tilraunin sem mistókst

Ég reyndi ítrekað að stara á Hr. Jónsson án með stjarfan svip, án þess að brosa. Það tókst ekki. Ég fór alltaf að hlægja eftir nokkrar sekúntur. Líka þegar hann horfði ekki einu sinni til baka. Annað hvort er hann svona hlægilegur eða ég svona hlægin.

Annars á ég alltaf eftir að prufa eitt. Það er að stara rosalega fast á hnakkann á einhverjum úti í búð eða í tíma eða eitthvað. Sjá hvort viðkomandi verði eitthvað var um sig og það sé í alvörunni til eitthvað "I have the feeling I'm being watched".

Engin ummæli: